„Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2015 11:39 Gestir á Kalda bar eru áskrifendur að brosinu hans Georgs Leite. Brasilíumaðurinn Georg Leite sem rekur Kalda bar á Klapparstíg hefur búið á Íslandi í átján ár. Hingað ákvað hann að koma frá Brasilíu af því hann langaði að komast eins langt í burtu og mögulegt er sem skiptinemi. Georg er einn tuttugu og fjögurra íbúa á Íslandi af erlendum uppruna sem tekur þátt í átaki PIPAR/TBWA undir yfirskriftinni „Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“ Ástæðan fyrir átakinu og því að starfsfólk PIPAR\TBWA vill blanda sér í umræðuna er sú að svo virðist sem mál innflytjenda, flóttafólks og hryðjuverkamanna séu orðin að einu og sama málinu sem er hvorki rétt né ekki gott að sögn framkvæmdastjórans Valgeirs Magnússonar. „Við munum því birta eitt myndband á dag næstu 24 daga þar sem við kynnumst fólki af erlendu bergi brotið sem hér býr og starfar og tekur þátt í því að auðga okkar samfélag.“ Segja má að um jóladagatal sé að ræða en fyrsta myndbandið var birt á Facebook-síðu PIPARS/TBWA í gær. Þar er einmitt rætt við Georg sem ótrúlegt en satt spilar ekki fótbolta. Hann segir það hafa komið mörgum í opna skjöldu þegar þeir heyrðu að hann væri frá Brasilíu. Georg segist enn vera að venjast íslenskum mat. Munurinn á Brasilíu og Íslandi sé eins og svart og hvítt, heitt og kalt. Svo hægt sé að skilja annað fólk er nauðsynlegt að setja sig í þeirra spor. Einfaldasta leiðin til þess en jafnframt sú árangursríkasta er að ræða saman og því munum við fram að jólum birta stutt viðtöl við fólk af erlendu bergi brotið sem á það sameiginlegt að hafa flust frá sínum heimahögum hingað til lands. Þetta fólk er nú orðið hluti af íslenskri menningu sem þýðir að þau eru ekki lengur þau, heldur við öll. #viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Tuesday, December 1, 2015Landsmenn verða vafalítið varir við myndböndin sem munu birtast á á Vísi og í sjónvarpinu hjá RÚV auk Facebook-síðu PIPARS/TBWA þar sem það verður frumsýnt.Valgeir segir PIPAR\TBWA hafa ákveðið að gera þetta af því að auglýsingastofan hafi kunnáttu til að ná til fólks og beina athyglinni á rétta staði og hví ekki að nýta það? „Þessi umræða snertir okkur öll,“ segir framkvæmdastjórinn um átakið. „Svo hægt sé að skilja annað fólk er nauðsynlegt að setja sig í þeirra spor. Einfaldasta leiðin til þess en jafnframt sú árangursríkasta er að ræða saman. Vinnunni fylgir mikil gleði. Hér eru allir að hjálpast að við að finna fólk, taka upp mynd og hljóð, klippa, velta fyrir sér spurningum, vinna með grafík og allt sem til fellur í verkefni á borð við þetta. Við erum öll að gera þetta með hjartanu enda erum við með þessu bara að tjá okkar sýn og hvernig við teljum að heimurinn geti orðið betri ef við kynnumst hvort öðru og tölum saman. Þess vegna köllum við átakið: Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“ Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira
Brasilíumaðurinn Georg Leite sem rekur Kalda bar á Klapparstíg hefur búið á Íslandi í átján ár. Hingað ákvað hann að koma frá Brasilíu af því hann langaði að komast eins langt í burtu og mögulegt er sem skiptinemi. Georg er einn tuttugu og fjögurra íbúa á Íslandi af erlendum uppruna sem tekur þátt í átaki PIPAR/TBWA undir yfirskriftinni „Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“ Ástæðan fyrir átakinu og því að starfsfólk PIPAR\TBWA vill blanda sér í umræðuna er sú að svo virðist sem mál innflytjenda, flóttafólks og hryðjuverkamanna séu orðin að einu og sama málinu sem er hvorki rétt né ekki gott að sögn framkvæmdastjórans Valgeirs Magnússonar. „Við munum því birta eitt myndband á dag næstu 24 daga þar sem við kynnumst fólki af erlendu bergi brotið sem hér býr og starfar og tekur þátt í því að auðga okkar samfélag.“ Segja má að um jóladagatal sé að ræða en fyrsta myndbandið var birt á Facebook-síðu PIPARS/TBWA í gær. Þar er einmitt rætt við Georg sem ótrúlegt en satt spilar ekki fótbolta. Hann segir það hafa komið mörgum í opna skjöldu þegar þeir heyrðu að hann væri frá Brasilíu. Georg segist enn vera að venjast íslenskum mat. Munurinn á Brasilíu og Íslandi sé eins og svart og hvítt, heitt og kalt. Svo hægt sé að skilja annað fólk er nauðsynlegt að setja sig í þeirra spor. Einfaldasta leiðin til þess en jafnframt sú árangursríkasta er að ræða saman og því munum við fram að jólum birta stutt viðtöl við fólk af erlendu bergi brotið sem á það sameiginlegt að hafa flust frá sínum heimahögum hingað til lands. Þetta fólk er nú orðið hluti af íslenskri menningu sem þýðir að þau eru ekki lengur þau, heldur við öll. #viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Tuesday, December 1, 2015Landsmenn verða vafalítið varir við myndböndin sem munu birtast á á Vísi og í sjónvarpinu hjá RÚV auk Facebook-síðu PIPARS/TBWA þar sem það verður frumsýnt.Valgeir segir PIPAR\TBWA hafa ákveðið að gera þetta af því að auglýsingastofan hafi kunnáttu til að ná til fólks og beina athyglinni á rétta staði og hví ekki að nýta það? „Þessi umræða snertir okkur öll,“ segir framkvæmdastjórinn um átakið. „Svo hægt sé að skilja annað fólk er nauðsynlegt að setja sig í þeirra spor. Einfaldasta leiðin til þess en jafnframt sú árangursríkasta er að ræða saman. Vinnunni fylgir mikil gleði. Hér eru allir að hjálpast að við að finna fólk, taka upp mynd og hljóð, klippa, velta fyrir sér spurningum, vinna með grafík og allt sem til fellur í verkefni á borð við þetta. Við erum öll að gera þetta með hjartanu enda erum við með þessu bara að tjá okkar sýn og hvernig við teljum að heimurinn geti orðið betri ef við kynnumst hvort öðru og tölum saman. Þess vegna köllum við átakið: Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira