Ég er ekki Florence Nightingale Sólveig Hauksdóttir skrifar 5. júní 2015 12:00 Florence Nightingale er oft nefnd móðir nútíma hjúkrunarfræði. Hún er þekktust fyrir óeigingjarnt starf á hersjúkrahúsum í Krímstríðinu um miðja 19. öld. Hún var af efnafólki komin en lærði hjúkrunarfræði gegn vilja foreldra sinna og gjörbylti faginu með einföldum aðferðum eins og auknu hreinlæti. Nightingale setti fordæmi sem varð til þess að fleiri stúlkur úr efnuðum fjölskyldum sóttu í hjúkrunarfræði. Þessar konur unnu störf sín af köllun. Félagslegur bakgrunnur þeirra gerði þeim oft kleift að vinna launalaust eða því sem næst. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hjúkrunarfræðin hefur skapað sér sess sem sjálfstæð fræðigrein. Innan hennar er unnið öflugt rannsóknarstarf og hjúkrunarfræðingar nútímans gegna hlutverki sem engin önnur starfsstétt hefur þekkingu til að sinna á sama hátt. Konur eru enn í miklum meirihluta í stéttinni og laun hjúkrunarfræðinga eru töluvert lægri en hefðbundinna karlastétta með svipaða menntun og ábyrgð. Verkfall hjúkrunarfræðinga stendur yfir og ekkert bendir til þess að ríkið ætli að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga um leiðréttingu á kynbundnum launamun. Hljóðið í hjúkrunarfræðingum er þungt og margir eru farnir að líta til Norðurlandanna þar sem íslenskir hjúkrunarfræðingar eiga greiðan aðgang að störfum og betri kjörum en bjóðast hér á landi.Ástandið kom mér í opna skjöldu Ég lærði hjúkrunarfræði í Danmörku og bjó þar í tæp sex ár ásamt manninum mínum og tveimur börnum. Okkur leið afskaplega vel í Danmörku en eftir þetta langan tíma í útlegð var komin heimþrá í okkur. Það er meira en að segja það að búa erlendis með fjölskyldu. Við söknuðum ættingja og vina og okkur langaði til að fara að festa rætur. Ég hóf störf á Landspítalanum í upphafi árs 2013, mitt í hópuppsögnum hjúkrunarfræðinga. Það var mjög sérkennilegt að byrja að vinna á spítalanum við þessar aðstæður. Ég varð vör við talsverða óánægju meðal hjúkrunarfræðinga sem voru orðnir langþreyttir á miklu álagi, niðurskurði og slæmum launum. Ástandið á spítalanum kom mér algjörlega í opna skjöldu. Tækjabúnaðurinn var úr sér genginn, sjúkrarúmin gömul og léleg, hjúkrunarvörur af lakari gæðum en ég átti að venjast (blessunarlega heyra bitlausu æðaleggirnir þó sögunni til) og svo mætti lengi telja. Þess má geta að spítalinn í Árósum í Danmörku, þar sem ég tók allt mitt verknám, var líka í gömlu og lélegu húsnæði og þar var líka niðurskurður og sparnaður en engu að síður var eins og ég stykki tugi ára aftur í tímann þegar ég kom á Landspítalann. Launaseðillinn var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir; byrjunarlaunin voru næstum helmingi lægri en í Danmörku. Fljótlega fóru því að renna á mig tvær grímur. Það var ekki það að vinnuálagið væri svo mikið meira. Mér fannst vandinn frekar liggja í því að samstarfsfólk mitt upplifði að það væri ekki metið að verðleikum. Hjúkrunarfræðingar fengu stofnanasamning með einhverri málamyndalaunahækkun og flestir drógu uppsagnir sínar til baka. En þreytan, reiðin og vonleysið var enn til staðar. Það tekur á að vera alltaf reið og óánægð. Ég eyddi mikilli orku í það fyrstu mánuðina á Íslandi. Á endanum ákvað ég að ég hefði bara tvo valkosti; að pakka saman og fara aftur út – eða sætta mig við ástandið og gera það besta úr því. Ég valdi seinni kostinn og einbeitti mér að öllu því góða sem Ísland og Landspítalinn hafa upp á að bjóða. – Því auðvitað er mjög margt gott við að búa á Íslandi. Börnin mín eru ánægð og þau græða á að kynnast fjölskyldunni og landinu sínu. Landspítalinn óx líka fljótt í áliti hjá mér. Ég kom auga á dýrmætustu auðlind spítalans, mannauðinn. Það sem fyrst og fremst einkennir starfsfólk spítalans er mikil fagmennska, samheldni og dugnaður. Ég elska vinnuna mína, jafnvel þegar á móti blæs. Mér finnst erfitt að vera heima í verkfalli þegar ég veit hvað ég gæti verið að gera í vinnunni. En það er ekki þar með sagt að ég vilji stunda hjúkrun í sjálfboðavinnu. Ég er ekki Florence Nightingale. Ég vil vera metin að verðleikum og fá mannsæmandi laun fyrir vinnuna mína. Ég vil vinna í heilbrigðiskerfi með framtíðarsýn. Íslendingar gátu lengi státað af því að eiga heilbrigðiskerfi í hópi þeirra bestu í heiminum – en ekki lengur. Ef vilji stjórnvalda stendur til að auka gæði kerfisins á ný þurfa þau að átta sig á að meginforsendan fyrir því er að borga fólkinu sem heldur kerfinu gangandi samkeppnishæf laun. Annars verða bráðum fáir eftir á Landspítalanum aðrir en farómaurarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Florence Nightingale er oft nefnd móðir nútíma hjúkrunarfræði. Hún er þekktust fyrir óeigingjarnt starf á hersjúkrahúsum í Krímstríðinu um miðja 19. öld. Hún var af efnafólki komin en lærði hjúkrunarfræði gegn vilja foreldra sinna og gjörbylti faginu með einföldum aðferðum eins og auknu hreinlæti. Nightingale setti fordæmi sem varð til þess að fleiri stúlkur úr efnuðum fjölskyldum sóttu í hjúkrunarfræði. Þessar konur unnu störf sín af köllun. Félagslegur bakgrunnur þeirra gerði þeim oft kleift að vinna launalaust eða því sem næst. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hjúkrunarfræðin hefur skapað sér sess sem sjálfstæð fræðigrein. Innan hennar er unnið öflugt rannsóknarstarf og hjúkrunarfræðingar nútímans gegna hlutverki sem engin önnur starfsstétt hefur þekkingu til að sinna á sama hátt. Konur eru enn í miklum meirihluta í stéttinni og laun hjúkrunarfræðinga eru töluvert lægri en hefðbundinna karlastétta með svipaða menntun og ábyrgð. Verkfall hjúkrunarfræðinga stendur yfir og ekkert bendir til þess að ríkið ætli að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga um leiðréttingu á kynbundnum launamun. Hljóðið í hjúkrunarfræðingum er þungt og margir eru farnir að líta til Norðurlandanna þar sem íslenskir hjúkrunarfræðingar eiga greiðan aðgang að störfum og betri kjörum en bjóðast hér á landi.Ástandið kom mér í opna skjöldu Ég lærði hjúkrunarfræði í Danmörku og bjó þar í tæp sex ár ásamt manninum mínum og tveimur börnum. Okkur leið afskaplega vel í Danmörku en eftir þetta langan tíma í útlegð var komin heimþrá í okkur. Það er meira en að segja það að búa erlendis með fjölskyldu. Við söknuðum ættingja og vina og okkur langaði til að fara að festa rætur. Ég hóf störf á Landspítalanum í upphafi árs 2013, mitt í hópuppsögnum hjúkrunarfræðinga. Það var mjög sérkennilegt að byrja að vinna á spítalanum við þessar aðstæður. Ég varð vör við talsverða óánægju meðal hjúkrunarfræðinga sem voru orðnir langþreyttir á miklu álagi, niðurskurði og slæmum launum. Ástandið á spítalanum kom mér algjörlega í opna skjöldu. Tækjabúnaðurinn var úr sér genginn, sjúkrarúmin gömul og léleg, hjúkrunarvörur af lakari gæðum en ég átti að venjast (blessunarlega heyra bitlausu æðaleggirnir þó sögunni til) og svo mætti lengi telja. Þess má geta að spítalinn í Árósum í Danmörku, þar sem ég tók allt mitt verknám, var líka í gömlu og lélegu húsnæði og þar var líka niðurskurður og sparnaður en engu að síður var eins og ég stykki tugi ára aftur í tímann þegar ég kom á Landspítalann. Launaseðillinn var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir; byrjunarlaunin voru næstum helmingi lægri en í Danmörku. Fljótlega fóru því að renna á mig tvær grímur. Það var ekki það að vinnuálagið væri svo mikið meira. Mér fannst vandinn frekar liggja í því að samstarfsfólk mitt upplifði að það væri ekki metið að verðleikum. Hjúkrunarfræðingar fengu stofnanasamning með einhverri málamyndalaunahækkun og flestir drógu uppsagnir sínar til baka. En þreytan, reiðin og vonleysið var enn til staðar. Það tekur á að vera alltaf reið og óánægð. Ég eyddi mikilli orku í það fyrstu mánuðina á Íslandi. Á endanum ákvað ég að ég hefði bara tvo valkosti; að pakka saman og fara aftur út – eða sætta mig við ástandið og gera það besta úr því. Ég valdi seinni kostinn og einbeitti mér að öllu því góða sem Ísland og Landspítalinn hafa upp á að bjóða. – Því auðvitað er mjög margt gott við að búa á Íslandi. Börnin mín eru ánægð og þau græða á að kynnast fjölskyldunni og landinu sínu. Landspítalinn óx líka fljótt í áliti hjá mér. Ég kom auga á dýrmætustu auðlind spítalans, mannauðinn. Það sem fyrst og fremst einkennir starfsfólk spítalans er mikil fagmennska, samheldni og dugnaður. Ég elska vinnuna mína, jafnvel þegar á móti blæs. Mér finnst erfitt að vera heima í verkfalli þegar ég veit hvað ég gæti verið að gera í vinnunni. En það er ekki þar með sagt að ég vilji stunda hjúkrun í sjálfboðavinnu. Ég er ekki Florence Nightingale. Ég vil vera metin að verðleikum og fá mannsæmandi laun fyrir vinnuna mína. Ég vil vinna í heilbrigðiskerfi með framtíðarsýn. Íslendingar gátu lengi státað af því að eiga heilbrigðiskerfi í hópi þeirra bestu í heiminum – en ekki lengur. Ef vilji stjórnvalda stendur til að auka gæði kerfisins á ný þurfa þau að átta sig á að meginforsendan fyrir því er að borga fólkinu sem heldur kerfinu gangandi samkeppnishæf laun. Annars verða bráðum fáir eftir á Landspítalanum aðrir en farómaurarnir.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun