Innlent

Sló mann sem tróð sér framar í leigubílaröðinni

Atli Ísleifsson skrifar
Sá sem fyrir högginu varð var að troðast fram fyrir í röð fyrir leigubíla.
Sá sem fyrir högginu varð var að troðast fram fyrir í röð fyrir leigubíla. Vísir/E.Ól.
Karlmaður á fimmtugsaldri var sleginn hnefahöggi í andlitið í Lækjargötu í Reykjavík skömmu eftir klukkan eitt í nótt.

„Málsatvik voru þau að sá sem fyrir högginu varð var að troðast fram fyrir í röð fyrir leigubíla.

Sá sem troðist var fram fyrir, karl á fimmtugsaldri, missti þolinmæðina og kýldi þann sem var að troðast í röðinni. Ekki eru upplýsingar um meiðsl.

Árásaraðilinn gaf greinagóða lýsingu á því sem þarna hafði gerst og fór frjáls ferða sinna eftir að hafa gefið lögreglu upplýsingar,“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×