Fyrrum barnastjarnan Haley Joel Osment var nánast óþekkjanlegur, er sást til hans við tökur á nýjustu mynd sinni í Los Angeles á þriðjudag.
Flestir muna eftir leikaranum sem krúttlega drengnum sem trúði Bruce Willis fyrir því að hann sæi dáið fólk í myndinni Sixth Sence, en hann sýndi svo sannarlega á sér nýja hlið þar sem hann fer með hlutverk þybbins nasista með fitugt hár í nýjustu mynd Kevin Smith, Yoga Hosers.
Aðalhlutverkið í myndinni er í höndum Johnny Depp og eru aðrir leikarar meðal annars Orange is the New Black stjarnan Natasha Lyonne og Adam Brody.
