Er ekki jafn mikið ógeð og konan telur mig vera Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. október 2015 07:00 Vegna breytinga að undanförnu segir Tryggvi Gunnar Hansen óvenju óþrifalegt hjá sér í augnablikinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er brjálæðislegt,“ segir Tryggvi Gunnar Hansen um fyrirætlanir konu einnar um að safna liði til að leita hans og láta yfirvöld koma honum burt úr skógarrjóðri þar sem hann hefur búið um sig. Konan, sem vitnað var til í Fréttablaðinu í gær, sagðist ætla að sameina nágranna sína í að finna dvalarstað Tryggva og fá yfirvöld til að vísa honum á braut og veita honum viðeigandi hjálp. „Ég hef ekkert orðið var við þessa konu og hennar lið. Ég held að það væri mjög þroskandi fyrir hana að kynnast mér og komast að því að ég er ekki alveg jafn mikið ógeð og hún er alveg sannfærð um,“ segir Tryggvi eftir að hafa kynnt sér viðhorf konunnar sem lýsti meðal annars áhyggjum af hreinlætismálum hans. „Ég fer mikið í sund og þvæ reglulega. Og ég held að ég sé með hámenntuðustu leiðina til að losa mig afurð á morgnana,“ segir Tryggvi og lýsir aðferðafræði þar sem grafinn er mjór og djúpur skurður sem mokað er jafnt og þétt ofan í með mold eftir því sem hann er notaður.Segir konuna sýna fordóma „Ég er alltaf með vatn og klósettrúllu með mér. Ég er á hækjum mér og held á vatninu með hægri hendinni og hreinsa rassinn með vinstri – alveg eins og þetta sé barnsrass. Ég skil ekkert í fólki á Íslandi og út um öll Vesturlönd að það skuli ekki hreinsa rassinn á sér almennilega, þetta er alveg ótrúlega frumstætt að nota þennan pappír; hann rispar líka endaþarminn. Það á að bara að þerra með pappírnum til að hafa allt þurrt. Síðan skola ég höndina sem ég notaði til að þvo á mér rassinn úr vatni og set á hana eplaedik til að drepa bakteríur,“ segir Tryggvi og varpar ljósi á það hvernig hann gengur örna sinna.Tryggvi Gunnar er enn að innrétta hjá sér íverutjaldið. Þar þó komin kynding sem hann útbjó sjálfur.vísir/vilhelmÞá taldi konan að það myndi vera vont fyrir börn að horfa upp á Tryggva þar sem hann dvelur núna. Tryggvi segir að þótt konur séu yfirhöfuð manneskjulegri en karlar þá verði þær eins og kvenkyn annarra dýrategunda árásargjarnar þegar þær eru með afkvæmi. „Ég held að hún sé á þessum barnaverndarhormónum og ekki alveg með fullu viti. Hún er með fordóma og talar án þess að kynna sér málin,“ segir Tryggvi, sem kveðst að öðru leyti aðeins hafa fengið góð viðbrögð eftir viðtal við hann í Fréttablaðinu á þriðjudag. Engin yfirvöld hafi haft samband við hann enda sé hann á landi þar sem umráðamenn geri ekki athugasemdir við dvöl hans. „Þannig að ég er ekki í neinu uppþoti gagnvart neinum svo ég viti til - og ekki að ögra neinum sérstökum.“ Vegna óreiðu við búðir sínar vill Tryggvi undirstrika að hann hafi unnið að ýmsum breytingum undanfarið. „Þess vegna er svona subbulegt hérna," segir tjaldbúinn og réttir fram sáttahönd. „Ég held þessi kona ætti að koma hérna og við getum rætt hvort við getum ekki bara verið góð við börnin í stað þess að stressast svona upp.“ Saga af grimmd „Þegar hvíti maðurinn kom til Tasmaníu gengu menn þar yfir eyjarnar, hönd í hönd, og grisjuðu alla innfædda og drápu þá,“ segir Tryggvi og vísar þar til atburða á fyrri hluta 19. aldar. „Hugsaðu þér hvað grimmdin og fordómarnir geta verið yfirgengilegir og brjálaðir. Við ættum frekar að svissa yfir í líf eins og frumbyggjarnir og þá pössum við inn í umhverfið.“ Tengdar fréttir Ísland í dag kíkir í heimsókn til Tryggva Gunnars Hansen Tryggvi Gunnar Hansen hefur búið í tjaldi í újaðri Reykjavíkur undanfarna mánuði. 30. september 2015 20:15 Afkomandi huldufólks býr í skógarrjóðri við Reykjavík Náttúruunnandinn Tryggvi Gunnar Hansen hefur frá því í maí hafst við í tjaldbúð í skóglendi í jaðri Reykjavíkur. Tryggvi segir sig afkomanda og merkisbera fólks sem hafi verið hér fyrir "svikalandnám víkinga“ og vill að Íslendingar snúi í torfkofana. 29. september 2015 06:00 Ósátt kona í úthverfi safnar liði og leitar að Tryggva Gunnari Hansen „Ég mun fara þarna um og leita,“ segir kona sem býr í einu úthverfa höfuðborgarsvæðisins og telur ótækt að listamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen hafi hreiðrað um sig til búsetu í skógarrjóðri. 30. september 2015 07:00 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
„Þetta er brjálæðislegt,“ segir Tryggvi Gunnar Hansen um fyrirætlanir konu einnar um að safna liði til að leita hans og láta yfirvöld koma honum burt úr skógarrjóðri þar sem hann hefur búið um sig. Konan, sem vitnað var til í Fréttablaðinu í gær, sagðist ætla að sameina nágranna sína í að finna dvalarstað Tryggva og fá yfirvöld til að vísa honum á braut og veita honum viðeigandi hjálp. „Ég hef ekkert orðið var við þessa konu og hennar lið. Ég held að það væri mjög þroskandi fyrir hana að kynnast mér og komast að því að ég er ekki alveg jafn mikið ógeð og hún er alveg sannfærð um,“ segir Tryggvi eftir að hafa kynnt sér viðhorf konunnar sem lýsti meðal annars áhyggjum af hreinlætismálum hans. „Ég fer mikið í sund og þvæ reglulega. Og ég held að ég sé með hámenntuðustu leiðina til að losa mig afurð á morgnana,“ segir Tryggvi og lýsir aðferðafræði þar sem grafinn er mjór og djúpur skurður sem mokað er jafnt og þétt ofan í með mold eftir því sem hann er notaður.Segir konuna sýna fordóma „Ég er alltaf með vatn og klósettrúllu með mér. Ég er á hækjum mér og held á vatninu með hægri hendinni og hreinsa rassinn með vinstri – alveg eins og þetta sé barnsrass. Ég skil ekkert í fólki á Íslandi og út um öll Vesturlönd að það skuli ekki hreinsa rassinn á sér almennilega, þetta er alveg ótrúlega frumstætt að nota þennan pappír; hann rispar líka endaþarminn. Það á að bara að þerra með pappírnum til að hafa allt þurrt. Síðan skola ég höndina sem ég notaði til að þvo á mér rassinn úr vatni og set á hana eplaedik til að drepa bakteríur,“ segir Tryggvi og varpar ljósi á það hvernig hann gengur örna sinna.Tryggvi Gunnar er enn að innrétta hjá sér íverutjaldið. Þar þó komin kynding sem hann útbjó sjálfur.vísir/vilhelmÞá taldi konan að það myndi vera vont fyrir börn að horfa upp á Tryggva þar sem hann dvelur núna. Tryggvi segir að þótt konur séu yfirhöfuð manneskjulegri en karlar þá verði þær eins og kvenkyn annarra dýrategunda árásargjarnar þegar þær eru með afkvæmi. „Ég held að hún sé á þessum barnaverndarhormónum og ekki alveg með fullu viti. Hún er með fordóma og talar án þess að kynna sér málin,“ segir Tryggvi, sem kveðst að öðru leyti aðeins hafa fengið góð viðbrögð eftir viðtal við hann í Fréttablaðinu á þriðjudag. Engin yfirvöld hafi haft samband við hann enda sé hann á landi þar sem umráðamenn geri ekki athugasemdir við dvöl hans. „Þannig að ég er ekki í neinu uppþoti gagnvart neinum svo ég viti til - og ekki að ögra neinum sérstökum.“ Vegna óreiðu við búðir sínar vill Tryggvi undirstrika að hann hafi unnið að ýmsum breytingum undanfarið. „Þess vegna er svona subbulegt hérna," segir tjaldbúinn og réttir fram sáttahönd. „Ég held þessi kona ætti að koma hérna og við getum rætt hvort við getum ekki bara verið góð við börnin í stað þess að stressast svona upp.“ Saga af grimmd „Þegar hvíti maðurinn kom til Tasmaníu gengu menn þar yfir eyjarnar, hönd í hönd, og grisjuðu alla innfædda og drápu þá,“ segir Tryggvi og vísar þar til atburða á fyrri hluta 19. aldar. „Hugsaðu þér hvað grimmdin og fordómarnir geta verið yfirgengilegir og brjálaðir. Við ættum frekar að svissa yfir í líf eins og frumbyggjarnir og þá pössum við inn í umhverfið.“
Tengdar fréttir Ísland í dag kíkir í heimsókn til Tryggva Gunnars Hansen Tryggvi Gunnar Hansen hefur búið í tjaldi í újaðri Reykjavíkur undanfarna mánuði. 30. september 2015 20:15 Afkomandi huldufólks býr í skógarrjóðri við Reykjavík Náttúruunnandinn Tryggvi Gunnar Hansen hefur frá því í maí hafst við í tjaldbúð í skóglendi í jaðri Reykjavíkur. Tryggvi segir sig afkomanda og merkisbera fólks sem hafi verið hér fyrir "svikalandnám víkinga“ og vill að Íslendingar snúi í torfkofana. 29. september 2015 06:00 Ósátt kona í úthverfi safnar liði og leitar að Tryggva Gunnari Hansen „Ég mun fara þarna um og leita,“ segir kona sem býr í einu úthverfa höfuðborgarsvæðisins og telur ótækt að listamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen hafi hreiðrað um sig til búsetu í skógarrjóðri. 30. september 2015 07:00 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Ísland í dag kíkir í heimsókn til Tryggva Gunnars Hansen Tryggvi Gunnar Hansen hefur búið í tjaldi í újaðri Reykjavíkur undanfarna mánuði. 30. september 2015 20:15
Afkomandi huldufólks býr í skógarrjóðri við Reykjavík Náttúruunnandinn Tryggvi Gunnar Hansen hefur frá því í maí hafst við í tjaldbúð í skóglendi í jaðri Reykjavíkur. Tryggvi segir sig afkomanda og merkisbera fólks sem hafi verið hér fyrir "svikalandnám víkinga“ og vill að Íslendingar snúi í torfkofana. 29. september 2015 06:00
Ósátt kona í úthverfi safnar liði og leitar að Tryggva Gunnari Hansen „Ég mun fara þarna um og leita,“ segir kona sem býr í einu úthverfa höfuðborgarsvæðisins og telur ótækt að listamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen hafi hreiðrað um sig til búsetu í skógarrjóðri. 30. september 2015 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“