Lífið

Wang og H&M með partý á Coachella

Alexander Wang ásamt Margaretu van den Bosch sem er yfirhönnuður hjá Hennes og Mauritz og leikkonunni Kate Bosworth.
Alexander Wang ásamt Margaretu van den Bosch sem er yfirhönnuður hjá Hennes og Mauritz og leikkonunni Kate Bosworth. Vísir/Getty
Nýjustu stórfréttir í tískuheiminum litu dagsins ljós um helgina þegar hönnuðurinn vinsæli Alexander Wangtilkynnti samstarf sitt við sænska verslanarisann Hennes og Mauritz.

Stjörnuhönnuðurinn blés svo til partýs til að fagna samstarfinu á tónlistarhátíðinni Coachella sem fer fram um þessar mundir í Kaliforníu. Meðal þeirra sem mættu var leikkonan Kate Bosworth og Margareta van den Bosch, yfirhönnuður H&M . 

Mikil eftirvænting ríkir um væntanlega fatalínu Wang fyrir sænsku verslanakeðjuna en hún á að koma í búðir þann 6.nóvember næstkomandi. 

Þetta er í tíunda árið sem verslanarisinn fer í samstarf við þekktan fatahönnuð eða stjörnu. Þeir sem hafa hannað fatalínur fyrir H&M eru meðal annars Madonna,Stella McCartney, Maison Martin Margiela og nú síðast Isabel Marant

Leikkonan Liberty Ross er mikil vinkona og aðdáandi Wang.
Iggy Azaela tróð upp í partýinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.