Lífið

Grætti Þórunni AntoníuSíðasti keppandi kvöldsins í gær í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent var Signý Sverrisdóttir, grunnskólakennari.

Aðspurð sagðist Signý vera afskaplega stressuð fyrir flutninginn.

Stressið reyndist óþarft, því að dómnefndin heillaðist af söng Signýjar, sem flutti lagið Heyr mína bæn sem Ellý Vilhjálms flutti svo eftirminnilega.

Þá þótti Þórunni Antoníu svo mikið til söngsins koma að hún táraðist í dómarasætinu.

Sjón er sögu ríkari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.