Ánægð með afstöðu Ólafar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Harriet Cardew fékk breskt bráðabirgðavegabréf svo hún gæti farið til útlanda, en hún er með tvöfaldan ríkisborgararétt. vísir/valli „Þetta eru náttúrulega mjög góðar fréttir. Ég tek þessu fagnandi og það væri mjög gaman ef þetta gengi eftir,“ segir Kristín Cardew um fréttir af því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra vilji afnema mannanafnalög. Ólöf sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær að frumvarp væri í smíðum í ráðuneyti hennar sem þó myndi líklega ekki ganga svo langt. Kristín er móðir Harrietar og Duncans Cardew en þau eru skráð stúlka og drengur í þjóðskrá þar sem nöfn þeirra fást ekki samþykkt. Harriet var synjað síðasta sumar um vegabréf sökum nafnsins og varð það til þess að fjölskyldan kærði úrskurðinn til innanríkisráðuneytisins. Ekki er búið að afgreiða kæruna.Kristín Cardew„Það er ótrúlegt að hægt sé að synja íslenskum ríkisborgurum um vegabréf,“ sagði Kristín við blaðamann Vísis í apríl síðastliðnum. „Hún ætlar að leggja fram frumvarp í haust þannig að það er eftir að sjá hvað gerist. Það þarf að samþykkja frumvarpið svo eitthvað breytist. Nú er bara að bíða og vona en við náttúrulega erum enn með kæru inni út af Harriet og ég reikna með að við tölum við Ragnar [Aðalsteinsson, lögmann fjölskyldunnar] í haust og skoðum stöðuna,“ segir Kristín nú.Ólöf Nordal„Þetta snýst líka um rétt barns til að hafa skilríki eða vegabréf þannig að ef þetta dregst þá höldum við okkar striki. En mér finnst þetta góðar fréttir og frábært hjá Ólöfu að taka af skarið,“ segir Kristín. Ólöf gaf lítið fyrir þau rök að foreldrar gætu misnotað vald sitt ef mannanafnalög væru afnumin í viðtalinu í gær. Hún spurði hvort foreldrum ætti ekki að vera treystandi til að ala upp börn sín og hafa hag þeirra að leiðarljósi. Þar að auki tók Ólöf fram að í nágrannalöndunum væri sambærilega löggjöf ekki að finna. „Rótin hjá okkur er að vernda íslenska tungu enda erum við svo lítið málsvæði. Mér finnst að við eigum að gera það. En mannanöfn eru kannski ekki lykilatriði,“ sagði Ólöf. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Þetta eru náttúrulega mjög góðar fréttir. Ég tek þessu fagnandi og það væri mjög gaman ef þetta gengi eftir,“ segir Kristín Cardew um fréttir af því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra vilji afnema mannanafnalög. Ólöf sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær að frumvarp væri í smíðum í ráðuneyti hennar sem þó myndi líklega ekki ganga svo langt. Kristín er móðir Harrietar og Duncans Cardew en þau eru skráð stúlka og drengur í þjóðskrá þar sem nöfn þeirra fást ekki samþykkt. Harriet var synjað síðasta sumar um vegabréf sökum nafnsins og varð það til þess að fjölskyldan kærði úrskurðinn til innanríkisráðuneytisins. Ekki er búið að afgreiða kæruna.Kristín Cardew„Það er ótrúlegt að hægt sé að synja íslenskum ríkisborgurum um vegabréf,“ sagði Kristín við blaðamann Vísis í apríl síðastliðnum. „Hún ætlar að leggja fram frumvarp í haust þannig að það er eftir að sjá hvað gerist. Það þarf að samþykkja frumvarpið svo eitthvað breytist. Nú er bara að bíða og vona en við náttúrulega erum enn með kæru inni út af Harriet og ég reikna með að við tölum við Ragnar [Aðalsteinsson, lögmann fjölskyldunnar] í haust og skoðum stöðuna,“ segir Kristín nú.Ólöf Nordal„Þetta snýst líka um rétt barns til að hafa skilríki eða vegabréf þannig að ef þetta dregst þá höldum við okkar striki. En mér finnst þetta góðar fréttir og frábært hjá Ólöfu að taka af skarið,“ segir Kristín. Ólöf gaf lítið fyrir þau rök að foreldrar gætu misnotað vald sitt ef mannanafnalög væru afnumin í viðtalinu í gær. Hún spurði hvort foreldrum ætti ekki að vera treystandi til að ala upp börn sín og hafa hag þeirra að leiðarljósi. Þar að auki tók Ólöf fram að í nágrannalöndunum væri sambærilega löggjöf ekki að finna. „Rótin hjá okkur er að vernda íslenska tungu enda erum við svo lítið málsvæði. Mér finnst að við eigum að gera það. En mannanöfn eru kannski ekki lykilatriði,“ sagði Ólöf.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira