Vill vekja fólk til vitundar um fitufordóma í samfélaginu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2015 17:00 "Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það … en!" sagði einn veislugesturinn í áramótaboðinu. Vekja þarf fólk til vitundar um þá fitufordóma sem til staðar eru í samfélaginu. Umræðuna verður að auka því slíkir fordómar geta haft alvarlegar, jafnvel skaðlegar, afleiðingar í för með sér. Staðalímyndum verður að útrýma því þær eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þetta segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi. Tara skrifði mastersritgerð um svokallaða fitufælni, samfélagslega greiningu á henni og afleiðingum hennar árið 2012. Þá ritaði hún pistil á Vísi árið 2013, sem vakið hefur mikla athygli, enn þann dag í dag. „Pistillinn vakti mikla athygli og við sjáum það bara að þessi skilaboð verða ekki úrelt, miðað við hvað hann er lífseigur. Það er þessi staðalímynd sem við þekkjum öll og samfélagið virðist vera flokkað í hólf eftir þeim. Fólk kannski samsvarar sér ekki við þessar staðalímyndir og kannski áttar sig ekki á að þær eru ekki réttar. Þær geta haft svo djúpstæð og persónuleg áhrif á okkur og mótar ekki bara sjálfsmynd hvers og eins heldur líka hvernig samfélagið kemur fram við okkar,“ segir Tara.Falleg en... Í pistlinum greinir Tara frá fordómum sem hún hefur mætt. Hún segir frá því þegar hún var stödd í veislu og veislugestur segir henni að hún sé „falleg en.... verði að passa upp á fituprósentuna“. „Það var svo mikil reiði í mér yfir því sem gerðist þarna. Maður hafði orðið óbeint fyrir útlitsáherslum og fitufordómum en þetta var í fyrsta sinn sem ég varð fyrir þeim beint. Ég hafði verið mjög veik, hafði verið með átröskun og lagði mikla áherslu á útlitið. Þarna var ég þó loksins orðin heilbrigð og leið vel í mínu skinni eftir alla þá baráttu sem ég hafði háð innra með mér. Þetta hefði getað haft verulegar afleiðingar í för með sér ef ég hefði ekki verið á þessum góða stað.“Ekki eigi að draga fólk í dilka eftir útliti Tara situr í stjórn í Samtökum um líkamsvirðingu, sem hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars og jákvæðri líkamsmynd. Samtökin eru vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf tengt útliti og berast þeim því reglulega sögur frá fólki sem orðið hefur fyrir fordómum eða hafa orðið vitni að þeim. „Fólk á ekki skilið að vera dregið í dilka eftir útliti. Þess vegna þarf að auka umræðuna. Við erum öll mismunandi og þess vegna ættum við að fagna fjölbreytileikanum í stað þess að flokka fólk í hólf,“ segir hún að lokum.Pistil Töru má lesa hér. Tengdar fréttir Til þeirrar sem sagði að ég þyrfti „að passa fituprósentuna“ Við sátum á góðri stundu í árlegu áramótaboði. Ég hef oft séð þig í þessu sama boði og mér finnst yfirleitt frekar gaman að hitta þig. En þar sem við sátum þarna á móti hvor annarri við eldhúsborðið mæltirðu þessu fleygu orð: "Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það … en!“ 19. janúar 2013 06:00 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Vekja þarf fólk til vitundar um þá fitufordóma sem til staðar eru í samfélaginu. Umræðuna verður að auka því slíkir fordómar geta haft alvarlegar, jafnvel skaðlegar, afleiðingar í för með sér. Staðalímyndum verður að útrýma því þær eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þetta segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi. Tara skrifði mastersritgerð um svokallaða fitufælni, samfélagslega greiningu á henni og afleiðingum hennar árið 2012. Þá ritaði hún pistil á Vísi árið 2013, sem vakið hefur mikla athygli, enn þann dag í dag. „Pistillinn vakti mikla athygli og við sjáum það bara að þessi skilaboð verða ekki úrelt, miðað við hvað hann er lífseigur. Það er þessi staðalímynd sem við þekkjum öll og samfélagið virðist vera flokkað í hólf eftir þeim. Fólk kannski samsvarar sér ekki við þessar staðalímyndir og kannski áttar sig ekki á að þær eru ekki réttar. Þær geta haft svo djúpstæð og persónuleg áhrif á okkur og mótar ekki bara sjálfsmynd hvers og eins heldur líka hvernig samfélagið kemur fram við okkar,“ segir Tara.Falleg en... Í pistlinum greinir Tara frá fordómum sem hún hefur mætt. Hún segir frá því þegar hún var stödd í veislu og veislugestur segir henni að hún sé „falleg en.... verði að passa upp á fituprósentuna“. „Það var svo mikil reiði í mér yfir því sem gerðist þarna. Maður hafði orðið óbeint fyrir útlitsáherslum og fitufordómum en þetta var í fyrsta sinn sem ég varð fyrir þeim beint. Ég hafði verið mjög veik, hafði verið með átröskun og lagði mikla áherslu á útlitið. Þarna var ég þó loksins orðin heilbrigð og leið vel í mínu skinni eftir alla þá baráttu sem ég hafði háð innra með mér. Þetta hefði getað haft verulegar afleiðingar í för með sér ef ég hefði ekki verið á þessum góða stað.“Ekki eigi að draga fólk í dilka eftir útliti Tara situr í stjórn í Samtökum um líkamsvirðingu, sem hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars og jákvæðri líkamsmynd. Samtökin eru vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf tengt útliti og berast þeim því reglulega sögur frá fólki sem orðið hefur fyrir fordómum eða hafa orðið vitni að þeim. „Fólk á ekki skilið að vera dregið í dilka eftir útliti. Þess vegna þarf að auka umræðuna. Við erum öll mismunandi og þess vegna ættum við að fagna fjölbreytileikanum í stað þess að flokka fólk í hólf,“ segir hún að lokum.Pistil Töru má lesa hér.
Tengdar fréttir Til þeirrar sem sagði að ég þyrfti „að passa fituprósentuna“ Við sátum á góðri stundu í árlegu áramótaboði. Ég hef oft séð þig í þessu sama boði og mér finnst yfirleitt frekar gaman að hitta þig. En þar sem við sátum þarna á móti hvor annarri við eldhúsborðið mæltirðu þessu fleygu orð: "Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það … en!“ 19. janúar 2013 06:00 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Til þeirrar sem sagði að ég þyrfti „að passa fituprósentuna“ Við sátum á góðri stundu í árlegu áramótaboði. Ég hef oft séð þig í þessu sama boði og mér finnst yfirleitt frekar gaman að hitta þig. En þar sem við sátum þarna á móti hvor annarri við eldhúsborðið mæltirðu þessu fleygu orð: "Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það … en!“ 19. janúar 2013 06:00