Innlent

Lögreglan á Suðurnesjum leitar skemmdarvarga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir upplýsingum.
Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir upplýsingum. Vísir/pjetur
Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir upplýsingum um skemmdarverk á bifreiðum sem framin hafa verið á undanförnum dögum.

Sex bifreiðir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hafa orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum um og fyrir helgi. Síðastliðið föstudagskvöld var tilkynnt um þrjár skemmdar bifreiðir og aðrar þrjár um helgina. Segir í tilkynningu frá lögregluni að margt bendi til þess að grjóthnullungar hafi verið notaðir í þeim tilgangi. Lögreglan rannsakar málið og leikur grunur á um að sami aðili eða aðilar hafi verið að verki í öllum tilvikum.

Þeir sem hafa orðið varir við umrædd skemmdarverk á bifreiðum sem staðsettar voru við Bolafót nr. 11 og 15 í Njarðvík eru beðnir að hafa samband í síma 444-2200.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×