Tilnefnd en talar ekki 1. febrúar 2014 12:00 Sigríður María Egilsdóttir vekur hvarvetna eftirtekt. „Ég gerði mitt besta til að tala íslensku með sænskum hreim en það hefði aldrei orðið trúverðugt,“ segir Sigríður María Egilsdóttir leikkona sem tilnefnd er til Edduverðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki. Í myndinni Hross í oss leikur Sigríður sænska stúlku sem starfar sem hestatemjari á íslenskum sveitabæ og var sænsk leikkona fengin til að tala fyrir Sigríði í myndinni. „Benni [Benedikt Erlingsson leikstjóri, innsk. blm.] vildi hafa þetta sem flottast og raunverulegast. Ég tala auðvitað mína dönsku sem ég lærði í grunnskóla en átti erfiðara með sænskuna. Ætli ég hafi ekki hljómað meira eins og Íslendingur að reyna að tala sænsku en Svíi að tala íslensku. Svo við tókum þessa ákvörðun, að fá sænska leikkonu til að tala fyrir mig og mér fannst það bara koma mjög vel út.“ Fréttablaðið hafði samband við Benedikt Erlingsson sem var staddur í Gautaborg að kynna Hross í oss sem hefur nú innreið sína á sænskan markað. Hann upplýsti að sænska leikkonan væri læknir að nafni Lovísa Permann sem væri leikkona í hjáverkum og við nám í leiklistarskóla. Það má því kannski segja að Sigríður og Lovísa deili þeirri upphefð sem felst í Eddutilnefningunni þar sem rödd og raddbeiting er einn stærsti hlutinn af list leikarans. „Já, næsta skref verður að fá tilnefningu fyrir hlutverk þar sem ég notast við eigin rödd,“ segir Sigríður og hlær. Hún segir þessa tilnefningu mikla upphefð og til þess fallna að auka áhuga hennar á leiklist. Sigríður er reyndar með leiklistina í blóðinu – faðir hennar er Egill Heiðar Anton Pálsson leikstjóri, sem frumsýndi Gullna hliðið á Akureyri á dögunum, og afi hennar Hallmar Sigurðsson leikstjóri sem var Borgarleikhússtjóri á sínum tíma. „Nú er ég samt bara að vinna og safna fyrir Asíureisu og svo stefni ég á að hefja nám í lögfræði,“ segir leikkonan unga sem þarf ekki einu sinni að tala til að heilla bíógesti víða um heimfréttablaðið/daníel Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Króli og Birta eignuðust lítinn prins Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Sjá meira
„Ég gerði mitt besta til að tala íslensku með sænskum hreim en það hefði aldrei orðið trúverðugt,“ segir Sigríður María Egilsdóttir leikkona sem tilnefnd er til Edduverðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki. Í myndinni Hross í oss leikur Sigríður sænska stúlku sem starfar sem hestatemjari á íslenskum sveitabæ og var sænsk leikkona fengin til að tala fyrir Sigríði í myndinni. „Benni [Benedikt Erlingsson leikstjóri, innsk. blm.] vildi hafa þetta sem flottast og raunverulegast. Ég tala auðvitað mína dönsku sem ég lærði í grunnskóla en átti erfiðara með sænskuna. Ætli ég hafi ekki hljómað meira eins og Íslendingur að reyna að tala sænsku en Svíi að tala íslensku. Svo við tókum þessa ákvörðun, að fá sænska leikkonu til að tala fyrir mig og mér fannst það bara koma mjög vel út.“ Fréttablaðið hafði samband við Benedikt Erlingsson sem var staddur í Gautaborg að kynna Hross í oss sem hefur nú innreið sína á sænskan markað. Hann upplýsti að sænska leikkonan væri læknir að nafni Lovísa Permann sem væri leikkona í hjáverkum og við nám í leiklistarskóla. Það má því kannski segja að Sigríður og Lovísa deili þeirri upphefð sem felst í Eddutilnefningunni þar sem rödd og raddbeiting er einn stærsti hlutinn af list leikarans. „Já, næsta skref verður að fá tilnefningu fyrir hlutverk þar sem ég notast við eigin rödd,“ segir Sigríður og hlær. Hún segir þessa tilnefningu mikla upphefð og til þess fallna að auka áhuga hennar á leiklist. Sigríður er reyndar með leiklistina í blóðinu – faðir hennar er Egill Heiðar Anton Pálsson leikstjóri, sem frumsýndi Gullna hliðið á Akureyri á dögunum, og afi hennar Hallmar Sigurðsson leikstjóri sem var Borgarleikhússtjóri á sínum tíma. „Nú er ég samt bara að vinna og safna fyrir Asíureisu og svo stefni ég á að hefja nám í lögfræði,“ segir leikkonan unga sem þarf ekki einu sinni að tala til að heilla bíógesti víða um heimfréttablaðið/daníel
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Króli og Birta eignuðust lítinn prins Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Sjá meira