Lífið

Tíu þúsund miðar í boði á Kings of Leon: Miðasalan hefst 16. júní

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kings Of Leon voru léttir við gerð nýju plötunnar
Kings Of Leon voru léttir við gerð nýju plötunnar
Bandaríska rokkhljómsveitin Kings of Leon er á leiðinni til landsins. Sveitin kemur fram á risatónleikum í nýju Höllinni fimmtudaginn 13. ágúst næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem sveitin heimsækir landið.

Miðasala á tónleikana hefst þriðjudaginn 16. júní kl. 10 á Tix.is og verða 10.000 miðar í boði. Forsölur WOW air, Pepsi Max og Senu hefjast daginn áður, eða mánudaginn 15. jún kl. 10. Takmarkað magn miða verður í boði í forsölunum. Þær verða kynntar sérstaklega strax eftir helgi.

Um þrjú verðsvæði verður að ræða og er verðið sem hér segir:

Golden Circle:    24.990 kr.

A svæði:             19.990 kr.

B svæði:             14.990 kr.

Golden Circle er afmarkað svæði næst sviðinu og í það svæði verður mjög takmarkað magn miða í boði. A svæði er fremri hluti salarins og B svæði er aftari hluti salarins. Öll svæðin eru eingöngu standandi; engin sæti eru í boði.

Af gefnu tilefni skal það tekið fram að það er enginn möguleiki á bæta við aukatónleikum. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.