Lífið

Leonardo DiCaprio stígur trylltan dans á Coachella

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stórleikarinn Leonardo DiCaprio skellti sér á Coachella-tónlistarhátíðina í Kaliforníu um helgina.

Hann huldi andlit sitt í hvert sinn sem hann sá ljósmyndara en varð ekki var við það þegar aðdáandi hans tók hann upp þegar hann var að dansa við dúndurtóna hljómsveitarinnar MGMT.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi er Leonardo ansi lunkinn dansari og með mjaðmahreyfingarnar alveg á hreinu.

Leonardo var langt því frá að vera eina stjarnan á svæðinu. Selena Gomez, Kendall Jenner, Jared Leto og Katy Perry voru til að mynda einnig gestir hátíðarinnar sem hófst síðustu helgi og heldur áfram næstu helgi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.