Ekkert eftirlit með misbeitingu au pair-fólks hér á landi fanney birna jónsdóttir skrifar 16. apríl 2015 07:30 Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður. Vísir/Getty Jóhanna Margrét Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í eftirlit með vistráðningum, eða ráðningum au pair eins og það er gjarnan kallað þar sem ungt fólk ræður sig til starfa við ýmis verkefni eða hjá fjölskyldum erlendis og dvelur þá hjá þeim, á Alþingi á mánudag. Jóhanna sagði í nágrannalöndum okkar hafa komið upp mál er vörðuðu alvarleg brot á slíkum aðilum. „Þar er meðal annars verið að tala um misbeitingu þess valds sem ráðandi telur sig hafa yfir umsækjendum, misnotkun starfskrafta og þá þrælkun, misnotkun andlega og kynferðislega, jafnvel mansal og vændi. Þetta er helst í þeim tilfellum er ungar konur koma frá vanþróaðri og/eða fátækari löndum til Norðurlandanna.“ Jóhanna vildi vita hvernig eftirliti væri háttað með slíkum ráðningum og hvort fagaðilar héldu utan um þetta unga fólk. Þá spurði hún hvort ráðherra teldi núverandi kerfi og eftirlit koma í veg fyrir þrælkun, misnotkun á vinnutíma, andlega og/eða kynferðislega misnotkun á þessum einstaklingum. Ólöf sagði ekki gert ráð fyrir sérstöku eftirliti af hálfu Útlendingastofnunar með þeim sem hingað koma til lands til vistráðningar. „Útlendingastofnun hefur þó í einstaka tilvikum vísað málum til lögreglu ef upp hefur komið grunur um annaðhvort misnotkun á au pair-leyfinu eða misnotkun á viðkomandi aðila sjálfum.“ Ólöf sagði það mat þeirra sem vinna að þessum málaflokki að núverandi reglur kæmu ekki nægilega vel í veg fyrir þrælkun, misnotkun og mansal. Hún lagði áherslu á að vinna við að endurskoða útlendingalögin stæði yfir, þar á meðal dvalarleyfi á grundvelli vistráðningar. „Tilgangurinn er að bæta þetta umhverfi og gera það öruggara fyrir þá sem nýta þessi leyfi og skilvirkara á allan hátt,“ sagði Ólöf. Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Jóhanna Margrét Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í eftirlit með vistráðningum, eða ráðningum au pair eins og það er gjarnan kallað þar sem ungt fólk ræður sig til starfa við ýmis verkefni eða hjá fjölskyldum erlendis og dvelur þá hjá þeim, á Alþingi á mánudag. Jóhanna sagði í nágrannalöndum okkar hafa komið upp mál er vörðuðu alvarleg brot á slíkum aðilum. „Þar er meðal annars verið að tala um misbeitingu þess valds sem ráðandi telur sig hafa yfir umsækjendum, misnotkun starfskrafta og þá þrælkun, misnotkun andlega og kynferðislega, jafnvel mansal og vændi. Þetta er helst í þeim tilfellum er ungar konur koma frá vanþróaðri og/eða fátækari löndum til Norðurlandanna.“ Jóhanna vildi vita hvernig eftirliti væri háttað með slíkum ráðningum og hvort fagaðilar héldu utan um þetta unga fólk. Þá spurði hún hvort ráðherra teldi núverandi kerfi og eftirlit koma í veg fyrir þrælkun, misnotkun á vinnutíma, andlega og/eða kynferðislega misnotkun á þessum einstaklingum. Ólöf sagði ekki gert ráð fyrir sérstöku eftirliti af hálfu Útlendingastofnunar með þeim sem hingað koma til lands til vistráðningar. „Útlendingastofnun hefur þó í einstaka tilvikum vísað málum til lögreglu ef upp hefur komið grunur um annaðhvort misnotkun á au pair-leyfinu eða misnotkun á viðkomandi aðila sjálfum.“ Ólöf sagði það mat þeirra sem vinna að þessum málaflokki að núverandi reglur kæmu ekki nægilega vel í veg fyrir þrælkun, misnotkun og mansal. Hún lagði áherslu á að vinna við að endurskoða útlendingalögin stæði yfir, þar á meðal dvalarleyfi á grundvelli vistráðningar. „Tilgangurinn er að bæta þetta umhverfi og gera það öruggara fyrir þá sem nýta þessi leyfi og skilvirkara á allan hátt,“ sagði Ólöf.
Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira