Hörður Axel: Við erum ekki í túristaferð í Berlín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2015 14:59 Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði níu stig í dag. vísir/valli Hörður Axel Vilhjálmsson átti fínan leik gegn Serbíu með Íslandi á EM 2015 í körfubolta í dag. Hann skoraði níu stig á 18 mínútum en það dugði ekki til. „Þetta er eitt af þremur bestu liðum heims. En við héldum áfram að berjast sama hvað gerðist og fyrir það viljum við standa,“ sagði Hörður Axel við Vísi eftir leikinn í Berlín. Íslenska liðið var virkilega gott í fyrri hálfleik en eftir 20 mínútur munaði aðeins tíu stigum á liðunum. „Við erum ánægðir með það, en ef skotin hefðu dottið í fyrri hálfleik hefði leikurinn getað breyst. En þeir nýttu sér stærðarmuninn og er í raun fyrsta liðið sem nær að gera það almennilega. Þetta var erfitt í dag,“ sagði Hörður Axel. „Við erum búnir að stríða tveimur liðum hingað til þó það hafi ekki gengið í dag. Fyrri hálfleikurinn var samt frábær. Ef við hefðum hitt á venjulegan dag hvað varðar skotin hefði þetta verið enn jafnari leikur.“ „Við getum gengið stoltir frá þessum leik þó það sé skrítið að segja það eftir að tapa með 30 stigum. Serbar eru bara það góðir.“ Næst mætir íslenska liðið stjörnum prýddu liði Spánar á morgun. Þar ætla strákarnir okkar áfram að berjast fyrir sínu. „Nú er bara áfram gakk. Við gleymum þessum leik. Við förum upp á hótel og slökum á. Spánn er eins og Serbía með frábært lið. Við höldum bara áfram að berjast og sjáum hvernig þeir mæta okkur,“ sagði Hörður. „Ég held við séum búnir að sýna öllum að við erum með alvöru lið. Við erum ekki í neinni túristaferð í Berlín. Við erum sáttir með það sem við höfum gert en við ætlum okkur að vinna leik hérna,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. 8. september 2015 14:15 Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar Íslenska karlalandsliðið í körfubolta stóð lengi vel í einu allra besta liði heims. 8. september 2015 14:48 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson átti fínan leik gegn Serbíu með Íslandi á EM 2015 í körfubolta í dag. Hann skoraði níu stig á 18 mínútum en það dugði ekki til. „Þetta er eitt af þremur bestu liðum heims. En við héldum áfram að berjast sama hvað gerðist og fyrir það viljum við standa,“ sagði Hörður Axel við Vísi eftir leikinn í Berlín. Íslenska liðið var virkilega gott í fyrri hálfleik en eftir 20 mínútur munaði aðeins tíu stigum á liðunum. „Við erum ánægðir með það, en ef skotin hefðu dottið í fyrri hálfleik hefði leikurinn getað breyst. En þeir nýttu sér stærðarmuninn og er í raun fyrsta liðið sem nær að gera það almennilega. Þetta var erfitt í dag,“ sagði Hörður Axel. „Við erum búnir að stríða tveimur liðum hingað til þó það hafi ekki gengið í dag. Fyrri hálfleikurinn var samt frábær. Ef við hefðum hitt á venjulegan dag hvað varðar skotin hefði þetta verið enn jafnari leikur.“ „Við getum gengið stoltir frá þessum leik þó það sé skrítið að segja það eftir að tapa með 30 stigum. Serbar eru bara það góðir.“ Næst mætir íslenska liðið stjörnum prýddu liði Spánar á morgun. Þar ætla strákarnir okkar áfram að berjast fyrir sínu. „Nú er bara áfram gakk. Við gleymum þessum leik. Við förum upp á hótel og slökum á. Spánn er eins og Serbía með frábært lið. Við höldum bara áfram að berjast og sjáum hvernig þeir mæta okkur,“ sagði Hörður. „Ég held við séum búnir að sýna öllum að við erum með alvöru lið. Við erum ekki í neinni túristaferð í Berlín. Við erum sáttir með það sem við höfum gert en við ætlum okkur að vinna leik hérna,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. 8. september 2015 14:15 Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar Íslenska karlalandsliðið í körfubolta stóð lengi vel í einu allra besta liði heims. 8. september 2015 14:48 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. 8. september 2015 14:15
Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar Íslenska karlalandsliðið í körfubolta stóð lengi vel í einu allra besta liði heims. 8. september 2015 14:48