Samningur við besta spítala Bandaríkjanna Nadine Yaghi skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Leikurinn Sidekick er einföld leikjavædd lausn sem gerir heilsueflingu aðgengilega til að ná fram varanlegum lífsstílsbreytingum. Visir/Anton Brink „Mér fannst vanta nýjar leiðir til þess að fyrirbyggja lífsstílstengda sjúkdóma áður en skaðinn er skeður,“ segir Tryggvi Þorgeirsson læknir, lýðheilsufræðingur og einn stofnandi íslensk-sænska fyrirtækisins Sidekick Health. Á dögunum gerði Massachussetts General-spítalinn í Boston samning við fyrirtækið um að nota heilsueflandi leik fyrirtækisins, Sidekick, til rannsóknar á lífsstílsinngripi fyrir sjúklinga sína. Þá er fyrirtækið einnig í samstafi við sérfræðinga í háskólunum MIT og Harvard í Boston. „Spítalinn hefur margoft verið valinn besti spítali Bandaríkjanna og því er það mikill heiður fyrir starfsfólk Sidekick að hafa verið valið til þessa verks,“ segir Tryggvi og útskýrir að um ræði leikjavædda heilsueflingu sem fólk geti hlaðið niður á síma og spjaldtölvur. Tryggvi útskýrir að Sidekick sé einföld leikjavædd lausn sem gerir heilsueflingu skemmtilega og aðgengilega til að ná fram varanleagum lífsstílsbreytingum. „Langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar, svo sem áunnin sykursýki og hjarta-og æðasjúkdómar, valda 86 prósentum af dauðsföllum í Evrópu. Langstærsti útgjaldaliðurinn hjá heilbrigðiskerfinu í dag fer í að bregðast við vandanum eftir að skaðinn er skeður og er þessi lausn sett fram til þess að fyrirbyggja sjúkdómana áður.“ Þá segir Tryggvi að aðferðafræði Sidekick-lausnarinnar byggist á sterkum vísindagrunni. „Til dæmis eru þrjár doktorsrannsóknir í gangi núna í tengslum við lausnina. Rannsóknirnar eru í samstarfi við aðila frá Háskóla Íslands, Landspítalanum, Karolinska Institutet í Stokkhólmi, Harvard og MIT.“ Hann segir lausnina einnig nýtast fyrirtækjum sem vilji bæta heilsu starfsmanna sinna. Starfsmenn fá þá aðgang að snjallsímalausn Sidekick sem meðal annars inniheldur heilsutengda leiki og keppni milli starfsmanna. Sæmundur Oddsson læknir er annar stofnandi Sidekick ásamt Tryggva, en fyrirtækið var stofnað árið 2013. „Sæmundur var þá læknir í Svíþjóð á einu stærsta sjúkrahúsi í Evrópu og fann fyrir því hve mikið vantaði lausnir til að fyrirbyggja og meðhöndla lífsstílstengda kvilla.“ Hjá fyrirtækinu starfa ellefu manns, meðal annars læknar, sálfræðingur, lýðheilsufræðingur, verkfræðingar og forritarar. „Þetta er ótrúlega öflugt teymi og þess vegna höfum við náð svona langt.“ Sidekick hefur þegar fengið fjármögnun upp á nokkur hundruð milljónir króna í gegnum erlenda fjárfestingu og styrki, meðal annars frá Tækniþróunarsjóði. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
„Mér fannst vanta nýjar leiðir til þess að fyrirbyggja lífsstílstengda sjúkdóma áður en skaðinn er skeður,“ segir Tryggvi Þorgeirsson læknir, lýðheilsufræðingur og einn stofnandi íslensk-sænska fyrirtækisins Sidekick Health. Á dögunum gerði Massachussetts General-spítalinn í Boston samning við fyrirtækið um að nota heilsueflandi leik fyrirtækisins, Sidekick, til rannsóknar á lífsstílsinngripi fyrir sjúklinga sína. Þá er fyrirtækið einnig í samstafi við sérfræðinga í háskólunum MIT og Harvard í Boston. „Spítalinn hefur margoft verið valinn besti spítali Bandaríkjanna og því er það mikill heiður fyrir starfsfólk Sidekick að hafa verið valið til þessa verks,“ segir Tryggvi og útskýrir að um ræði leikjavædda heilsueflingu sem fólk geti hlaðið niður á síma og spjaldtölvur. Tryggvi útskýrir að Sidekick sé einföld leikjavædd lausn sem gerir heilsueflingu skemmtilega og aðgengilega til að ná fram varanleagum lífsstílsbreytingum. „Langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar, svo sem áunnin sykursýki og hjarta-og æðasjúkdómar, valda 86 prósentum af dauðsföllum í Evrópu. Langstærsti útgjaldaliðurinn hjá heilbrigðiskerfinu í dag fer í að bregðast við vandanum eftir að skaðinn er skeður og er þessi lausn sett fram til þess að fyrirbyggja sjúkdómana áður.“ Þá segir Tryggvi að aðferðafræði Sidekick-lausnarinnar byggist á sterkum vísindagrunni. „Til dæmis eru þrjár doktorsrannsóknir í gangi núna í tengslum við lausnina. Rannsóknirnar eru í samstarfi við aðila frá Háskóla Íslands, Landspítalanum, Karolinska Institutet í Stokkhólmi, Harvard og MIT.“ Hann segir lausnina einnig nýtast fyrirtækjum sem vilji bæta heilsu starfsmanna sinna. Starfsmenn fá þá aðgang að snjallsímalausn Sidekick sem meðal annars inniheldur heilsutengda leiki og keppni milli starfsmanna. Sæmundur Oddsson læknir er annar stofnandi Sidekick ásamt Tryggva, en fyrirtækið var stofnað árið 2013. „Sæmundur var þá læknir í Svíþjóð á einu stærsta sjúkrahúsi í Evrópu og fann fyrir því hve mikið vantaði lausnir til að fyrirbyggja og meðhöndla lífsstílstengda kvilla.“ Hjá fyrirtækinu starfa ellefu manns, meðal annars læknar, sálfræðingur, lýðheilsufræðingur, verkfræðingar og forritarar. „Þetta er ótrúlega öflugt teymi og þess vegna höfum við náð svona langt.“ Sidekick hefur þegar fengið fjármögnun upp á nokkur hundruð milljónir króna í gegnum erlenda fjárfestingu og styrki, meðal annars frá Tækniþróunarsjóði.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira