Innlent

Hafnargarðurinn fjarlægður, stein fyrir stein

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá framkvæmdunum við Austurbakka fyrr í dag.
Frá framkvæmdunum við Austurbakka fyrr í dag. Vísir/GVA

Verktakafyrirtækið Landstólpi byrjaði í dag að fjarlægja hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík. Starfsmenn fyrirtækið fjarlægja einn stein í einu, númera hann og koma fyrir á geymslusvæði á meðan framkvæmdum við nýbyggingar stendur á Austurbakkanum.

Hafnargarðurinn verður síðan reistur aftur en Landstólpi vildi fjarlægja garðinn en ríkið ákvað að skyndifriða hann. Upphófust þá deilur á milli ríkis og borgar sem endaði með því að Minjastofnun og Landstólpi náðu samkomulagi um að garðurinn fengi að njóta sín á meðal bygginganna sem á að reisa á Austurbakkanum.

Fornleifafræðingar og hleðslusérfræðingar hafa yfirumsjón með verkinu en fjarlægja þarf einn stein í einu, bora í hann og berja í hann númeruðu merki. Ekki er vitað hve margir steinar eru í garðinum, ekki er vitað hve mikill efnisflutningur mun eiga sér stað, það er segja heildarþyngd garðsins. Þá er ekki vitað hve langan tíma þessi framkvæmd mun taka og mikil óvissa um kostnaðinn.

Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, segir starfsmenn Landstólpa renna algjörlega blint í sjóinn varðandi þessa framkvæmd sem á sér engin fordæmi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×