„Það þarf miklu meira en eina litla frétt til að hafa langvarandi áhrif“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 14. apríl 2014 17:02 Harpa Dís fékk aðra stúlku til að standa vörð á meðan hún sótti hjálp frá barþjóni staðarins og öðru starfsfólki. vísir/getty „Það þarf miklu meira en eina litla frétt til að hafa langvarandi áhrif,“ segir Harpa Dís Hrefnudóttir, en hún, ásamt öðrum, kom stúlku til bjargar á skemmtistaðnum Bar 11 um helgina sem hún telur að hafi verið byrlað ólyfjan. „Ég lenti í þessu sjálf fyrir nokkrum árum og það var augljóst að það var eitthvað að,“ segir Harpa Dís og lýsir því í samtali við Vísi hvernig ástand stúlkunnar virtist versna hratt. „Ég fylgdist með henni og hvort það væri einhver í kringum hana sem þekkti hana, sem virtist ekki vera.“ Harpa Dís sagði frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook og fjallaði DV um málið í gær. Harpa Dís segir í færslunni að karlmaður hafi reynt að draga stúlkuna út af staðnum. „Ég tróð mér að henni og komst að því að þetta væri ekki kærasti hennar sem var að reyna að bera hana út, og að hún þekkti hann ekki. Vinir hans stóðu í kringum borðið og horfðu á.“ Harpa Dís fékk aðra stúlku til að standa vörð á meðan hún sótti hjálp frá barþjóni staðarins og öðru starfsfólki. „Á þessu korteri fór hún frá því að geta myndað orð yfir í að vera algjörlega meðvitundarlaus. Það sem kom mér mest á óvart var allt fólkið sem gekk framhjá henni, horfðu á þetta ástand. Sumir spurðu hvort að við, fólkið í kringum hana, þekktum hana, en þegar við svöruðum því neitandi hélt fólkið bara áfram sínu djammi.“ Í samtali við Vísi segir Harpa Dís að dyravörðurinn hafi verið vinur stúlkunnar og að hann hafi komið henni í traustar hendur. Aðspurð um viðbrögðin við stöðuuppfærslunni segir Harpa að þau hafi verið mikil. „Mér finnst asnalegt að segja þetta en fólk er að kalla mig hetju. Mér finnst þetta bara svo sjálfsagt.“Össur Hafþórsson, eigandi Bar 11, segir í samtali við Vísi að mikilvægt sé að halda umræðunni á lofti um atvik á borð við þetta. „Það er sorglegt að þetta skuli vera svona en við ætlum að vera virkilega vakandi. Og við hvetjum aðra skemmtistaði, bari og þá sem eru úti á lífinu að huga að þeim sem eru ekki með rænu. Við verðum öll að vera á varðbergi og það þýðir ekki að gera ráð fyrir því að næsti maður geri eitthvað.“Auk stöðuuppfærslunnar deildi Harpa Dís þessu áhugaverða myndbandi þar sem leikarar kanna viðbrögð almennings þegar ókunnugur maður reynir að draga ofurölvi konu með sér út af staðnum. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
„Það þarf miklu meira en eina litla frétt til að hafa langvarandi áhrif,“ segir Harpa Dís Hrefnudóttir, en hún, ásamt öðrum, kom stúlku til bjargar á skemmtistaðnum Bar 11 um helgina sem hún telur að hafi verið byrlað ólyfjan. „Ég lenti í þessu sjálf fyrir nokkrum árum og það var augljóst að það var eitthvað að,“ segir Harpa Dís og lýsir því í samtali við Vísi hvernig ástand stúlkunnar virtist versna hratt. „Ég fylgdist með henni og hvort það væri einhver í kringum hana sem þekkti hana, sem virtist ekki vera.“ Harpa Dís sagði frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook og fjallaði DV um málið í gær. Harpa Dís segir í færslunni að karlmaður hafi reynt að draga stúlkuna út af staðnum. „Ég tróð mér að henni og komst að því að þetta væri ekki kærasti hennar sem var að reyna að bera hana út, og að hún þekkti hann ekki. Vinir hans stóðu í kringum borðið og horfðu á.“ Harpa Dís fékk aðra stúlku til að standa vörð á meðan hún sótti hjálp frá barþjóni staðarins og öðru starfsfólki. „Á þessu korteri fór hún frá því að geta myndað orð yfir í að vera algjörlega meðvitundarlaus. Það sem kom mér mest á óvart var allt fólkið sem gekk framhjá henni, horfðu á þetta ástand. Sumir spurðu hvort að við, fólkið í kringum hana, þekktum hana, en þegar við svöruðum því neitandi hélt fólkið bara áfram sínu djammi.“ Í samtali við Vísi segir Harpa Dís að dyravörðurinn hafi verið vinur stúlkunnar og að hann hafi komið henni í traustar hendur. Aðspurð um viðbrögðin við stöðuuppfærslunni segir Harpa að þau hafi verið mikil. „Mér finnst asnalegt að segja þetta en fólk er að kalla mig hetju. Mér finnst þetta bara svo sjálfsagt.“Össur Hafþórsson, eigandi Bar 11, segir í samtali við Vísi að mikilvægt sé að halda umræðunni á lofti um atvik á borð við þetta. „Það er sorglegt að þetta skuli vera svona en við ætlum að vera virkilega vakandi. Og við hvetjum aðra skemmtistaði, bari og þá sem eru úti á lífinu að huga að þeim sem eru ekki með rænu. Við verðum öll að vera á varðbergi og það þýðir ekki að gera ráð fyrir því að næsti maður geri eitthvað.“Auk stöðuuppfærslunnar deildi Harpa Dís þessu áhugaverða myndbandi þar sem leikarar kanna viðbrögð almennings þegar ókunnugur maður reynir að draga ofurölvi konu með sér út af staðnum.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira