Innlent

Landhelgisgæslan sækir veikan mann í grænlenskri lögsögu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar.
Sjóbjörgunarstjórnstöðin í Nuuk á Grænlandi hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á níunda tímanum í morgun vegna veiks sjómanns um borð í norskum togara.

Var hann þá staddur um 250 sjómílur vestur af Snæfellsnesi -  í grænlenskri lögsögu.

Samkvæmt tilkynningu heldur skipið  nú áleiðis til Íslands á fullri ferð. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, fór frá Reykjavík um klukkan hálf ellefu í morgun á móts við skipið til að sækja sjúklinginn.

Danska herskipið Hvidbjornen sem var í höfn í Reykjavík, hélt úr höfn um stundarfjórðung fyrir tíu og siglir einnig á fullri ferð til móts við skipið.

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF sem og þyrlan TF-SYN eru til reiðu á Reykjavíkurflugvelli á meðan á sjúkrafluginu stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×