Sakaður um að hafa ráðist á barnsmóður og hótað lífláti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. apríl 2015 14:18 Jörgen er ákærður fyrir að hafa slegið barnsmóður sína nokkrum höggum í andlitið með þeim afleiðingum að hnakki hennar lenti utan í vegg. Þá á Jörgen að hafa tekið hana kverkataki, keyrt hana í gólfið þar sem hún lá og tekið um háls hennar. vísir/getty Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Jörgeni Má Guðnasyni hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jörgen er ákærður fyrir líkamsárás gegn barnsmóður sinni, Olgu Genovu, í nóvember 2013 en þau voru þá í sambúð. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa í desember sama ár hótað að drepa hana og fyrir að hafa brotið nálgunarbann gegn henni í maí 2014. Fyrir dómi í dag neitaði Jörgen sök í öllum þremur ákæruliðunum en hann hafði áður játað að hafa hótað að drepa Olgu. Í dag sagðist hann reyndar ekki fyllilega geta neitað því að hafa haft í hótunum við hana því hann hefði í raun gert það en ekki meint neitt alvarlegt með því.Játaði að hafa slegið hana einu sinni utan undir Hvað líkamsárásina varðar lýsti Jörgen því sem átökum á milli hans og Olgu. Hann er ákærður fyrir að hafa slegið hana nokkrum höggum í andlitið með þeim afleiðingum að hnakki hennar lenti utan í vegg. Þá á Jörgen að hafa tekið Olgu kverkataki, keyrt hana í gólfið þar sem hún lá og tekið um háls hennar. Aðspurður um þessa atburðarás sagði Jörgen: „Það hafði verið mikið þrætuefni vegna sonar okkar. Olga kom til Íslands í maílok þetta sama ár en án sonar okkar. Ég var ekki sáttur við það. [...] Þetta kvöld vorum við að ræða þetta mál og það endar með því að ég vísa henni út úr íbúðinni. Þá byrjar hún að öskra og að vera með læti og ég tek utan um munninn á henni. Þá sparkar hún í mig og ég ýti henni upp við vegg. Við dettum svo í gólfið og erum þar í einhverjum átökum en svo fer hún.“ Sækjandi spurði þá Jörgen hvort hann hefði ekki slegið Olgu og játaði hann því að hafa slegið hana einu sinni utan undir. Hann neitaði hins vegar alfarið öðrum hluta ákæruliðarins þar sem honum er gefið að sök að hafa klipið Olgu í brjóstið, snúið upp á geirvörtuna og svo slegið í kynfæri hennar.„Olga hefur fullt af ástæðum til að ljúga“ Jörgen var síðan spurður út í áverka sem Olga hafði sem voru samkvæmt sækjanda talsverðir. Hann sagði að einhverjir áverkanna gætu verið eftir átök þeirra en aðrir áverkar gætu til að mynda verið komnir vegna þess að þau stunduðu bæði mótorkross. Hann var þá spurður hvaða ástæður Olga hefði til að ljúga. „Olga hefur fullt af ástæðum til að ljúga. Hún er lygari,“ svaraði Jörgen þá. Hvað varðaði nálgunarbannið sem Jörgen á að hafa brotið með því að hafa farið heim til Olgu í maí 2014 sagðist hann í raun ekki getað neitað því að hafa farið heim til hennar. Hann hafi hins vegar haldið að hún væri ekki heima. Þá hafi þau jafnframt hist nokkrum sinnum stuttu eftir að hann var dæmdur í nálgunarbann vorið 2014. Stundum hafi þau meðal annars hist að frumkvæði Olgu sjálfrar.Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.vísir/valli„Svo var þetta eins og í lélegri bíómynd“ Olga kom einnig fyrir dóminn í dag. Hún er rússnesk og gaf skýrslu á rússnesku með aðstoð túlks. Lýsing hennar á því sem gerðist á milli þeirra Jörgens í nóvember 2013 var nokkuð frábrugðin lýsingu hans. Hún sagði Jörgen hafa komið heim um kvöldið og verið æstan. Hún hafi gert sitt besta til að ögra honum ekki og reynt að róa hann en það ekki tekist. „Svo var þetta eins og í lélegri bíómynd. Hann greip í mig og kastaði mér upp að vegg og í gólfið. Svo byrjaði hann að kyrkja mig og tók um andlit mitt og nef. Á einhverjum tímapunkti gat ég ekki andað.“ Það var greinilega erfitt fyrir Olgu að segja frá atburðum þetta kvöld. Hún grét í vitnastúkunni og þurfti að gera hlé á máli sínu en hélt svo áfram: „Hann sleppti mér og ég komst undan í annað herbergi. Svo fór ég á klósettið en hann elti mig og sagði mér hvað ég væri ógeðsleg. Ég fór svo að pakka saman dótinu mínu til að fara og hann fór en kom svo fljótlega aftur.“ Olga lýsti því þá hvernig hann beitti hana kynferðislegri áreitni með því að klípa í brjóst hennar og slá í kynfæri hennar.Er enn mjög hrædd við Jörgen Hvað varðaði morðhótanir Jörgens í garð hennar sagðist Olga hafa tekið þær alvarlega. Þá þvertók hún fyrir að hafa átt frumkvæði að því að hitta hann á meðan nálgunarbannið var í gildi. Hún hefði hins vegar hitt hann einu sinni að hans frumkvæði á veitingastað þar sem hann hafði sannfært hana um að koma og spjalla við sig til að þau gætu verið vinir. Varðandi atvikið sem Jörgen er ákærður fyrir sagði Olga að honum hefði mátt vera ljóst að hún væri heima. Bíllinn hennar hafi til að mynda verið í innkeyrslunni. Olga sagðist fyrir dómi í dag hafa verið og vera enn mjög hrædd við Jörgen. Hún nýtur í dag sálfræðiaðstoðar en sonur þeirra Jörgen, sem hún segist hafa farið með til Rússlands af ótta við föðurinn, er þar enn. Tengdar fréttir Jörgen segist eiga helming í húsinu sem hann leigði út Á morgun verður fyrirtaka í máli Jörgens Más Guðnasonar gegn fyrrum sambýliskonu sinni. Hann segist eiga helming í húsi sem hann leigði út, en hún neitar fyrir það. 13. október 2014 15:58 Parketslípari undir fölsku flaggi Fréttastofa hefur rætt við fjölda fólks sem telur sig svikið af Jörgen, bæði í parketslípun og á leigumarkaðinum. 21. mars 2014 15:25 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Jörgeni Má Guðnasyni hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jörgen er ákærður fyrir líkamsárás gegn barnsmóður sinni, Olgu Genovu, í nóvember 2013 en þau voru þá í sambúð. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa í desember sama ár hótað að drepa hana og fyrir að hafa brotið nálgunarbann gegn henni í maí 2014. Fyrir dómi í dag neitaði Jörgen sök í öllum þremur ákæruliðunum en hann hafði áður játað að hafa hótað að drepa Olgu. Í dag sagðist hann reyndar ekki fyllilega geta neitað því að hafa haft í hótunum við hana því hann hefði í raun gert það en ekki meint neitt alvarlegt með því.Játaði að hafa slegið hana einu sinni utan undir Hvað líkamsárásina varðar lýsti Jörgen því sem átökum á milli hans og Olgu. Hann er ákærður fyrir að hafa slegið hana nokkrum höggum í andlitið með þeim afleiðingum að hnakki hennar lenti utan í vegg. Þá á Jörgen að hafa tekið Olgu kverkataki, keyrt hana í gólfið þar sem hún lá og tekið um háls hennar. Aðspurður um þessa atburðarás sagði Jörgen: „Það hafði verið mikið þrætuefni vegna sonar okkar. Olga kom til Íslands í maílok þetta sama ár en án sonar okkar. Ég var ekki sáttur við það. [...] Þetta kvöld vorum við að ræða þetta mál og það endar með því að ég vísa henni út úr íbúðinni. Þá byrjar hún að öskra og að vera með læti og ég tek utan um munninn á henni. Þá sparkar hún í mig og ég ýti henni upp við vegg. Við dettum svo í gólfið og erum þar í einhverjum átökum en svo fer hún.“ Sækjandi spurði þá Jörgen hvort hann hefði ekki slegið Olgu og játaði hann því að hafa slegið hana einu sinni utan undir. Hann neitaði hins vegar alfarið öðrum hluta ákæruliðarins þar sem honum er gefið að sök að hafa klipið Olgu í brjóstið, snúið upp á geirvörtuna og svo slegið í kynfæri hennar.„Olga hefur fullt af ástæðum til að ljúga“ Jörgen var síðan spurður út í áverka sem Olga hafði sem voru samkvæmt sækjanda talsverðir. Hann sagði að einhverjir áverkanna gætu verið eftir átök þeirra en aðrir áverkar gætu til að mynda verið komnir vegna þess að þau stunduðu bæði mótorkross. Hann var þá spurður hvaða ástæður Olga hefði til að ljúga. „Olga hefur fullt af ástæðum til að ljúga. Hún er lygari,“ svaraði Jörgen þá. Hvað varðaði nálgunarbannið sem Jörgen á að hafa brotið með því að hafa farið heim til Olgu í maí 2014 sagðist hann í raun ekki getað neitað því að hafa farið heim til hennar. Hann hafi hins vegar haldið að hún væri ekki heima. Þá hafi þau jafnframt hist nokkrum sinnum stuttu eftir að hann var dæmdur í nálgunarbann vorið 2014. Stundum hafi þau meðal annars hist að frumkvæði Olgu sjálfrar.Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.vísir/valli„Svo var þetta eins og í lélegri bíómynd“ Olga kom einnig fyrir dóminn í dag. Hún er rússnesk og gaf skýrslu á rússnesku með aðstoð túlks. Lýsing hennar á því sem gerðist á milli þeirra Jörgens í nóvember 2013 var nokkuð frábrugðin lýsingu hans. Hún sagði Jörgen hafa komið heim um kvöldið og verið æstan. Hún hafi gert sitt besta til að ögra honum ekki og reynt að róa hann en það ekki tekist. „Svo var þetta eins og í lélegri bíómynd. Hann greip í mig og kastaði mér upp að vegg og í gólfið. Svo byrjaði hann að kyrkja mig og tók um andlit mitt og nef. Á einhverjum tímapunkti gat ég ekki andað.“ Það var greinilega erfitt fyrir Olgu að segja frá atburðum þetta kvöld. Hún grét í vitnastúkunni og þurfti að gera hlé á máli sínu en hélt svo áfram: „Hann sleppti mér og ég komst undan í annað herbergi. Svo fór ég á klósettið en hann elti mig og sagði mér hvað ég væri ógeðsleg. Ég fór svo að pakka saman dótinu mínu til að fara og hann fór en kom svo fljótlega aftur.“ Olga lýsti því þá hvernig hann beitti hana kynferðislegri áreitni með því að klípa í brjóst hennar og slá í kynfæri hennar.Er enn mjög hrædd við Jörgen Hvað varðaði morðhótanir Jörgens í garð hennar sagðist Olga hafa tekið þær alvarlega. Þá þvertók hún fyrir að hafa átt frumkvæði að því að hitta hann á meðan nálgunarbannið var í gildi. Hún hefði hins vegar hitt hann einu sinni að hans frumkvæði á veitingastað þar sem hann hafði sannfært hana um að koma og spjalla við sig til að þau gætu verið vinir. Varðandi atvikið sem Jörgen er ákærður fyrir sagði Olga að honum hefði mátt vera ljóst að hún væri heima. Bíllinn hennar hafi til að mynda verið í innkeyrslunni. Olga sagðist fyrir dómi í dag hafa verið og vera enn mjög hrædd við Jörgen. Hún nýtur í dag sálfræðiaðstoðar en sonur þeirra Jörgen, sem hún segist hafa farið með til Rússlands af ótta við föðurinn, er þar enn.
Tengdar fréttir Jörgen segist eiga helming í húsinu sem hann leigði út Á morgun verður fyrirtaka í máli Jörgens Más Guðnasonar gegn fyrrum sambýliskonu sinni. Hann segist eiga helming í húsi sem hann leigði út, en hún neitar fyrir það. 13. október 2014 15:58 Parketslípari undir fölsku flaggi Fréttastofa hefur rætt við fjölda fólks sem telur sig svikið af Jörgen, bæði í parketslípun og á leigumarkaðinum. 21. mars 2014 15:25 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Jörgen segist eiga helming í húsinu sem hann leigði út Á morgun verður fyrirtaka í máli Jörgens Más Guðnasonar gegn fyrrum sambýliskonu sinni. Hann segist eiga helming í húsi sem hann leigði út, en hún neitar fyrir það. 13. október 2014 15:58
Parketslípari undir fölsku flaggi Fréttastofa hefur rætt við fjölda fólks sem telur sig svikið af Jörgen, bæði í parketslípun og á leigumarkaðinum. 21. mars 2014 15:25