Mikilvægast að ráðast gegn fátækt í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2014 20:30 Vinstri græn í Reykjavík leggja höfuðáherslu á að ráðast gegn fátækt í borginni, gjaldfrjálsan leikskóla og varfærni í áframhaldandi virkjunum Orkuveitunnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði. Vinstri grænir boðuðu fréttamenn til fundar í Björnslundi í Norðlingaholti og segja að það sé táknrænt fyrir þær áherslur sem framboðið hefur fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Stærsta viðfangsefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili verður að uppræta fátækt og vinna gegn aukinni mismunun í samfélaginu. Við verðum að taka á þessum vanda sem stjórnvald og við erum með mjög róttækar og ábyrgar lausnir til þess, sem fyrst og fremst felast í að létta byrðum af barnafjölskyldum og tryggja börnum, öllum börnum, jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu á borð við leikskóla, grunnskóla og frístundarheimili,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og oddvit Vinstri grænna í borginni. Vinstri græn vilji líka stuðla að bættum og sanngjarnari húsnæðismarkaði. Þá þurfi að standa vel á bakvið samfélagslega mikilvægar stofnanir eins og skólana og fyrirtæki borgarinnar, Sorpu, Strætó og Orkuveituna. Þið kallið okkur fréttamenn hingað út í skóg. Umhverfismál hafa staðið ykkur nærri , hvað með virkjanamál borgarinnar? „Það er alvarlegt ástand á Hellisheiði. Það er alveg ljóst að Orkuveitan hefur gengið allt of hart fram þar. Við virkjuðum þar í allt of stórum áföngum og gengum allt of hratt fram. Við munum ekki samþiggja frekari virkjanir á svæðinu fyrr en jafnvægi hefur náðst þar. Það er langt í það. Og að lausn hafi fundist á brennisteinsmengun, niðurdælingar vanda og öðrum fyrirsjáanlegum og ófyrirsjánlegum vandamálum sem kunna að koma upp,“ segir Sóley. Líf Magneudóttir segir að aðgangur að leikskólum og frístundaheimilum eigi að vera gjaldfrjáls. „Það er eiginlega algert hneyksli að það skuli ekki fyrir löngu búið að koma því á fót vegna þess að þetta er mikið réttlætis- og jafnréttismál. Þetta léttir byrða barnafjölskyldna, þetta útrýmir að vissu leyti fátækt. Þannig að ég tel að þetta sé vel mögulegt og við erum með leiðir til þess,“ segir Líf. Sóley Tómasdóttir er eini borgarfulltrúi Vinstri grænna eins og er, en Líf skipar annað sætið á listanum fyrir kosningarnar í vor. Eruð þið það öflug núna að þú komist einnig inn í borgarstjórn? „Ég er brött og vongóð og þegar við erum búin að kynna þessa frábæru stefnuskrá ríkur fylgið upp. Ég er handviss um það,“ segir Líf Magneudóttir. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Vinstri græn í Reykjavík leggja höfuðáherslu á að ráðast gegn fátækt í borginni, gjaldfrjálsan leikskóla og varfærni í áframhaldandi virkjunum Orkuveitunnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði. Vinstri grænir boðuðu fréttamenn til fundar í Björnslundi í Norðlingaholti og segja að það sé táknrænt fyrir þær áherslur sem framboðið hefur fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. „Stærsta viðfangsefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili verður að uppræta fátækt og vinna gegn aukinni mismunun í samfélaginu. Við verðum að taka á þessum vanda sem stjórnvald og við erum með mjög róttækar og ábyrgar lausnir til þess, sem fyrst og fremst felast í að létta byrðum af barnafjölskyldum og tryggja börnum, öllum börnum, jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu á borð við leikskóla, grunnskóla og frístundarheimili,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og oddvit Vinstri grænna í borginni. Vinstri græn vilji líka stuðla að bættum og sanngjarnari húsnæðismarkaði. Þá þurfi að standa vel á bakvið samfélagslega mikilvægar stofnanir eins og skólana og fyrirtæki borgarinnar, Sorpu, Strætó og Orkuveituna. Þið kallið okkur fréttamenn hingað út í skóg. Umhverfismál hafa staðið ykkur nærri , hvað með virkjanamál borgarinnar? „Það er alvarlegt ástand á Hellisheiði. Það er alveg ljóst að Orkuveitan hefur gengið allt of hart fram þar. Við virkjuðum þar í allt of stórum áföngum og gengum allt of hratt fram. Við munum ekki samþiggja frekari virkjanir á svæðinu fyrr en jafnvægi hefur náðst þar. Það er langt í það. Og að lausn hafi fundist á brennisteinsmengun, niðurdælingar vanda og öðrum fyrirsjáanlegum og ófyrirsjánlegum vandamálum sem kunna að koma upp,“ segir Sóley. Líf Magneudóttir segir að aðgangur að leikskólum og frístundaheimilum eigi að vera gjaldfrjáls. „Það er eiginlega algert hneyksli að það skuli ekki fyrir löngu búið að koma því á fót vegna þess að þetta er mikið réttlætis- og jafnréttismál. Þetta léttir byrða barnafjölskyldna, þetta útrýmir að vissu leyti fátækt. Þannig að ég tel að þetta sé vel mögulegt og við erum með leiðir til þess,“ segir Líf. Sóley Tómasdóttir er eini borgarfulltrúi Vinstri grænna eins og er, en Líf skipar annað sætið á listanum fyrir kosningarnar í vor. Eruð þið það öflug núna að þú komist einnig inn í borgarstjórn? „Ég er brött og vongóð og þegar við erum búin að kynna þessa frábæru stefnuskrá ríkur fylgið upp. Ég er handviss um það,“ segir Líf Magneudóttir.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira