Tímamót á fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2015 20:07 Söguleg tímamót gætu orðið á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík á morgun þegar ályktun um málefni Palestínu og Ísraels kemur til atkvæða. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru einhuga um að efla samstarf Norðurlandanna og auðvelda borgurum þeirra að flytjast á milli landanna án kerfislegra hindrana. Tillaga um að Norðurlöndin beiti sér sameiginlega í deilum Ísraels og Palestínumanna lætur ekki mikið yfir sér en hefur nú þegar kallað á viðbrögð Ísraelsmanna. En það er tiltölulega nýtt að Norðurlandaráð fjalli um utanríkismál. Upprunalega lögðu vinstriflokkarnir í Norðurlandaráði fram tillögu í þessa átt á þingi þess í fyrra. En eftir nokkrar umræður var tillagan sameinuð breytingartillögum frá sósíaldemókrötum og Höskuldi Þórhallssyni fyrir hönd hluta miðflokkanna. Íhaldsflokkarnir vildu hins vegar vísa tillögunni frá. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna telur nokkra möguleika á að tillagan verði samþykkt á þinginu á morgun. „Vegferð þessarar tillögu í gegnum Norðurlandaráð og þessi vinna er áhugaverð. Það er í raun og veru verið að skrifa svolítið nýjan kafla í sögu Norðurlandaráðs með því að taka viðkvæmt utanríkispólitískt deilumál af þessu tagi og vinna með það í stað þess að henda því út eins og ýmsir reyndar vildu,“ segir Steingrímur. Það yrðu því nokkur tímamót í sögu Norðurlandaráðs verði tillagan samþykkt. Forsætisráðherrar Norðurlandanna lögðu allir áherslu á mikilvægi norðurlandasamstarfsins og styrkingu þess í fyrirspurnatíma í dag. Mikil áhersla er lögð á að eyða ýmsum kerfislegum hindrunum fyrir því að íbúar landanna flytjist á milli þeirra bæði til náms og vinnu og svo aftur til heimalanda sinna, án þess að réttindi skerðist. Steingrímur telur ekki hættu á að samskipti Norðurlandanna við Ísrael spillist verði tillagan samþykkt en Ísraelar hafa nú þegar lýst óánægju sinni með t.d. umdeilda samþykkt í borgarstjórn og ályktun á nýliðnum landsfundi Vinstri grænna. „Ísraelar fylgjast með öllu og bregðast hart við ef þeim finnst eitthvað stugga við sér. En er það nú ekki veruleikinn að það er það sem þarf? Að gera Ísraelsmönnum það ljóst að þeir geta ekki endalaust í krafti hervalds eyðilagt allar tilraunir til að ná þarna friði og byggja á afdráttarlausum samþykktum Sameinuðu þjóðanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Tengdar fréttir Dagur Kári hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Benedikt Erlingsson afhenti honum verðlaunin. 27. október 2015 19:58 Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Utanríkismál skipa sífellt stærri sess á þingum Norðurlandaráðs. Um þúsund þátttakendur væntanlegir til Reykjavíkur. 25. október 2015 21:57 Norðurlandaráðsþing hefst í dag Það er gaman að fá að vera gestgjafi nú þegar þingmenn og ráðherrar Norðurlanda streyma til landsins á árlegan þingfund Norðurlandaráðs sem hefst í Reykjavík í dag. Þing Norðurlandaráðs er haldið til skiptis í aðildarlöndunum fimm og er eins konar uppskeruhátíð norræns samstarfs. 27. október 2015 07:00 Leiðtogar Norðurlandanna allir í Reykjavík Þing Norðurlandaráðs sett í Hörpu í dag. Forsætisráðherrar Norðurlandanna sitja fyrir svörum þingfulltrúa. David Cameron kemur til landsins á morgun. 27. október 2015 12:45 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Söguleg tímamót gætu orðið á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík á morgun þegar ályktun um málefni Palestínu og Ísraels kemur til atkvæða. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru einhuga um að efla samstarf Norðurlandanna og auðvelda borgurum þeirra að flytjast á milli landanna án kerfislegra hindrana. Tillaga um að Norðurlöndin beiti sér sameiginlega í deilum Ísraels og Palestínumanna lætur ekki mikið yfir sér en hefur nú þegar kallað á viðbrögð Ísraelsmanna. En það er tiltölulega nýtt að Norðurlandaráð fjalli um utanríkismál. Upprunalega lögðu vinstriflokkarnir í Norðurlandaráði fram tillögu í þessa átt á þingi þess í fyrra. En eftir nokkrar umræður var tillagan sameinuð breytingartillögum frá sósíaldemókrötum og Höskuldi Þórhallssyni fyrir hönd hluta miðflokkanna. Íhaldsflokkarnir vildu hins vegar vísa tillögunni frá. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna telur nokkra möguleika á að tillagan verði samþykkt á þinginu á morgun. „Vegferð þessarar tillögu í gegnum Norðurlandaráð og þessi vinna er áhugaverð. Það er í raun og veru verið að skrifa svolítið nýjan kafla í sögu Norðurlandaráðs með því að taka viðkvæmt utanríkispólitískt deilumál af þessu tagi og vinna með það í stað þess að henda því út eins og ýmsir reyndar vildu,“ segir Steingrímur. Það yrðu því nokkur tímamót í sögu Norðurlandaráðs verði tillagan samþykkt. Forsætisráðherrar Norðurlandanna lögðu allir áherslu á mikilvægi norðurlandasamstarfsins og styrkingu þess í fyrirspurnatíma í dag. Mikil áhersla er lögð á að eyða ýmsum kerfislegum hindrunum fyrir því að íbúar landanna flytjist á milli þeirra bæði til náms og vinnu og svo aftur til heimalanda sinna, án þess að réttindi skerðist. Steingrímur telur ekki hættu á að samskipti Norðurlandanna við Ísrael spillist verði tillagan samþykkt en Ísraelar hafa nú þegar lýst óánægju sinni með t.d. umdeilda samþykkt í borgarstjórn og ályktun á nýliðnum landsfundi Vinstri grænna. „Ísraelar fylgjast með öllu og bregðast hart við ef þeim finnst eitthvað stugga við sér. En er það nú ekki veruleikinn að það er það sem þarf? Að gera Ísraelsmönnum það ljóst að þeir geta ekki endalaust í krafti hervalds eyðilagt allar tilraunir til að ná þarna friði og byggja á afdráttarlausum samþykktum Sameinuðu þjóðanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Tengdar fréttir Dagur Kári hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Benedikt Erlingsson afhenti honum verðlaunin. 27. október 2015 19:58 Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Utanríkismál skipa sífellt stærri sess á þingum Norðurlandaráðs. Um þúsund þátttakendur væntanlegir til Reykjavíkur. 25. október 2015 21:57 Norðurlandaráðsþing hefst í dag Það er gaman að fá að vera gestgjafi nú þegar þingmenn og ráðherrar Norðurlanda streyma til landsins á árlegan þingfund Norðurlandaráðs sem hefst í Reykjavík í dag. Þing Norðurlandaráðs er haldið til skiptis í aðildarlöndunum fimm og er eins konar uppskeruhátíð norræns samstarfs. 27. október 2015 07:00 Leiðtogar Norðurlandanna allir í Reykjavík Þing Norðurlandaráðs sett í Hörpu í dag. Forsætisráðherrar Norðurlandanna sitja fyrir svörum þingfulltrúa. David Cameron kemur til landsins á morgun. 27. október 2015 12:45 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Dagur Kári hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Benedikt Erlingsson afhenti honum verðlaunin. 27. október 2015 19:58
Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Utanríkismál skipa sífellt stærri sess á þingum Norðurlandaráðs. Um þúsund þátttakendur væntanlegir til Reykjavíkur. 25. október 2015 21:57
Norðurlandaráðsþing hefst í dag Það er gaman að fá að vera gestgjafi nú þegar þingmenn og ráðherrar Norðurlanda streyma til landsins á árlegan þingfund Norðurlandaráðs sem hefst í Reykjavík í dag. Þing Norðurlandaráðs er haldið til skiptis í aðildarlöndunum fimm og er eins konar uppskeruhátíð norræns samstarfs. 27. október 2015 07:00
Leiðtogar Norðurlandanna allir í Reykjavík Þing Norðurlandaráðs sett í Hörpu í dag. Forsætisráðherrar Norðurlandanna sitja fyrir svörum þingfulltrúa. David Cameron kemur til landsins á morgun. 27. október 2015 12:45
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði