Lífið

Skotið á Íslendinga í Superbowl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tim Tebow gagnrýndi Íslendinga í auglýsingu í gær.
Tim Tebow gagnrýndi Íslendinga í auglýsingu í gær. mynd/skjáskot
Barist var um Vince Lombardi bikarinn í New Jersey í gær en þar mættust Seattle Seahawks og Denver Broncos í úrslitaleik bandarísku NFL-deildarinnar.

Seahawks vann leikinn með miklum yfirburðum 43-8 og sáu leikmenn Denver Broncos aldrei til sólar.

Það sem vakti mikla athygli og snéri að okkur Íslendingum var auglýsing frá fjarskiptafyrirtækinu T-Moblie en þar fór Tim Tebow, fyrrverandi leikstjórnandi í NFL deildinni, með aðalhlutverk.

Í auglýsingunni voru hvalveiðar Íslendinga gagnrýndar en ekki er til dýrara auglýsingapláss en í leiknum um Ofurskálina.

Talið er að 100 milljón manns hafi séð umrædda auglýsingu.

Í auglýsingunni er Tebow staddur á alþjóðlegri friðarráðstefnu og lætur eftirfarandi orð flakka:

„Við getum bjargað hvölunum og við getum talað við dýr. Ísland, augun hingað.“

Hér að neðan má sjá tvær auglýsingar frá T-Moblie þar sem Íslendingar koma við sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.