Bandaríska rokkhljómsveitin Kings of Leon er á leiðinni til landsins. Sveitin kemur fram á risatónleikum í nýju Höllinni fimmtudaginn 13. ágúst næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem sveitin heimsækir landið.
Miðasala á tónleikana hefst þriðjudaginn 16. júní kl. 10 á Tix.is og verða 10.000 miðar í boði. Forsölur WOW air, Pepsi Max og Senu hefjast daginn áður, eða mánudaginn 15. jún kl. 10. Takmarkað magn miða verður í boði í forsölunum. Þær verða kynntar sérstaklega strax eftir helgi.
Um þrjú verðsvæði verður að ræða og er verðið sem hér segir:
Golden Circle: 24.990 kr.
A svæði: 19.990 kr.
B svæði: 14.990 kr.
Golden Circle er afmarkað svæði næst sviðinu og í það svæði verður mjög takmarkað magn miða í boði. A svæði er fremri hluti salarins og B svæði er aftari hluti salarins. Öll svæðin eru eingöngu standandi; engin sæti eru í boði.
Af gefnu tilefni skal það tekið fram að það er enginn möguleiki á bæta við aukatónleikum.
Tíu þúsund miðar í boði á Kings of Leon: Miðasalan hefst 16. júní

Tengdar fréttir

Kings of Leon halda tónleika í Höllinni
Tónleikarnir fara fram 13. ágúst.

Skyldi Lily Aldridge koma með?
Ofurfyrirsætan er gift söngvara Kings of Leon