Ég er ekki Florence Nightingale Sólveig Hauksdóttir skrifar 5. júní 2015 12:00 Florence Nightingale er oft nefnd móðir nútíma hjúkrunarfræði. Hún er þekktust fyrir óeigingjarnt starf á hersjúkrahúsum í Krímstríðinu um miðja 19. öld. Hún var af efnafólki komin en lærði hjúkrunarfræði gegn vilja foreldra sinna og gjörbylti faginu með einföldum aðferðum eins og auknu hreinlæti. Nightingale setti fordæmi sem varð til þess að fleiri stúlkur úr efnuðum fjölskyldum sóttu í hjúkrunarfræði. Þessar konur unnu störf sín af köllun. Félagslegur bakgrunnur þeirra gerði þeim oft kleift að vinna launalaust eða því sem næst. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hjúkrunarfræðin hefur skapað sér sess sem sjálfstæð fræðigrein. Innan hennar er unnið öflugt rannsóknarstarf og hjúkrunarfræðingar nútímans gegna hlutverki sem engin önnur starfsstétt hefur þekkingu til að sinna á sama hátt. Konur eru enn í miklum meirihluta í stéttinni og laun hjúkrunarfræðinga eru töluvert lægri en hefðbundinna karlastétta með svipaða menntun og ábyrgð. Verkfall hjúkrunarfræðinga stendur yfir og ekkert bendir til þess að ríkið ætli að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga um leiðréttingu á kynbundnum launamun. Hljóðið í hjúkrunarfræðingum er þungt og margir eru farnir að líta til Norðurlandanna þar sem íslenskir hjúkrunarfræðingar eiga greiðan aðgang að störfum og betri kjörum en bjóðast hér á landi.Ástandið kom mér í opna skjöldu Ég lærði hjúkrunarfræði í Danmörku og bjó þar í tæp sex ár ásamt manninum mínum og tveimur börnum. Okkur leið afskaplega vel í Danmörku en eftir þetta langan tíma í útlegð var komin heimþrá í okkur. Það er meira en að segja það að búa erlendis með fjölskyldu. Við söknuðum ættingja og vina og okkur langaði til að fara að festa rætur. Ég hóf störf á Landspítalanum í upphafi árs 2013, mitt í hópuppsögnum hjúkrunarfræðinga. Það var mjög sérkennilegt að byrja að vinna á spítalanum við þessar aðstæður. Ég varð vör við talsverða óánægju meðal hjúkrunarfræðinga sem voru orðnir langþreyttir á miklu álagi, niðurskurði og slæmum launum. Ástandið á spítalanum kom mér algjörlega í opna skjöldu. Tækjabúnaðurinn var úr sér genginn, sjúkrarúmin gömul og léleg, hjúkrunarvörur af lakari gæðum en ég átti að venjast (blessunarlega heyra bitlausu æðaleggirnir þó sögunni til) og svo mætti lengi telja. Þess má geta að spítalinn í Árósum í Danmörku, þar sem ég tók allt mitt verknám, var líka í gömlu og lélegu húsnæði og þar var líka niðurskurður og sparnaður en engu að síður var eins og ég stykki tugi ára aftur í tímann þegar ég kom á Landspítalann. Launaseðillinn var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir; byrjunarlaunin voru næstum helmingi lægri en í Danmörku. Fljótlega fóru því að renna á mig tvær grímur. Það var ekki það að vinnuálagið væri svo mikið meira. Mér fannst vandinn frekar liggja í því að samstarfsfólk mitt upplifði að það væri ekki metið að verðleikum. Hjúkrunarfræðingar fengu stofnanasamning með einhverri málamyndalaunahækkun og flestir drógu uppsagnir sínar til baka. En þreytan, reiðin og vonleysið var enn til staðar. Það tekur á að vera alltaf reið og óánægð. Ég eyddi mikilli orku í það fyrstu mánuðina á Íslandi. Á endanum ákvað ég að ég hefði bara tvo valkosti; að pakka saman og fara aftur út – eða sætta mig við ástandið og gera það besta úr því. Ég valdi seinni kostinn og einbeitti mér að öllu því góða sem Ísland og Landspítalinn hafa upp á að bjóða. – Því auðvitað er mjög margt gott við að búa á Íslandi. Börnin mín eru ánægð og þau græða á að kynnast fjölskyldunni og landinu sínu. Landspítalinn óx líka fljótt í áliti hjá mér. Ég kom auga á dýrmætustu auðlind spítalans, mannauðinn. Það sem fyrst og fremst einkennir starfsfólk spítalans er mikil fagmennska, samheldni og dugnaður. Ég elska vinnuna mína, jafnvel þegar á móti blæs. Mér finnst erfitt að vera heima í verkfalli þegar ég veit hvað ég gæti verið að gera í vinnunni. En það er ekki þar með sagt að ég vilji stunda hjúkrun í sjálfboðavinnu. Ég er ekki Florence Nightingale. Ég vil vera metin að verðleikum og fá mannsæmandi laun fyrir vinnuna mína. Ég vil vinna í heilbrigðiskerfi með framtíðarsýn. Íslendingar gátu lengi státað af því að eiga heilbrigðiskerfi í hópi þeirra bestu í heiminum – en ekki lengur. Ef vilji stjórnvalda stendur til að auka gæði kerfisins á ný þurfa þau að átta sig á að meginforsendan fyrir því er að borga fólkinu sem heldur kerfinu gangandi samkeppnishæf laun. Annars verða bráðum fáir eftir á Landspítalanum aðrir en farómaurarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Florence Nightingale er oft nefnd móðir nútíma hjúkrunarfræði. Hún er þekktust fyrir óeigingjarnt starf á hersjúkrahúsum í Krímstríðinu um miðja 19. öld. Hún var af efnafólki komin en lærði hjúkrunarfræði gegn vilja foreldra sinna og gjörbylti faginu með einföldum aðferðum eins og auknu hreinlæti. Nightingale setti fordæmi sem varð til þess að fleiri stúlkur úr efnuðum fjölskyldum sóttu í hjúkrunarfræði. Þessar konur unnu störf sín af köllun. Félagslegur bakgrunnur þeirra gerði þeim oft kleift að vinna launalaust eða því sem næst. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hjúkrunarfræðin hefur skapað sér sess sem sjálfstæð fræðigrein. Innan hennar er unnið öflugt rannsóknarstarf og hjúkrunarfræðingar nútímans gegna hlutverki sem engin önnur starfsstétt hefur þekkingu til að sinna á sama hátt. Konur eru enn í miklum meirihluta í stéttinni og laun hjúkrunarfræðinga eru töluvert lægri en hefðbundinna karlastétta með svipaða menntun og ábyrgð. Verkfall hjúkrunarfræðinga stendur yfir og ekkert bendir til þess að ríkið ætli að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga um leiðréttingu á kynbundnum launamun. Hljóðið í hjúkrunarfræðingum er þungt og margir eru farnir að líta til Norðurlandanna þar sem íslenskir hjúkrunarfræðingar eiga greiðan aðgang að störfum og betri kjörum en bjóðast hér á landi.Ástandið kom mér í opna skjöldu Ég lærði hjúkrunarfræði í Danmörku og bjó þar í tæp sex ár ásamt manninum mínum og tveimur börnum. Okkur leið afskaplega vel í Danmörku en eftir þetta langan tíma í útlegð var komin heimþrá í okkur. Það er meira en að segja það að búa erlendis með fjölskyldu. Við söknuðum ættingja og vina og okkur langaði til að fara að festa rætur. Ég hóf störf á Landspítalanum í upphafi árs 2013, mitt í hópuppsögnum hjúkrunarfræðinga. Það var mjög sérkennilegt að byrja að vinna á spítalanum við þessar aðstæður. Ég varð vör við talsverða óánægju meðal hjúkrunarfræðinga sem voru orðnir langþreyttir á miklu álagi, niðurskurði og slæmum launum. Ástandið á spítalanum kom mér algjörlega í opna skjöldu. Tækjabúnaðurinn var úr sér genginn, sjúkrarúmin gömul og léleg, hjúkrunarvörur af lakari gæðum en ég átti að venjast (blessunarlega heyra bitlausu æðaleggirnir þó sögunni til) og svo mætti lengi telja. Þess má geta að spítalinn í Árósum í Danmörku, þar sem ég tók allt mitt verknám, var líka í gömlu og lélegu húsnæði og þar var líka niðurskurður og sparnaður en engu að síður var eins og ég stykki tugi ára aftur í tímann þegar ég kom á Landspítalann. Launaseðillinn var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir; byrjunarlaunin voru næstum helmingi lægri en í Danmörku. Fljótlega fóru því að renna á mig tvær grímur. Það var ekki það að vinnuálagið væri svo mikið meira. Mér fannst vandinn frekar liggja í því að samstarfsfólk mitt upplifði að það væri ekki metið að verðleikum. Hjúkrunarfræðingar fengu stofnanasamning með einhverri málamyndalaunahækkun og flestir drógu uppsagnir sínar til baka. En þreytan, reiðin og vonleysið var enn til staðar. Það tekur á að vera alltaf reið og óánægð. Ég eyddi mikilli orku í það fyrstu mánuðina á Íslandi. Á endanum ákvað ég að ég hefði bara tvo valkosti; að pakka saman og fara aftur út – eða sætta mig við ástandið og gera það besta úr því. Ég valdi seinni kostinn og einbeitti mér að öllu því góða sem Ísland og Landspítalinn hafa upp á að bjóða. – Því auðvitað er mjög margt gott við að búa á Íslandi. Börnin mín eru ánægð og þau græða á að kynnast fjölskyldunni og landinu sínu. Landspítalinn óx líka fljótt í áliti hjá mér. Ég kom auga á dýrmætustu auðlind spítalans, mannauðinn. Það sem fyrst og fremst einkennir starfsfólk spítalans er mikil fagmennska, samheldni og dugnaður. Ég elska vinnuna mína, jafnvel þegar á móti blæs. Mér finnst erfitt að vera heima í verkfalli þegar ég veit hvað ég gæti verið að gera í vinnunni. En það er ekki þar með sagt að ég vilji stunda hjúkrun í sjálfboðavinnu. Ég er ekki Florence Nightingale. Ég vil vera metin að verðleikum og fá mannsæmandi laun fyrir vinnuna mína. Ég vil vinna í heilbrigðiskerfi með framtíðarsýn. Íslendingar gátu lengi státað af því að eiga heilbrigðiskerfi í hópi þeirra bestu í heiminum – en ekki lengur. Ef vilji stjórnvalda stendur til að auka gæði kerfisins á ný þurfa þau að átta sig á að meginforsendan fyrir því er að borga fólkinu sem heldur kerfinu gangandi samkeppnishæf laun. Annars verða bráðum fáir eftir á Landspítalanum aðrir en farómaurarnir.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar