Fangelsisdómur staðfestur vegna 45 þúsund barnaklámsmynda Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. nóvember 2015 16:49 Sumt af efninu talið vera „af grófasta tagi“, eins og dómurinn kemst að orði. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest dóm yfir Jóni Sverri Bragasyni fyrir að hafa í vörslum sínum rúmlega 45 þúsund barnaklámsmyndir og 155 hreyfimyndir af sama toga. Fyrir héraðsdómi hafði hann verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi. Var hann einnig dæmdur fyrir að hafa í vörslum sínum óskráðan loftriffil.Áður gripinn með barnaklám Við ákvörðun refsingar var horft til þess að hann braut skilorð með broti sínu vegna dóms sem hann hlaut fyrir samskonar brot áður. Þá var sumt af efninu talið vera „af grófasta tagi“, eins og dómurinn kemst að orði. Jón Sverrir áfrýjaði málinu til hæstaréttar; meðal annars vegna þess að deilt væri um hvernig barnaklámsefnið komst í tölvur og gagnabúnað hans.Kannaðist ekki við efnið Í skýrslutöku hjá lögreglu bar hann því við að aðrir hefðu aðgang að tölvunni hans og að hann hefði keypt notaða minnislykla í Kína, sem hefðu getað innihaldið barnaklámefnið þegar hann keypti þá. Þá vildi hann einnig fá sérfróða meðdómsmenn til að fjalla um málið til að meta hvað leitt hefði verið í ljós með tölvurannsóknum hjá lögreglu. Efnið fannst við komu hans til Íslands 1. ágúst á síðasta ári og við leit á dvalarstað hans hér á landi 19. sama mánuð. Efnið fannst á fjórum tölvum, þremur USB-lyklum og þremur hörðum diskum. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm yfir Jóni Sverri Bragasyni fyrir að hafa í vörslum sínum rúmlega 45 þúsund barnaklámsmyndir og 155 hreyfimyndir af sama toga. Fyrir héraðsdómi hafði hann verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi. Var hann einnig dæmdur fyrir að hafa í vörslum sínum óskráðan loftriffil.Áður gripinn með barnaklám Við ákvörðun refsingar var horft til þess að hann braut skilorð með broti sínu vegna dóms sem hann hlaut fyrir samskonar brot áður. Þá var sumt af efninu talið vera „af grófasta tagi“, eins og dómurinn kemst að orði. Jón Sverrir áfrýjaði málinu til hæstaréttar; meðal annars vegna þess að deilt væri um hvernig barnaklámsefnið komst í tölvur og gagnabúnað hans.Kannaðist ekki við efnið Í skýrslutöku hjá lögreglu bar hann því við að aðrir hefðu aðgang að tölvunni hans og að hann hefði keypt notaða minnislykla í Kína, sem hefðu getað innihaldið barnaklámefnið þegar hann keypti þá. Þá vildi hann einnig fá sérfróða meðdómsmenn til að fjalla um málið til að meta hvað leitt hefði verið í ljós með tölvurannsóknum hjá lögreglu. Efnið fannst við komu hans til Íslands 1. ágúst á síðasta ári og við leit á dvalarstað hans hér á landi 19. sama mánuð. Efnið fannst á fjórum tölvum, þremur USB-lyklum og þremur hörðum diskum.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira