Vilja útrýma risahvönn á Akureyri Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 16. júní 2015 08:00 Bjarnarkló telst til risahvanna eins og tröllahvönn. Risahvannir er að finna víða á Reykjavíkursvæðinu og einnig annars staðar úti um landið. Risahvannir, sem geta valdið alvarlegum bruna, dreifa sér nú hratt á Akureyri. Grasafræðingar við Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands vilja að risahvönninni þar verði útrýmt. „Það er nýbúið að kortleggja staðina þar sem risahvönn vex á Akureyri og hún er mjög víða,“ segir dr. Starri Heiðmarsson grasafræðingur en hann hefur ásamt dr. Pawel Wasovicz grasafræðingi fylgst með þeim tveimur tegundum risahvanna sem náð hafa fótfestu á Íslandi, það er bjarnarkló og tröllahvönn.Starri HeiðmarssonStarri segir risahvannir plöntur sem líklegt er að verði ágengar. Þær séu víða á Reykjavíkursvæðinu en einnig annars staðar á landinu. „Fólk er með þetta sem fallega plöntu í görðum. Það gerist lítið fyrst en svo dreifa risahvannirnar sér hratt þegar þær hafa náð fótfestu og hver fullþroskuð planta gefur af sér mikið af fræjum. Það er enn möguleiki að bregðast við dreifingu þeirra og útrýma þeim á Íslandi en þá þarf að bregðast hratt við.“ Safi risahvannar inniheldur mikið magn efnasambandsins fúranókúmarín, að því er Starri greinir frá. „Komist safinn í snertingu við húð getur myndast alvarlegur bruni en efnasamböndin virkjast þegar þau verða fyrir sólarljósi. Sérstaklega skal varast að safinn komist í snertingu við augu en slíkt getur valdið tímabundinni og jafnvel varanlegri blindu.“Brunasár eftir sex daga.Hann bendir á að þótt ýmsar aðrar innlendar og erlendar plöntur innihaldi svipuð efnasambönd þá séu risahvannirnar sérstaklega hættulegar vegna mikils styrks efnasambandanna og vegna stærðar þeirra. „Fólk hefur fengið brunasár af risahvönn en börn eru náttúrlega í sérstakri hættu ef þau eru að leik þar sem risahvönn er.“ Í Stykkishólmi hófust aðgerðir gegn risahvönn sumarið 2010. Felast þær í því að plantan er fjarlægð þar sem hún vex utan garða og það sama er gert í görðum þar sem samþykki garðeigenda fæst. „Risahvannir eru fjarlægðar um leið og þær uppgötvast. Ef ég man rétt hefur hún fundist á 14 stöðum, þar af rúmlega helmingurinn í görðum. Það hefur fengist leyfi til eyðingar hjá öllum garðeigendum nema einum. Risahvönnin var ekki orðin útbreidd. Það er erfitt að eiga við hana ef hún er farin að dreifa sér. Þá verður þetta miklu stærra vandamál,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands. Grasafræðingar við Náttúrufræðistofnun Íslands vilja fylgjast með útbreiðslu risahvanna og má tilkynna um fund tegundanna á netfangið: agengartegundir@ni.isBrunasár eftir fimm daga.Brunasár eftir sex daga.Brunasár eftir sjö daga.Brunasár eftir átta daga.Brunasár eftir níu daga.Brunasár eftir fimm mánuði. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Risahvannir, sem geta valdið alvarlegum bruna, dreifa sér nú hratt á Akureyri. Grasafræðingar við Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands vilja að risahvönninni þar verði útrýmt. „Það er nýbúið að kortleggja staðina þar sem risahvönn vex á Akureyri og hún er mjög víða,“ segir dr. Starri Heiðmarsson grasafræðingur en hann hefur ásamt dr. Pawel Wasovicz grasafræðingi fylgst með þeim tveimur tegundum risahvanna sem náð hafa fótfestu á Íslandi, það er bjarnarkló og tröllahvönn.Starri HeiðmarssonStarri segir risahvannir plöntur sem líklegt er að verði ágengar. Þær séu víða á Reykjavíkursvæðinu en einnig annars staðar á landinu. „Fólk er með þetta sem fallega plöntu í görðum. Það gerist lítið fyrst en svo dreifa risahvannirnar sér hratt þegar þær hafa náð fótfestu og hver fullþroskuð planta gefur af sér mikið af fræjum. Það er enn möguleiki að bregðast við dreifingu þeirra og útrýma þeim á Íslandi en þá þarf að bregðast hratt við.“ Safi risahvannar inniheldur mikið magn efnasambandsins fúranókúmarín, að því er Starri greinir frá. „Komist safinn í snertingu við húð getur myndast alvarlegur bruni en efnasamböndin virkjast þegar þau verða fyrir sólarljósi. Sérstaklega skal varast að safinn komist í snertingu við augu en slíkt getur valdið tímabundinni og jafnvel varanlegri blindu.“Brunasár eftir sex daga.Hann bendir á að þótt ýmsar aðrar innlendar og erlendar plöntur innihaldi svipuð efnasambönd þá séu risahvannirnar sérstaklega hættulegar vegna mikils styrks efnasambandanna og vegna stærðar þeirra. „Fólk hefur fengið brunasár af risahvönn en börn eru náttúrlega í sérstakri hættu ef þau eru að leik þar sem risahvönn er.“ Í Stykkishólmi hófust aðgerðir gegn risahvönn sumarið 2010. Felast þær í því að plantan er fjarlægð þar sem hún vex utan garða og það sama er gert í görðum þar sem samþykki garðeigenda fæst. „Risahvannir eru fjarlægðar um leið og þær uppgötvast. Ef ég man rétt hefur hún fundist á 14 stöðum, þar af rúmlega helmingurinn í görðum. Það hefur fengist leyfi til eyðingar hjá öllum garðeigendum nema einum. Risahvönnin var ekki orðin útbreidd. Það er erfitt að eiga við hana ef hún er farin að dreifa sér. Þá verður þetta miklu stærra vandamál,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands. Grasafræðingar við Náttúrufræðistofnun Íslands vilja fylgjast með útbreiðslu risahvanna og má tilkynna um fund tegundanna á netfangið: agengartegundir@ni.isBrunasár eftir fimm daga.Brunasár eftir sex daga.Brunasár eftir sjö daga.Brunasár eftir átta daga.Brunasár eftir níu daga.Brunasár eftir fimm mánuði.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira