Vilja útrýma risahvönn á Akureyri Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 16. júní 2015 08:00 Bjarnarkló telst til risahvanna eins og tröllahvönn. Risahvannir er að finna víða á Reykjavíkursvæðinu og einnig annars staðar úti um landið. Risahvannir, sem geta valdið alvarlegum bruna, dreifa sér nú hratt á Akureyri. Grasafræðingar við Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands vilja að risahvönninni þar verði útrýmt. „Það er nýbúið að kortleggja staðina þar sem risahvönn vex á Akureyri og hún er mjög víða,“ segir dr. Starri Heiðmarsson grasafræðingur en hann hefur ásamt dr. Pawel Wasovicz grasafræðingi fylgst með þeim tveimur tegundum risahvanna sem náð hafa fótfestu á Íslandi, það er bjarnarkló og tröllahvönn.Starri HeiðmarssonStarri segir risahvannir plöntur sem líklegt er að verði ágengar. Þær séu víða á Reykjavíkursvæðinu en einnig annars staðar á landinu. „Fólk er með þetta sem fallega plöntu í görðum. Það gerist lítið fyrst en svo dreifa risahvannirnar sér hratt þegar þær hafa náð fótfestu og hver fullþroskuð planta gefur af sér mikið af fræjum. Það er enn möguleiki að bregðast við dreifingu þeirra og útrýma þeim á Íslandi en þá þarf að bregðast hratt við.“ Safi risahvannar inniheldur mikið magn efnasambandsins fúranókúmarín, að því er Starri greinir frá. „Komist safinn í snertingu við húð getur myndast alvarlegur bruni en efnasamböndin virkjast þegar þau verða fyrir sólarljósi. Sérstaklega skal varast að safinn komist í snertingu við augu en slíkt getur valdið tímabundinni og jafnvel varanlegri blindu.“Brunasár eftir sex daga.Hann bendir á að þótt ýmsar aðrar innlendar og erlendar plöntur innihaldi svipuð efnasambönd þá séu risahvannirnar sérstaklega hættulegar vegna mikils styrks efnasambandanna og vegna stærðar þeirra. „Fólk hefur fengið brunasár af risahvönn en börn eru náttúrlega í sérstakri hættu ef þau eru að leik þar sem risahvönn er.“ Í Stykkishólmi hófust aðgerðir gegn risahvönn sumarið 2010. Felast þær í því að plantan er fjarlægð þar sem hún vex utan garða og það sama er gert í görðum þar sem samþykki garðeigenda fæst. „Risahvannir eru fjarlægðar um leið og þær uppgötvast. Ef ég man rétt hefur hún fundist á 14 stöðum, þar af rúmlega helmingurinn í görðum. Það hefur fengist leyfi til eyðingar hjá öllum garðeigendum nema einum. Risahvönnin var ekki orðin útbreidd. Það er erfitt að eiga við hana ef hún er farin að dreifa sér. Þá verður þetta miklu stærra vandamál,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands. Grasafræðingar við Náttúrufræðistofnun Íslands vilja fylgjast með útbreiðslu risahvanna og má tilkynna um fund tegundanna á netfangið: agengartegundir@ni.isBrunasár eftir fimm daga.Brunasár eftir sex daga.Brunasár eftir sjö daga.Brunasár eftir átta daga.Brunasár eftir níu daga.Brunasár eftir fimm mánuði. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Risahvannir, sem geta valdið alvarlegum bruna, dreifa sér nú hratt á Akureyri. Grasafræðingar við Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands vilja að risahvönninni þar verði útrýmt. „Það er nýbúið að kortleggja staðina þar sem risahvönn vex á Akureyri og hún er mjög víða,“ segir dr. Starri Heiðmarsson grasafræðingur en hann hefur ásamt dr. Pawel Wasovicz grasafræðingi fylgst með þeim tveimur tegundum risahvanna sem náð hafa fótfestu á Íslandi, það er bjarnarkló og tröllahvönn.Starri HeiðmarssonStarri segir risahvannir plöntur sem líklegt er að verði ágengar. Þær séu víða á Reykjavíkursvæðinu en einnig annars staðar á landinu. „Fólk er með þetta sem fallega plöntu í görðum. Það gerist lítið fyrst en svo dreifa risahvannirnar sér hratt þegar þær hafa náð fótfestu og hver fullþroskuð planta gefur af sér mikið af fræjum. Það er enn möguleiki að bregðast við dreifingu þeirra og útrýma þeim á Íslandi en þá þarf að bregðast hratt við.“ Safi risahvannar inniheldur mikið magn efnasambandsins fúranókúmarín, að því er Starri greinir frá. „Komist safinn í snertingu við húð getur myndast alvarlegur bruni en efnasamböndin virkjast þegar þau verða fyrir sólarljósi. Sérstaklega skal varast að safinn komist í snertingu við augu en slíkt getur valdið tímabundinni og jafnvel varanlegri blindu.“Brunasár eftir sex daga.Hann bendir á að þótt ýmsar aðrar innlendar og erlendar plöntur innihaldi svipuð efnasambönd þá séu risahvannirnar sérstaklega hættulegar vegna mikils styrks efnasambandanna og vegna stærðar þeirra. „Fólk hefur fengið brunasár af risahvönn en börn eru náttúrlega í sérstakri hættu ef þau eru að leik þar sem risahvönn er.“ Í Stykkishólmi hófust aðgerðir gegn risahvönn sumarið 2010. Felast þær í því að plantan er fjarlægð þar sem hún vex utan garða og það sama er gert í görðum þar sem samþykki garðeigenda fæst. „Risahvannir eru fjarlægðar um leið og þær uppgötvast. Ef ég man rétt hefur hún fundist á 14 stöðum, þar af rúmlega helmingurinn í görðum. Það hefur fengist leyfi til eyðingar hjá öllum garðeigendum nema einum. Risahvönnin var ekki orðin útbreidd. Það er erfitt að eiga við hana ef hún er farin að dreifa sér. Þá verður þetta miklu stærra vandamál,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands. Grasafræðingar við Náttúrufræðistofnun Íslands vilja fylgjast með útbreiðslu risahvanna og má tilkynna um fund tegundanna á netfangið: agengartegundir@ni.isBrunasár eftir fimm daga.Brunasár eftir sex daga.Brunasár eftir sjö daga.Brunasár eftir átta daga.Brunasár eftir níu daga.Brunasár eftir fimm mánuði.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira