Sport

Gunnar og Conor æfa saman í Dublin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Félagarnir kátir eftir góða æfingu.
Félagarnir kátir eftir góða æfingu. mynd/twitter-síða Gunnars
Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt.

Gunnar hélt á dögunum utan til Dublin þar sem hann mun æfa ásamt Conor og félögum þeirra í SBG-æfingasalnum undir styrkri handleiðslu John Kavanagh.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um stíga þeir félagar báðir í hringinn í Las Vegas þann 12. desember næstkomandi.

Báðir tóku þeir þátt í stærsta kvöldi í sögu UFC í sumar en þetta bardagakvöld í desember verður enn stærra. Þá mun Conor loksins mæta Brasilíumanninum Jose Aldo á meðan Gunnar berst við landa Aldo, Demian Maia.

Þeir félagar eru í góðum anda í æfingabúðunum eins og sjá má á myndinni sem Gunnar birti af þeim á Twitter í gær.

Þeir munu síðan halda til Las Vegas um mánuði fyrir bardagakvöldið og halda áfram að æfa þar af krafti.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.