Innlent

Farþegar ósáttir við hækkun á fargjöldum Strætó

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Strætó mun um næstu mánaðarmót hækka verð á fargjöldum umtalsvert, eða um tæplega fimmtán prósent. jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó segir hækkanirnar nauðsynlegar þrátt fyrir lækkandi olíuverð. Kaup á olíu sé aðeins lítill hluti kostnaðar hjá Strætó og aðrir þættir vegi þyngra.

Ný gjaldskrá Strætó var samþykkt af stjórn Strætó á fundi í dag. Gjaldskrárhækkunin tekur gildi fyrsta mars næstkomandi og munu tímabilskort, farmiðar og stök fargjöld þá hækka í verði. Stakt fargjald mun hækka úr 350 krónum 400 eða um 14 prósent, en fargjöld fyrir aldraða og öryrkja hækka um 4 prósent.

Verð á strætóferðum hefur ekki verið hækkað frá 2012, og segir Jóhannes segir hækkunina löngu tímabæra. Þó segir hann að til að koma til móts við barnafjölskyldur verði tekin upp ný nemakort fyrir 6 til 12 ára og 12 til 18 ára. 

Farþegarnir sjálfir virðast ekki vera sáttir við yfirvofandi hækkanir ef marka má þá sem fréttastofa ræddi við í dag og sjást í myndskeiðinu hér að ofan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×