Fæ ég að gera mitt besta? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 9. október 2014 07:00 Fyrir rúmum tveimur árum, þegar ég var að stíga mín fyrstu skref innan læknadeildar, hafði ég ekki hugmynd um hvað biði mín. Ég vissi að það væri verið að skera niður á spítalanum en mig óraði ekki fyrir því hversu viðamikill og dýrkeyptur sá niðurskurður væri. Ég bjóst ekki við að innan skamms fengi ég viðvaranir frá eldri nemendum vegna ástandsins. Að mér yrði ráðlagt að hætta í náminu á meðan ég gæti. Nú væri tækifærið, áður en ég hefði eytt of miklum fjármunum, orku og tíma í námið eins og þau. Fyrst þegar ég heyrði slíkar viðvaranir var ég ekki sannfærð, þetta gæti varla verið svo slæmt. En eftir að hafa kynnt mér ástand Landspítalans skil ég betur afstöðu þessara nemenda. Þeir horfa upp á lækna eyða gífurlegum tíma og orku í sérnám en geta ekki nýtt þekkingu sína til fulls þegar heim er komið. Erfitt er að sætta sig við fornfálegar aðferðir og biluð tæki eftir að hafa lært að beita nútímatækni læknavísindanna. Læknar horfa upp á sjúklinga verða örkumla eða deyja vitandi það að mögulegt væri að bjarga þeim ef aðstaðan væri betri. Þeir þurfa að sætta sig við að starfa í byggingu sem er heilsuspillandi fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga sökum sveppavaxtar. Læknar þurfa að lifa með dómgreindarbresti og mistökum af sinni hálfu sem beint má rekja til þreytu og of mikils vinnuálags. Fyrir þessa vinnu fá þeir greitt aðeins brot af því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þetta á að sjálfsögðu við um allar starfstéttir spítalans, engin þeirra er undanskilin.Ekkert lát á niðurskurði En af hverju hætti ég ekki? Mig langar að verða læknir og ég vil ekki láta bágt ástand heilbrigðiskerfis hérlendis standa í vegi mínum. En umfram allt hafði ég trú á að ástandið myndi batna. Að stjórnvöld myndu standa við loforð sín um úrbætur og að niðurskurðurinn væri bara tímabundinn. Starfsfólk spítalans hefur lagst á eitt til að halda dampi gegnum þessa erfiðu tíma, lagt á sig ómælda vinnu og álag, en nú er fólk orðið þreytt. Þó virðist ekkert lát ætla að verða á hinum langvarandi niðurskurði sem er að murka líftóruna úr einni mikilvægustu stofnun landsins. Á hverju ári fara stórar fjárhæðir til spillis vegna óhagstæðs fyrirkomulags spítalans (fjórir milljarðar fara í bráðaviðhald í ár) og það sem verra er; lífum er kastað á glæ vegna þessa. Þegar íslenskt heilbrigðiskerfi er að hruni komið er afar sárt að heyra heilbrigðisráðherra draga úr vandamálinu, segja ástandið ekki svo slæmt miðað við aðrar þjóðir í heiminum. Hvaða þjóðir vill hann eiginlega bera okkur saman við? Við sættum okkur ekki við heilbrigðiskerfi sem veitir starfsfólki sínu ekki tækifæri til að nýta þekkingu sína til að bæta lífsgæði og bjarga mannslífum. Því miður er ekki nóg að starfsmenn spítalans, háskólanemar og almenningur átti sig á ástandinu ef ráðamenn gera það ekki. Til þess að úrbætur séu mögulegar verða stjórnvöld að breyta forgangsröðun sinni og leggja meira fé í heilbrigðiskerfið. Það er kominn tími til að ráðamenn taki við sér, það er þeirra skylda að gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að gera sitt besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum, þegar ég var að stíga mín fyrstu skref innan læknadeildar, hafði ég ekki hugmynd um hvað biði mín. Ég vissi að það væri verið að skera niður á spítalanum en mig óraði ekki fyrir því hversu viðamikill og dýrkeyptur sá niðurskurður væri. Ég bjóst ekki við að innan skamms fengi ég viðvaranir frá eldri nemendum vegna ástandsins. Að mér yrði ráðlagt að hætta í náminu á meðan ég gæti. Nú væri tækifærið, áður en ég hefði eytt of miklum fjármunum, orku og tíma í námið eins og þau. Fyrst þegar ég heyrði slíkar viðvaranir var ég ekki sannfærð, þetta gæti varla verið svo slæmt. En eftir að hafa kynnt mér ástand Landspítalans skil ég betur afstöðu þessara nemenda. Þeir horfa upp á lækna eyða gífurlegum tíma og orku í sérnám en geta ekki nýtt þekkingu sína til fulls þegar heim er komið. Erfitt er að sætta sig við fornfálegar aðferðir og biluð tæki eftir að hafa lært að beita nútímatækni læknavísindanna. Læknar horfa upp á sjúklinga verða örkumla eða deyja vitandi það að mögulegt væri að bjarga þeim ef aðstaðan væri betri. Þeir þurfa að sætta sig við að starfa í byggingu sem er heilsuspillandi fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga sökum sveppavaxtar. Læknar þurfa að lifa með dómgreindarbresti og mistökum af sinni hálfu sem beint má rekja til þreytu og of mikils vinnuálags. Fyrir þessa vinnu fá þeir greitt aðeins brot af því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þetta á að sjálfsögðu við um allar starfstéttir spítalans, engin þeirra er undanskilin.Ekkert lát á niðurskurði En af hverju hætti ég ekki? Mig langar að verða læknir og ég vil ekki láta bágt ástand heilbrigðiskerfis hérlendis standa í vegi mínum. En umfram allt hafði ég trú á að ástandið myndi batna. Að stjórnvöld myndu standa við loforð sín um úrbætur og að niðurskurðurinn væri bara tímabundinn. Starfsfólk spítalans hefur lagst á eitt til að halda dampi gegnum þessa erfiðu tíma, lagt á sig ómælda vinnu og álag, en nú er fólk orðið þreytt. Þó virðist ekkert lát ætla að verða á hinum langvarandi niðurskurði sem er að murka líftóruna úr einni mikilvægustu stofnun landsins. Á hverju ári fara stórar fjárhæðir til spillis vegna óhagstæðs fyrirkomulags spítalans (fjórir milljarðar fara í bráðaviðhald í ár) og það sem verra er; lífum er kastað á glæ vegna þessa. Þegar íslenskt heilbrigðiskerfi er að hruni komið er afar sárt að heyra heilbrigðisráðherra draga úr vandamálinu, segja ástandið ekki svo slæmt miðað við aðrar þjóðir í heiminum. Hvaða þjóðir vill hann eiginlega bera okkur saman við? Við sættum okkur ekki við heilbrigðiskerfi sem veitir starfsfólki sínu ekki tækifæri til að nýta þekkingu sína til að bæta lífsgæði og bjarga mannslífum. Því miður er ekki nóg að starfsmenn spítalans, háskólanemar og almenningur átti sig á ástandinu ef ráðamenn gera það ekki. Til þess að úrbætur séu mögulegar verða stjórnvöld að breyta forgangsröðun sinni og leggja meira fé í heilbrigðiskerfið. Það er kominn tími til að ráðamenn taki við sér, það er þeirra skylda að gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að gera sitt besta.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun