Rapparinn Busta Rhymes hefur verið ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa ráðist á starfsmann líkamsræktarstöðvar í New York.
Rhymes heitir réttur nafni Trevor Tahiem Smith Jr og var handtekinn í gærkvöldi en hann mun hafa hent próteinbrúsa í höfuð starfsmannsins, en þetta hermar heimildir AP fréttastofunnar.
Rapparinn er 43 ára og hélt til að mynda magnaða tónleika á Secret Solstice tónlistahátíðinni í Laugardalnum í sumar.
Rhymes kærður fyrir líkamsárás | Henti próteinbrúsa í höfuðið á starfsmanni líkamsræktarstöðvar

Tengdar fréttir

250 þúsund sinnum horft á Gísla Pálma kýla Bam Margera
Blaðamaður Vice segir Reykjavík lítinn bæ þar sem maður geti drukkið við hlið þekktra tónlistarmanna á skemmtistöðum bæjarins og "svo gott sem kysst börnin hennar Bjarkar góða nótt.“

Myndasafn: Laugardagur á Secret Solstice
Veðrið lék við gesti tónlistarhátíðarinnar í gærkvöld.

Leynigestur Secret Solstice: Busta Rhymes stígur á stokk í kvöld
Rapparinn heimsfrægi mun fagna sólstöðum með gestum Laugardalsins á aðalsviði hátíðarinnar klukkan 19:30

Hver verður leynigesturinn á Secret Solstice?
Gísli Pálmi spilar sama kvöld og verður með nýjungar á sviðinu. Hann neitar að gefa upp hvaða rappgoðsögn sé á leið til landsins. En staðfestir að þetta sé "legend".

Telur Secret Solstice geta orðið risastóra
Hátíðin fær góða umfjöllun í The Huffington Post. GusGus og Mána Orrasyni er sérstaklega hrósað.