Fæ ég að gera mitt besta? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 9. október 2014 07:00 Fyrir rúmum tveimur árum, þegar ég var að stíga mín fyrstu skref innan læknadeildar, hafði ég ekki hugmynd um hvað biði mín. Ég vissi að það væri verið að skera niður á spítalanum en mig óraði ekki fyrir því hversu viðamikill og dýrkeyptur sá niðurskurður væri. Ég bjóst ekki við að innan skamms fengi ég viðvaranir frá eldri nemendum vegna ástandsins. Að mér yrði ráðlagt að hætta í náminu á meðan ég gæti. Nú væri tækifærið, áður en ég hefði eytt of miklum fjármunum, orku og tíma í námið eins og þau. Fyrst þegar ég heyrði slíkar viðvaranir var ég ekki sannfærð, þetta gæti varla verið svo slæmt. En eftir að hafa kynnt mér ástand Landspítalans skil ég betur afstöðu þessara nemenda. Þeir horfa upp á lækna eyða gífurlegum tíma og orku í sérnám en geta ekki nýtt þekkingu sína til fulls þegar heim er komið. Erfitt er að sætta sig við fornfálegar aðferðir og biluð tæki eftir að hafa lært að beita nútímatækni læknavísindanna. Læknar horfa upp á sjúklinga verða örkumla eða deyja vitandi það að mögulegt væri að bjarga þeim ef aðstaðan væri betri. Þeir þurfa að sætta sig við að starfa í byggingu sem er heilsuspillandi fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga sökum sveppavaxtar. Læknar þurfa að lifa með dómgreindarbresti og mistökum af sinni hálfu sem beint má rekja til þreytu og of mikils vinnuálags. Fyrir þessa vinnu fá þeir greitt aðeins brot af því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þetta á að sjálfsögðu við um allar starfstéttir spítalans, engin þeirra er undanskilin.Ekkert lát á niðurskurði En af hverju hætti ég ekki? Mig langar að verða læknir og ég vil ekki láta bágt ástand heilbrigðiskerfis hérlendis standa í vegi mínum. En umfram allt hafði ég trú á að ástandið myndi batna. Að stjórnvöld myndu standa við loforð sín um úrbætur og að niðurskurðurinn væri bara tímabundinn. Starfsfólk spítalans hefur lagst á eitt til að halda dampi gegnum þessa erfiðu tíma, lagt á sig ómælda vinnu og álag, en nú er fólk orðið þreytt. Þó virðist ekkert lát ætla að verða á hinum langvarandi niðurskurði sem er að murka líftóruna úr einni mikilvægustu stofnun landsins. Á hverju ári fara stórar fjárhæðir til spillis vegna óhagstæðs fyrirkomulags spítalans (fjórir milljarðar fara í bráðaviðhald í ár) og það sem verra er; lífum er kastað á glæ vegna þessa. Þegar íslenskt heilbrigðiskerfi er að hruni komið er afar sárt að heyra heilbrigðisráðherra draga úr vandamálinu, segja ástandið ekki svo slæmt miðað við aðrar þjóðir í heiminum. Hvaða þjóðir vill hann eiginlega bera okkur saman við? Við sættum okkur ekki við heilbrigðiskerfi sem veitir starfsfólki sínu ekki tækifæri til að nýta þekkingu sína til að bæta lífsgæði og bjarga mannslífum. Því miður er ekki nóg að starfsmenn spítalans, háskólanemar og almenningur átti sig á ástandinu ef ráðamenn gera það ekki. Til þess að úrbætur séu mögulegar verða stjórnvöld að breyta forgangsröðun sinni og leggja meira fé í heilbrigðiskerfið. Það er kominn tími til að ráðamenn taki við sér, það er þeirra skylda að gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að gera sitt besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum, þegar ég var að stíga mín fyrstu skref innan læknadeildar, hafði ég ekki hugmynd um hvað biði mín. Ég vissi að það væri verið að skera niður á spítalanum en mig óraði ekki fyrir því hversu viðamikill og dýrkeyptur sá niðurskurður væri. Ég bjóst ekki við að innan skamms fengi ég viðvaranir frá eldri nemendum vegna ástandsins. Að mér yrði ráðlagt að hætta í náminu á meðan ég gæti. Nú væri tækifærið, áður en ég hefði eytt of miklum fjármunum, orku og tíma í námið eins og þau. Fyrst þegar ég heyrði slíkar viðvaranir var ég ekki sannfærð, þetta gæti varla verið svo slæmt. En eftir að hafa kynnt mér ástand Landspítalans skil ég betur afstöðu þessara nemenda. Þeir horfa upp á lækna eyða gífurlegum tíma og orku í sérnám en geta ekki nýtt þekkingu sína til fulls þegar heim er komið. Erfitt er að sætta sig við fornfálegar aðferðir og biluð tæki eftir að hafa lært að beita nútímatækni læknavísindanna. Læknar horfa upp á sjúklinga verða örkumla eða deyja vitandi það að mögulegt væri að bjarga þeim ef aðstaðan væri betri. Þeir þurfa að sætta sig við að starfa í byggingu sem er heilsuspillandi fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga sökum sveppavaxtar. Læknar þurfa að lifa með dómgreindarbresti og mistökum af sinni hálfu sem beint má rekja til þreytu og of mikils vinnuálags. Fyrir þessa vinnu fá þeir greitt aðeins brot af því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þetta á að sjálfsögðu við um allar starfstéttir spítalans, engin þeirra er undanskilin.Ekkert lát á niðurskurði En af hverju hætti ég ekki? Mig langar að verða læknir og ég vil ekki láta bágt ástand heilbrigðiskerfis hérlendis standa í vegi mínum. En umfram allt hafði ég trú á að ástandið myndi batna. Að stjórnvöld myndu standa við loforð sín um úrbætur og að niðurskurðurinn væri bara tímabundinn. Starfsfólk spítalans hefur lagst á eitt til að halda dampi gegnum þessa erfiðu tíma, lagt á sig ómælda vinnu og álag, en nú er fólk orðið þreytt. Þó virðist ekkert lát ætla að verða á hinum langvarandi niðurskurði sem er að murka líftóruna úr einni mikilvægustu stofnun landsins. Á hverju ári fara stórar fjárhæðir til spillis vegna óhagstæðs fyrirkomulags spítalans (fjórir milljarðar fara í bráðaviðhald í ár) og það sem verra er; lífum er kastað á glæ vegna þessa. Þegar íslenskt heilbrigðiskerfi er að hruni komið er afar sárt að heyra heilbrigðisráðherra draga úr vandamálinu, segja ástandið ekki svo slæmt miðað við aðrar þjóðir í heiminum. Hvaða þjóðir vill hann eiginlega bera okkur saman við? Við sættum okkur ekki við heilbrigðiskerfi sem veitir starfsfólki sínu ekki tækifæri til að nýta þekkingu sína til að bæta lífsgæði og bjarga mannslífum. Því miður er ekki nóg að starfsmenn spítalans, háskólanemar og almenningur átti sig á ástandinu ef ráðamenn gera það ekki. Til þess að úrbætur séu mögulegar verða stjórnvöld að breyta forgangsröðun sinni og leggja meira fé í heilbrigðiskerfið. Það er kominn tími til að ráðamenn taki við sér, það er þeirra skylda að gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að gera sitt besta.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar