Borgarstarfsmenn beita nýrri aðferð við að uppræta óæskilegan gróður Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2015 09:26 Efni sem notuð eru í froðuna eru úr maís og kókos, eru umhverfisvæn og hafa fengið jákvæða umsögn Umhverfisstofnunar. Mynd/Reykjavíkurborg Starfsmenn Reykjavíkurborgar munu í sumar beita nýrri aðferð við að uppræta gróður milli gangstéttarhella og við vegkanta. Notast er við hitadælur og einangrandi froðu. Í tilkynningu frá borginni segir að aðferðin hafi verið notuð í tíu ár í Danmörku með góðum árangri. Efni sem notuð eru í froðuna eru úr maís og kókos, eru umhverfisvæn og hafa fengið jákvæða umsögn Umhverfisstofnunar. „Starfsmenn Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar hafa sótt námskeið í notkun búnaðarins hjá Stig Nielsen sérfræðingi hjá NCC Roads sem starfar á norðurlöndum, en fyrirtækið framleiðir og selur Spuma. Heitið Spuma er komið úr latínu og þýðir froða. Eyðing gróðursins byggir á hita en unnið er með 95 – 98 gráðu heitt vatn, ekki ósvipað þeirri aðferð að sem margir nota heima í sínum garði þegar þeir sjóða vatn og hella yfir óæskilegar plöntur. Eftir því sem hitinn er meiri og varir lengur nær eyðingarmátturinn neðar í rótina. Til að halda hitanum lengur á plöntunum kemur froðan yfir til einangrunar, en hún er búin til úr afurðum maíss og kókospálma. Stig segir að vegfarendur spyrji oft hvort hundum stafi hætta af froðunni, en svo er ekki. Um er að ræða umhverfisvænt efni. Froðan hverfi á 25 – 30 mínútum og hafi ekki áhrif hvorki áhrif á dýr, yfirborð gangstétta né heldur á bíla, reiðhjól eða strætóskýli. Eyðingarmátturinn er ekki í froðunni heldur hitanum og hann verkar á gróðurinn sem uppræta á. Eins og gefur að skilja dregur úr hitaeinangrun froðunnar í sterkum vindi og rigningu. Þeir sem stjórna umhirðu borgarlandsins telja mikinn hag af þessari nýju aðferð. Atli Marel Vokes, deildarstjóri á hverfastöð umhverfis- og skipulagssviðs segir að í stað þess að vera með fjórtán manna flokk í að kraka í burt gróður á milli hella verði tveir sérþjálfaðir menn á bíl með dælubúnaði í þessum verkefnum. Benedikt Birgisson, Stefán Þorvaldsson og Orri Hilmarsson hjá Reykjavíkurborg og Arnar E. Ragnarsson frá Vegagerðinni fengu fræðslu og þjálfun í notkun búnaðarins,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Starfsmenn Reykjavíkurborgar munu í sumar beita nýrri aðferð við að uppræta gróður milli gangstéttarhella og við vegkanta. Notast er við hitadælur og einangrandi froðu. Í tilkynningu frá borginni segir að aðferðin hafi verið notuð í tíu ár í Danmörku með góðum árangri. Efni sem notuð eru í froðuna eru úr maís og kókos, eru umhverfisvæn og hafa fengið jákvæða umsögn Umhverfisstofnunar. „Starfsmenn Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar hafa sótt námskeið í notkun búnaðarins hjá Stig Nielsen sérfræðingi hjá NCC Roads sem starfar á norðurlöndum, en fyrirtækið framleiðir og selur Spuma. Heitið Spuma er komið úr latínu og þýðir froða. Eyðing gróðursins byggir á hita en unnið er með 95 – 98 gráðu heitt vatn, ekki ósvipað þeirri aðferð að sem margir nota heima í sínum garði þegar þeir sjóða vatn og hella yfir óæskilegar plöntur. Eftir því sem hitinn er meiri og varir lengur nær eyðingarmátturinn neðar í rótina. Til að halda hitanum lengur á plöntunum kemur froðan yfir til einangrunar, en hún er búin til úr afurðum maíss og kókospálma. Stig segir að vegfarendur spyrji oft hvort hundum stafi hætta af froðunni, en svo er ekki. Um er að ræða umhverfisvænt efni. Froðan hverfi á 25 – 30 mínútum og hafi ekki áhrif hvorki áhrif á dýr, yfirborð gangstétta né heldur á bíla, reiðhjól eða strætóskýli. Eyðingarmátturinn er ekki í froðunni heldur hitanum og hann verkar á gróðurinn sem uppræta á. Eins og gefur að skilja dregur úr hitaeinangrun froðunnar í sterkum vindi og rigningu. Þeir sem stjórna umhirðu borgarlandsins telja mikinn hag af þessari nýju aðferð. Atli Marel Vokes, deildarstjóri á hverfastöð umhverfis- og skipulagssviðs segir að í stað þess að vera með fjórtán manna flokk í að kraka í burt gróður á milli hella verði tveir sérþjálfaðir menn á bíl með dælubúnaði í þessum verkefnum. Benedikt Birgisson, Stefán Þorvaldsson og Orri Hilmarsson hjá Reykjavíkurborg og Arnar E. Ragnarsson frá Vegagerðinni fengu fræðslu og þjálfun í notkun búnaðarins,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira