Innlent

Ráðherra fylgir tillögum Hafró

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannesson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannesson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Vísir/Pjetur
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tekið ákvörðun um heildarafla fyrir tiltekna nytjastofna fiskveiðiárið 2015-2016. Þetta er þriðja árið í röð sem ráðherra fylgir tillögum Hafrannsóknarstofnunnar. Þá hefur ráðherra einnig gefið út reglugerð um stjórn makrílveiða fyrir komandi vertíð.   

Margir nytjastofna á Íslandsmiðum eru í ágætu jafnvægi og nýting á þeim hófleg, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar.

  • Aflamark þorsks verður 239 þúsund tonn sem er hækkun um 21 þúsund tonn frá ráðgjöf fyrir yfirstandandi fiskveiðiár
  • Aflamark ýsu verður 36,4 þúsund tonn sem er 6 þúsund tonna aukning frá yfirstandandi fiskveiðiári
  • Heildarafli í makríl verður 173 þúsund tonn og hlutfallsleg skipting hans á milli flokka er með sama hætti og í fyrra
  • Enn á eftir að ákveða aflamark í stórum uppsjávartegundum
  • Versnandi horfur eru í keilu, löngu, blálöngu,skötusel, langlúru, humri og fleiri tegundum sem að mestu halda sig í hlýjum sjó við suður- og vesturströndina
  • Alls gæti verðmætaaukning vegna aukins heildarútflutnings sjávarafurða vegna aflaaukningar numið 7-8 milljörðum króna, haldist afurðaverð svipað því sem af er ári
  • Formleg mótun nýtingarstefnu og setning aflareglu til nokkurra ára við ákvörðun aflamarks eru lykilþættir við stjórn fiskveiða og gerð er krafa um það á alþjóðavettvangi
  • Veiðum úr mörgum mikilvægustu nytjastofnum á Íslandsmiðum er stýrt á grundvelli aflareglna sem standast alþjóðleg varúðarsjónarmið og hafa verið prófaðar af Alþjóða hafrannsóknaráðinu (ICES)
TegundTonn
Blálanga2.600
Djúpkarfi10.000
Grálúða12.400
Gullkarfi48.500
Gulllax8.000
Humar1.500
Íslensk sumargotssíld70.200
Keila3.000
Langa15.000
Langlúra1.100
Litli karfi1.500
Sandkoli500
Skarkoli6.500
Skrápflúra0
Skötuselur1.000
Steinbítur8.200
Ufsi55.000
Úthafsrækja4.000
Ýsa36.400
Þorskur239.000
Þykkvalúra/Sólkoli1.300



Fleiri fréttir

Sjá meira


×