Norðurlandaráðsþing hefst í dag Höskuldur Þórhallsson skrifar 27. október 2015 07:00 Það er gaman að fá að vera gestgjafi nú þegar þingmenn og ráðherrar Norðurlanda streyma til landsins á árlegan þingfund Norðurlandaráðs sem hefst í Reykjavík í dag. Þing Norðurlandaráðs er haldið til skiptis í aðildarlöndunum fimm og er eins konar uppskeruhátíð norræns samstarfs. Hið nána samstarf Norðurlanda innan Norðurlandaráðs er komið á sjötugsaldur og ber aldurinn vel. Það hefur hvorki staðnað né trosnað heldur verið kvikt og í sífelldri þróun. Við á Norðurlöndunum erum svolítið eins og ein fjölskylda. Sameiginleg saga og menning binda saman Norðurlöndin sem hafa á síðustu áratugum orðið samferða í að byggja upp samfélög þar sem grunngildin eru mannréttindi, réttarríki, frelsi, jafnrétti og jöfnuður. Ríkin skora hátt á alþjóðlegum lífsgæðakvörðum og þar er áhersla á einstaklingsfrelsi samfara öflugri velferð. Náið norrænt samstarf hefur staðið af sér umbreytingar í Evrópu og ekki síður hnattvæðinguna. Heimurinn er minni en hann var áður og staðir og þjóðfélög sem eitt sinn þóttu framandi eru orðin aðgengilegri og jafnvel hversdagsleg. Við á Norðurlöndunum berum okkur ekki lengur saman einungis við nágranna okkar í Evrópu heldur allan heiminn.Samstarf fólksins Norrænt samstarf er fyrst og fremst samstarf fólksins. Hlutverk stjórnmálamanna í því er að skapa opinn vettvang fyrir samskipti þjóðanna á sem flestum sviðum. Þrátt fyrir að heimurinn standi Íslendingum opinn sem aldrei fyrr eru það grannþjóðir okkar sem við erum í mestum tengslum við. Íslendingar sækja menntun helst til þeirra og halda ekki síður utan til starfa á Norðurlöndum. Um 24.500 Íslendingar búa nú annars staðar á Norðurlöndum og af um 2.000 lánþegum Lánasjóðs íslenskra námsmanna erlendis eru tæplega 900 þar við nám. Norræna vegabréfasamstarfið, sameiginlegur atvinnu- og menntamarkaður og markvisst starf að því að afnema hvers kyns stjórnsýsluhindranir hefur auðveldað flæði yfir landamæri Norðurlanda og einfaldað flutninga. Einhvern tíma var það að fara til Norðurlanda að halda út í hinn stóra heim. Nú eru Norðurlönd á vissan hátt meira eins og útvíkkaðir heimahagar fyrir okkur Íslendinga. Við erum hluti hinnar norrænu fjölskyldu og í því felst styrkur. Á þingi Norðurlandaráðs næstu þrjá daga verður fjallað um mál sem unnin hafa verið á umliðnum mánuðum jafnt í nefndum þingmanna sem og hópum ráðherra. Þar á meðal verða möguleikar á auknu og nánara samstarfi Norðurlanda, norræn heilsugæsla án stjórnsýsluhindrana, geðheilsa barna og ungmenna, velferðarþjónusta í dreifbýli, sjálfbærni og norrænar vatnsauðlindir, tungumálasamstarf, öflugir og frjálsir fjölmiðlar og umbætur á Norðurlandaráði svo fátt eitt sé nefnt. Á utanríkismálasviðinu verður m.a. fjallað um ástandið í Úkraínu og samskiptin við Rússland, flóttamannastrauminn í Evrópu og viðurkenningu á Palestínu.xxxSamstarfi og árangri fagnað Auk þess að fjalla um málefni líðandi stundar á Norðurlandaþingi er tækifærið notað til að fagna samstarfi og árangri landanna á sviði menningar- og umhverfismála með verðlaunum Norðurlandaráðs. Á sérstakri verðlaunahátíð verða bókmenntaverðlaun, tónlistarverðlaun, kvikmyndaverðlaun, náttúru- og umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun ráðsins afhent. Verðlaunin eiga sinn sterka þátt í því að breiða út norræna listsköpun, jafnt milli Norðurlandanna sem utan þeirra, en norrænar bókmenntir, kvikmyndir og tónlist njóta vinsælda víða um heim. Í tilefni af Norðurlandaráðsþingi hefur sá sem þetta ritar lagt fram tillögu um að koma á norrænum sjónvarpsverðlaunum en norræn dagskrárgerð, einkum á sviði framhaldsþátta, hefur vakið mikla athygli og notið vaxandi útbreiðslu á liðnum árum. Norræn samvinna hefur verið okkur Íslendingum afar mikilvæg og er það enn. Inn á við er grunnur samstarfsins í grasrótinni hjá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum sem eiga margháttuð samskipti sín á milli. Út á við er norræn samstaða brýn á tímum hnattvæðingar og hræringa í ytra umhverfi og það er styrkur af því að standa í hópi Norðurlanda í samfélagi þjóðanna. Á ári mínu sem forseti Norðurlandaráðs hef ég beitt mér fyrir því að gera starfið sýnilegra og hefja umbótastarf innan ráðsins sem mun beinast að því að samstarfið eflist enn og dafni á komandi árum. Undir þeim formerkjum er það því einstaklega ánægjulegt að bjóða norræna frændur okkar velkomna til þinghalds á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gaman að fá að vera gestgjafi nú þegar þingmenn og ráðherrar Norðurlanda streyma til landsins á árlegan þingfund Norðurlandaráðs sem hefst í Reykjavík í dag. Þing Norðurlandaráðs er haldið til skiptis í aðildarlöndunum fimm og er eins konar uppskeruhátíð norræns samstarfs. Hið nána samstarf Norðurlanda innan Norðurlandaráðs er komið á sjötugsaldur og ber aldurinn vel. Það hefur hvorki staðnað né trosnað heldur verið kvikt og í sífelldri þróun. Við á Norðurlöndunum erum svolítið eins og ein fjölskylda. Sameiginleg saga og menning binda saman Norðurlöndin sem hafa á síðustu áratugum orðið samferða í að byggja upp samfélög þar sem grunngildin eru mannréttindi, réttarríki, frelsi, jafnrétti og jöfnuður. Ríkin skora hátt á alþjóðlegum lífsgæðakvörðum og þar er áhersla á einstaklingsfrelsi samfara öflugri velferð. Náið norrænt samstarf hefur staðið af sér umbreytingar í Evrópu og ekki síður hnattvæðinguna. Heimurinn er minni en hann var áður og staðir og þjóðfélög sem eitt sinn þóttu framandi eru orðin aðgengilegri og jafnvel hversdagsleg. Við á Norðurlöndunum berum okkur ekki lengur saman einungis við nágranna okkar í Evrópu heldur allan heiminn.Samstarf fólksins Norrænt samstarf er fyrst og fremst samstarf fólksins. Hlutverk stjórnmálamanna í því er að skapa opinn vettvang fyrir samskipti þjóðanna á sem flestum sviðum. Þrátt fyrir að heimurinn standi Íslendingum opinn sem aldrei fyrr eru það grannþjóðir okkar sem við erum í mestum tengslum við. Íslendingar sækja menntun helst til þeirra og halda ekki síður utan til starfa á Norðurlöndum. Um 24.500 Íslendingar búa nú annars staðar á Norðurlöndum og af um 2.000 lánþegum Lánasjóðs íslenskra námsmanna erlendis eru tæplega 900 þar við nám. Norræna vegabréfasamstarfið, sameiginlegur atvinnu- og menntamarkaður og markvisst starf að því að afnema hvers kyns stjórnsýsluhindranir hefur auðveldað flæði yfir landamæri Norðurlanda og einfaldað flutninga. Einhvern tíma var það að fara til Norðurlanda að halda út í hinn stóra heim. Nú eru Norðurlönd á vissan hátt meira eins og útvíkkaðir heimahagar fyrir okkur Íslendinga. Við erum hluti hinnar norrænu fjölskyldu og í því felst styrkur. Á þingi Norðurlandaráðs næstu þrjá daga verður fjallað um mál sem unnin hafa verið á umliðnum mánuðum jafnt í nefndum þingmanna sem og hópum ráðherra. Þar á meðal verða möguleikar á auknu og nánara samstarfi Norðurlanda, norræn heilsugæsla án stjórnsýsluhindrana, geðheilsa barna og ungmenna, velferðarþjónusta í dreifbýli, sjálfbærni og norrænar vatnsauðlindir, tungumálasamstarf, öflugir og frjálsir fjölmiðlar og umbætur á Norðurlandaráði svo fátt eitt sé nefnt. Á utanríkismálasviðinu verður m.a. fjallað um ástandið í Úkraínu og samskiptin við Rússland, flóttamannastrauminn í Evrópu og viðurkenningu á Palestínu.xxxSamstarfi og árangri fagnað Auk þess að fjalla um málefni líðandi stundar á Norðurlandaþingi er tækifærið notað til að fagna samstarfi og árangri landanna á sviði menningar- og umhverfismála með verðlaunum Norðurlandaráðs. Á sérstakri verðlaunahátíð verða bókmenntaverðlaun, tónlistarverðlaun, kvikmyndaverðlaun, náttúru- og umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun ráðsins afhent. Verðlaunin eiga sinn sterka þátt í því að breiða út norræna listsköpun, jafnt milli Norðurlandanna sem utan þeirra, en norrænar bókmenntir, kvikmyndir og tónlist njóta vinsælda víða um heim. Í tilefni af Norðurlandaráðsþingi hefur sá sem þetta ritar lagt fram tillögu um að koma á norrænum sjónvarpsverðlaunum en norræn dagskrárgerð, einkum á sviði framhaldsþátta, hefur vakið mikla athygli og notið vaxandi útbreiðslu á liðnum árum. Norræn samvinna hefur verið okkur Íslendingum afar mikilvæg og er það enn. Inn á við er grunnur samstarfsins í grasrótinni hjá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum sem eiga margháttuð samskipti sín á milli. Út á við er norræn samstaða brýn á tímum hnattvæðingar og hræringa í ytra umhverfi og það er styrkur af því að standa í hópi Norðurlanda í samfélagi þjóðanna. Á ári mínu sem forseti Norðurlandaráðs hef ég beitt mér fyrir því að gera starfið sýnilegra og hefja umbótastarf innan ráðsins sem mun beinast að því að samstarfið eflist enn og dafni á komandi árum. Undir þeim formerkjum er það því einstaklega ánægjulegt að bjóða norræna frændur okkar velkomna til þinghalds á Íslandi.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun