Segir miklar líkur á stórum skjálfta á Reykjanesi innan 10 ára Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2015 10:37 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að búast megi við fleiri skjálftum. Vísir/eyþór „Líkurnar á sterkum skjálfta á næstu 10 árum eru mjög háar, það er bara það sem við höfum búið við hingað til,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali á Útvarpi Sögu í gærmorgun. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga og nágrenni að undanförnu og hefur Grindavík.net eftir Páli að spennuástandið í jarðskorpunni geti orðið óstöðugra í framhaldinu. Greining Veðurstofunnar á smáskjálftum á svæðinu frá Kleifarvatni og austur í Ölfus bendi þannig til þess að óstöðugleiki geti verið til staðar í jarðskorpunni. Páll sagði að nú væru í gangi tilraunir til að sýna líkurnar á jarðhræringum eða jarðskjálftum og að þau forrit sem að reikna þetta út núna gefi smá útslag sem aftur gefi tilefni til að minna fólk á. Það sé ekki beint verið að spá um jarðskjálfta eða vara við yfirvofandi jarðskjálftum, heldur sé verið að nota þetta tilefni til að minna fólk á að það búi nálægt jarðskjálftasvæði og það þarf að vera stöðugt á verði. „Ég held að það séu engar vísbendingar um eldgosahættu á Reykjanessskaganum núna, þó þetta sé að sjálfsögðu eldgosasvæði og einhvern tímann kemur að því að það verður eldgos þarna, það er óhjákvæmilegt,“ sagði Páll. Langtímamælingar á jarðskorpuhreyfingum gæfu þó til kynna að mögulega sé talsverð spenna sem myndað geti stóran jarðskjálfta.Almannavarnir hafa sagt vísbendingar um spennu í jarðskorpunni á Bláfjalla- og Krýsuvíkursvæðinu sem framkallað geti skjálfta allt að 6,5 stigum. Skjálfti upp á fjögur stig sem varð fyrir um fjórum vikum með upptök við Kleifarvatn er sá stærsti í aukinni skjálftavirkni sem vísindamenn Veðurstofunnar greina. Búast má við því að áhrif jarðskjálfti af stærðinni 6,5 í nálægum byggðum (höfuðborgarsvæðinu, Grindavík, Þorlákshöfn, Hveragerði og Reykjanesbæ) verði þannig að allir finni jarðskjálftann, margir verði skelkaðir og jafnvel hlaupi út úr húsum. Þung húsgögn gætu hreyfst og múrhúðun sprungið af veggjum á stöku stað. Annars er ekki að búast við miklu tjóni á vel byggðum húsum. Tengdar fréttir Hætta á stórum skjálfta á Reykjavíkursvæðinu Almannavarnir sendu út laust fyrir hádegi viðvörun vegna jarðskjálftavirkni að undanförnu á svæðinu frá Krísuvík austur í Ölfus. 19. júní 2015 12:28 Vara við skjálfta til að draga úr slysahættu Tveir þriðju hlutar landsmanna, þar á meðal Reykvíkingar, þurfa að vera viðbúnir stórum jarðskjálfta. 19. júní 2015 20:46 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Líkurnar á sterkum skjálfta á næstu 10 árum eru mjög háar, það er bara það sem við höfum búið við hingað til,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali á Útvarpi Sögu í gærmorgun. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga og nágrenni að undanförnu og hefur Grindavík.net eftir Páli að spennuástandið í jarðskorpunni geti orðið óstöðugra í framhaldinu. Greining Veðurstofunnar á smáskjálftum á svæðinu frá Kleifarvatni og austur í Ölfus bendi þannig til þess að óstöðugleiki geti verið til staðar í jarðskorpunni. Páll sagði að nú væru í gangi tilraunir til að sýna líkurnar á jarðhræringum eða jarðskjálftum og að þau forrit sem að reikna þetta út núna gefi smá útslag sem aftur gefi tilefni til að minna fólk á. Það sé ekki beint verið að spá um jarðskjálfta eða vara við yfirvofandi jarðskjálftum, heldur sé verið að nota þetta tilefni til að minna fólk á að það búi nálægt jarðskjálftasvæði og það þarf að vera stöðugt á verði. „Ég held að það séu engar vísbendingar um eldgosahættu á Reykjanessskaganum núna, þó þetta sé að sjálfsögðu eldgosasvæði og einhvern tímann kemur að því að það verður eldgos þarna, það er óhjákvæmilegt,“ sagði Páll. Langtímamælingar á jarðskorpuhreyfingum gæfu þó til kynna að mögulega sé talsverð spenna sem myndað geti stóran jarðskjálfta.Almannavarnir hafa sagt vísbendingar um spennu í jarðskorpunni á Bláfjalla- og Krýsuvíkursvæðinu sem framkallað geti skjálfta allt að 6,5 stigum. Skjálfti upp á fjögur stig sem varð fyrir um fjórum vikum með upptök við Kleifarvatn er sá stærsti í aukinni skjálftavirkni sem vísindamenn Veðurstofunnar greina. Búast má við því að áhrif jarðskjálfti af stærðinni 6,5 í nálægum byggðum (höfuðborgarsvæðinu, Grindavík, Þorlákshöfn, Hveragerði og Reykjanesbæ) verði þannig að allir finni jarðskjálftann, margir verði skelkaðir og jafnvel hlaupi út úr húsum. Þung húsgögn gætu hreyfst og múrhúðun sprungið af veggjum á stöku stað. Annars er ekki að búast við miklu tjóni á vel byggðum húsum.
Tengdar fréttir Hætta á stórum skjálfta á Reykjavíkursvæðinu Almannavarnir sendu út laust fyrir hádegi viðvörun vegna jarðskjálftavirkni að undanförnu á svæðinu frá Krísuvík austur í Ölfus. 19. júní 2015 12:28 Vara við skjálfta til að draga úr slysahættu Tveir þriðju hlutar landsmanna, þar á meðal Reykvíkingar, þurfa að vera viðbúnir stórum jarðskjálfta. 19. júní 2015 20:46 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Hætta á stórum skjálfta á Reykjavíkursvæðinu Almannavarnir sendu út laust fyrir hádegi viðvörun vegna jarðskjálftavirkni að undanförnu á svæðinu frá Krísuvík austur í Ölfus. 19. júní 2015 12:28
Vara við skjálfta til að draga úr slysahættu Tveir þriðju hlutar landsmanna, þar á meðal Reykvíkingar, þurfa að vera viðbúnir stórum jarðskjálfta. 19. júní 2015 20:46