Jóhann Árni: Ég er af gamla skólanum - tölfræðin skiptir mig engu máli Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2015 21:23 Jóhann Árni Ólafsson. Vísir/Ernir Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var grátlega nálægt þrennu í kvöld þegar Grindvíkingar pökkuðu ÍR saman í Seljaskóla. Hann hefði þá getað náð í þriðju þrennu Grindvíkinga í röð, en Jón Axel Guðmundsson byrjaði tímabilið á tveimur í fyrstu tveimur leikjunum. "Ég er af gamla skólanum. Ég er ekki að skoða tölfræðiblöðin á meðan leik stendur og veit ekki einu sinni hvernig tölfræðin er núna. Segðu mér bara hversu nálægt ég var," sagði Jóhann Árni við Vísi eftir leik og fékk að vita frá blaðamanni að hann vantaði tvö fráköst í þrennuna. "Allt í lagi. Þetta skiptir mig engu máli. Leyfum Jóni Axel að vera á veggnum [í Dominos-Körfuboltakvöldi] enda ekkert út á það að setja. Sigrarnir skipta mig mestu máli, eins og Jón Axel, en mér er slétt sama um tölfræðina." Jóhann Árni var mjög ánægður með frammistöðu Grindavíkurliðsins í kvöld. Honum fannst mikil þroskamerki í sóknarleiknum. "Við vorum að hitta rosalega vel og gefa upp góð skot fyrir frábær skot sem er gríðarlegt þroskamerki, sérstaklega hjá ungu strákunum. Ef við spilum svona er ég virkilega, virkilega spenntur fyrir tímabilinu," sagði Jóhann Árni, en hversu langt getur þetta lið náð þegar það fær loksins Bandaríkjamann? "Ég er mjög jarðbundinn. Við erum að spila við lið sem er spáð neðar heldur en við. En við erum að afgreiða þau Kanalaus. Ég hef verið í Njarðvíkurliði þar sem við vorum með tíu sigra af ellefu fyrir áramót, Kanalausir. Svo kom Kani og allt fór í rugl." "Kanaígildi er ekkert alltaf það besta, en ef við ætlum okkur langt í deildinni þurfum við Kana og það góðan sem passar inn í þetta. Með Kana sem passar inn í þetta verðum við sterkir og getum náð markmiðum okkar," sagði Jóhann Árni Ólafsson. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var grátlega nálægt þrennu í kvöld þegar Grindvíkingar pökkuðu ÍR saman í Seljaskóla. Hann hefði þá getað náð í þriðju þrennu Grindvíkinga í röð, en Jón Axel Guðmundsson byrjaði tímabilið á tveimur í fyrstu tveimur leikjunum. "Ég er af gamla skólanum. Ég er ekki að skoða tölfræðiblöðin á meðan leik stendur og veit ekki einu sinni hvernig tölfræðin er núna. Segðu mér bara hversu nálægt ég var," sagði Jóhann Árni við Vísi eftir leik og fékk að vita frá blaðamanni að hann vantaði tvö fráköst í þrennuna. "Allt í lagi. Þetta skiptir mig engu máli. Leyfum Jóni Axel að vera á veggnum [í Dominos-Körfuboltakvöldi] enda ekkert út á það að setja. Sigrarnir skipta mig mestu máli, eins og Jón Axel, en mér er slétt sama um tölfræðina." Jóhann Árni var mjög ánægður með frammistöðu Grindavíkurliðsins í kvöld. Honum fannst mikil þroskamerki í sóknarleiknum. "Við vorum að hitta rosalega vel og gefa upp góð skot fyrir frábær skot sem er gríðarlegt þroskamerki, sérstaklega hjá ungu strákunum. Ef við spilum svona er ég virkilega, virkilega spenntur fyrir tímabilinu," sagði Jóhann Árni, en hversu langt getur þetta lið náð þegar það fær loksins Bandaríkjamann? "Ég er mjög jarðbundinn. Við erum að spila við lið sem er spáð neðar heldur en við. En við erum að afgreiða þau Kanalaus. Ég hef verið í Njarðvíkurliði þar sem við vorum með tíu sigra af ellefu fyrir áramót, Kanalausir. Svo kom Kani og allt fór í rugl." "Kanaígildi er ekkert alltaf það besta, en ef við ætlum okkur langt í deildinni þurfum við Kana og það góðan sem passar inn í þetta. Með Kana sem passar inn í þetta verðum við sterkir og getum náð markmiðum okkar," sagði Jóhann Árni Ólafsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira