Svartir sunnudagar snúa aftur með stæl Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. október 2014 15:00 Sjaldgæfur viðburður - Hugleikur telur gamlar myndir njóta sín best í bíósal. „Þetta er mjög mikið tilhlökkunarefni,“ segir Hugleikur Dagsson um bíósýningaröðina Svartir sunnudagar sem snýr nú aftur í Bíó Paradís eftir nokkurra mánuða hlé. Hugleikur hefur haldið utan um Svarta sunnudaga ásamt Sjón og Sigurjóni Kjartanssyni en áherslan hefur verið á költmyndir. Sýningarnar verða með breyttu sniði í haust en nú verða svokallaðar „double feature“ kvikmyndasýningar mánaðarlega í staðinn fyrir eina sýningu vikulega. Tvöfaldar kvikmyndasýningar eru ansi viðeigandi í ljósi þess að það var siður að sýna tvær myndir í röð á sínum tíma í bílabíóum og svokölluðum „grindhouse“-bíóum, sem sýndu aðallega B- og költmyndir. „Við ætlum að halda upp á þennan sið. Á svona atburðum lifa þessar gömlu költmyndir sem best, það er einhvern veginn meiri viðburður að sjá gamla mynd í bíó heldur en nýja. Það er sjaldgæfara,“ segir Hugleikur.Plakat eftir Hugleik.Á sunnudaginn verða tvær sígildar költmyndir frá árinu 1968 sýndar, Barbarella og Danger: Diabolik. „Barbarella er ein stærsta költmynd allra tíma en Danger: Diabolik er svolítið gleymd. Þær eiga það sameiginlegt að vera framleiddar af Dino De Laurentiis.“ Dino var einn stærsti kvikmyndaframleiðandi Ítalíu og framleiddi margar frægar Fellini-myndir jafnt sem smærri költmyndir. „Þær eru líka báðar byggðar á myndasögum og í rauninni með fyrstu góðu myndasögukvikmyndunum. Kvikmyndanördar vilja meina að þær séu báðar frábærar. Þær eru rosa „grúví“ og rosa „sixtís“.“ Frá því að Svartir sunnudagar voru stofnaðir hefur hefðin ávallt verið sú að fá listamenn til að gera plakötin fyrir sýningarnar. Hugleikur hannaði plakatið fyrir Barbarella/Danger: Diabolik en það er unnið úr gömlum teikningum úr myndasögunum. Öll plakötin eru til sýningar og sölu í Bíó Paradís en margir íslenskir listamenn hafa lagt þeim lið, svo sem Halldór Helgason, Þrándur Þórarinsson og Davíð Örn Halldórsson. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
„Þetta er mjög mikið tilhlökkunarefni,“ segir Hugleikur Dagsson um bíósýningaröðina Svartir sunnudagar sem snýr nú aftur í Bíó Paradís eftir nokkurra mánuða hlé. Hugleikur hefur haldið utan um Svarta sunnudaga ásamt Sjón og Sigurjóni Kjartanssyni en áherslan hefur verið á költmyndir. Sýningarnar verða með breyttu sniði í haust en nú verða svokallaðar „double feature“ kvikmyndasýningar mánaðarlega í staðinn fyrir eina sýningu vikulega. Tvöfaldar kvikmyndasýningar eru ansi viðeigandi í ljósi þess að það var siður að sýna tvær myndir í röð á sínum tíma í bílabíóum og svokölluðum „grindhouse“-bíóum, sem sýndu aðallega B- og költmyndir. „Við ætlum að halda upp á þennan sið. Á svona atburðum lifa þessar gömlu költmyndir sem best, það er einhvern veginn meiri viðburður að sjá gamla mynd í bíó heldur en nýja. Það er sjaldgæfara,“ segir Hugleikur.Plakat eftir Hugleik.Á sunnudaginn verða tvær sígildar költmyndir frá árinu 1968 sýndar, Barbarella og Danger: Diabolik. „Barbarella er ein stærsta költmynd allra tíma en Danger: Diabolik er svolítið gleymd. Þær eiga það sameiginlegt að vera framleiddar af Dino De Laurentiis.“ Dino var einn stærsti kvikmyndaframleiðandi Ítalíu og framleiddi margar frægar Fellini-myndir jafnt sem smærri költmyndir. „Þær eru líka báðar byggðar á myndasögum og í rauninni með fyrstu góðu myndasögukvikmyndunum. Kvikmyndanördar vilja meina að þær séu báðar frábærar. Þær eru rosa „grúví“ og rosa „sixtís“.“ Frá því að Svartir sunnudagar voru stofnaðir hefur hefðin ávallt verið sú að fá listamenn til að gera plakötin fyrir sýningarnar. Hugleikur hannaði plakatið fyrir Barbarella/Danger: Diabolik en það er unnið úr gömlum teikningum úr myndasögunum. Öll plakötin eru til sýningar og sölu í Bíó Paradís en margir íslenskir listamenn hafa lagt þeim lið, svo sem Halldór Helgason, Þrándur Þórarinsson og Davíð Örn Halldórsson.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira