Svartir sunnudagar snúa aftur með stæl Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. október 2014 15:00 Sjaldgæfur viðburður - Hugleikur telur gamlar myndir njóta sín best í bíósal. „Þetta er mjög mikið tilhlökkunarefni,“ segir Hugleikur Dagsson um bíósýningaröðina Svartir sunnudagar sem snýr nú aftur í Bíó Paradís eftir nokkurra mánuða hlé. Hugleikur hefur haldið utan um Svarta sunnudaga ásamt Sjón og Sigurjóni Kjartanssyni en áherslan hefur verið á költmyndir. Sýningarnar verða með breyttu sniði í haust en nú verða svokallaðar „double feature“ kvikmyndasýningar mánaðarlega í staðinn fyrir eina sýningu vikulega. Tvöfaldar kvikmyndasýningar eru ansi viðeigandi í ljósi þess að það var siður að sýna tvær myndir í röð á sínum tíma í bílabíóum og svokölluðum „grindhouse“-bíóum, sem sýndu aðallega B- og költmyndir. „Við ætlum að halda upp á þennan sið. Á svona atburðum lifa þessar gömlu költmyndir sem best, það er einhvern veginn meiri viðburður að sjá gamla mynd í bíó heldur en nýja. Það er sjaldgæfara,“ segir Hugleikur.Plakat eftir Hugleik.Á sunnudaginn verða tvær sígildar költmyndir frá árinu 1968 sýndar, Barbarella og Danger: Diabolik. „Barbarella er ein stærsta költmynd allra tíma en Danger: Diabolik er svolítið gleymd. Þær eiga það sameiginlegt að vera framleiddar af Dino De Laurentiis.“ Dino var einn stærsti kvikmyndaframleiðandi Ítalíu og framleiddi margar frægar Fellini-myndir jafnt sem smærri költmyndir. „Þær eru líka báðar byggðar á myndasögum og í rauninni með fyrstu góðu myndasögukvikmyndunum. Kvikmyndanördar vilja meina að þær séu báðar frábærar. Þær eru rosa „grúví“ og rosa „sixtís“.“ Frá því að Svartir sunnudagar voru stofnaðir hefur hefðin ávallt verið sú að fá listamenn til að gera plakötin fyrir sýningarnar. Hugleikur hannaði plakatið fyrir Barbarella/Danger: Diabolik en það er unnið úr gömlum teikningum úr myndasögunum. Öll plakötin eru til sýningar og sölu í Bíó Paradís en margir íslenskir listamenn hafa lagt þeim lið, svo sem Halldór Helgason, Þrándur Þórarinsson og Davíð Örn Halldórsson. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
„Þetta er mjög mikið tilhlökkunarefni,“ segir Hugleikur Dagsson um bíósýningaröðina Svartir sunnudagar sem snýr nú aftur í Bíó Paradís eftir nokkurra mánuða hlé. Hugleikur hefur haldið utan um Svarta sunnudaga ásamt Sjón og Sigurjóni Kjartanssyni en áherslan hefur verið á költmyndir. Sýningarnar verða með breyttu sniði í haust en nú verða svokallaðar „double feature“ kvikmyndasýningar mánaðarlega í staðinn fyrir eina sýningu vikulega. Tvöfaldar kvikmyndasýningar eru ansi viðeigandi í ljósi þess að það var siður að sýna tvær myndir í röð á sínum tíma í bílabíóum og svokölluðum „grindhouse“-bíóum, sem sýndu aðallega B- og költmyndir. „Við ætlum að halda upp á þennan sið. Á svona atburðum lifa þessar gömlu költmyndir sem best, það er einhvern veginn meiri viðburður að sjá gamla mynd í bíó heldur en nýja. Það er sjaldgæfara,“ segir Hugleikur.Plakat eftir Hugleik.Á sunnudaginn verða tvær sígildar költmyndir frá árinu 1968 sýndar, Barbarella og Danger: Diabolik. „Barbarella er ein stærsta költmynd allra tíma en Danger: Diabolik er svolítið gleymd. Þær eiga það sameiginlegt að vera framleiddar af Dino De Laurentiis.“ Dino var einn stærsti kvikmyndaframleiðandi Ítalíu og framleiddi margar frægar Fellini-myndir jafnt sem smærri költmyndir. „Þær eru líka báðar byggðar á myndasögum og í rauninni með fyrstu góðu myndasögukvikmyndunum. Kvikmyndanördar vilja meina að þær séu báðar frábærar. Þær eru rosa „grúví“ og rosa „sixtís“.“ Frá því að Svartir sunnudagar voru stofnaðir hefur hefðin ávallt verið sú að fá listamenn til að gera plakötin fyrir sýningarnar. Hugleikur hannaði plakatið fyrir Barbarella/Danger: Diabolik en það er unnið úr gömlum teikningum úr myndasögunum. Öll plakötin eru til sýningar og sölu í Bíó Paradís en margir íslenskir listamenn hafa lagt þeim lið, svo sem Halldór Helgason, Þrándur Þórarinsson og Davíð Örn Halldórsson.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira