Nýta ómannað loftfar til þess að telja seli Svavar Hávarðsson skrifar 29. september 2014 09:30 Stofn landsels er talinn vera um 12.000 dýr, eða þriðjungur þess sem hann var 1980. fréttablaðið/vilhelm Sérfræðingar hafa brugðið á það ráð að nota ómannað loftfar við selatalningar. Reynist þessi aðferð vel er hugmyndin að nýta hana, ásamt hefðbundnum talningum úr flugvél, við stofnstærðarmælingar á sel í framtíðinni – ekki síst til þess að freista þess að draga úr kostnaði við talningarnar. Veiðimálastofnun og Selasetur Íslands á Hvammstanga vinna nú að selatalningu úr lofti, en slíkar talningar fóru síðast fram árið 2011. Þá var talið um allt land, en ekki fékkst fjárveiting til slíkrar talningar í ár, og því ekki hægt að byggja stofnstærðarmat á þeim gögnum sem safnast nú.Sandra M. Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun.Sandra Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun, veitir verkefninu forystu. Hún segir að talningin muni þó gefa vísbendingar um fjölda landsela í helstu látrum landsins. „Fram til þessa hefur aðeins verið talið úr flugvél, en í þetta skiptið gerum við tilraun til talningar með aðstoð ómannaðs loftfars og úr þyrlu til viðbótar. Ætlunin er að bera saman þessar þrjár talningaraðferðir. Reynist þetta vel má kannski draga úr kostnaði,“ segir Sandra og nefnir að styrkurinn sem fékkst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var aðeins um fjórðungur þess sem sótt var um. Sandra viðurkennir að það sé gremjulegt að geta ekki unnið stofnstærðarmatið árlega, eins og önnur Norðurlönd gera. „Það er í raun algjört lágmark að gera þetta árlega, og fara þrisvar sinnum yfir öll svæðin ef áreiðanleg mæling á að nást. Það eru margir þættir sem skipta máli.“ Við síðustu stofnstærðarmælingu árið 2011 var landselsstofninn talinn vera tæplega 12.000 dýr, eða þriðjungur þess sem hann var árið 1980. Stofn útsels var talinn 2012 og þá áætlaður vera rúmlega 4.000 dýr, en útsel hefur farið fækkandi síðan 2005. „Talningin 2011 sýndi að landselsstofninn hafði staðið í stað frá 2003, sem er jákvætt. En með útselinn lítur þetta alls ekki vel út. Þess vegna viljum við fá fjármagn til talninga, og ekki síður til þess að geta borið okkur saman við hin Norðurlöndin fræðilega séð. Þess vegna er það leiðinlegt að geta ekki haldið betur utan um þetta, eins og þar er gert,“ segir Sandra. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Sérfræðingar hafa brugðið á það ráð að nota ómannað loftfar við selatalningar. Reynist þessi aðferð vel er hugmyndin að nýta hana, ásamt hefðbundnum talningum úr flugvél, við stofnstærðarmælingar á sel í framtíðinni – ekki síst til þess að freista þess að draga úr kostnaði við talningarnar. Veiðimálastofnun og Selasetur Íslands á Hvammstanga vinna nú að selatalningu úr lofti, en slíkar talningar fóru síðast fram árið 2011. Þá var talið um allt land, en ekki fékkst fjárveiting til slíkrar talningar í ár, og því ekki hægt að byggja stofnstærðarmat á þeim gögnum sem safnast nú.Sandra M. Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun.Sandra Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun, veitir verkefninu forystu. Hún segir að talningin muni þó gefa vísbendingar um fjölda landsela í helstu látrum landsins. „Fram til þessa hefur aðeins verið talið úr flugvél, en í þetta skiptið gerum við tilraun til talningar með aðstoð ómannaðs loftfars og úr þyrlu til viðbótar. Ætlunin er að bera saman þessar þrjár talningaraðferðir. Reynist þetta vel má kannski draga úr kostnaði,“ segir Sandra og nefnir að styrkurinn sem fékkst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var aðeins um fjórðungur þess sem sótt var um. Sandra viðurkennir að það sé gremjulegt að geta ekki unnið stofnstærðarmatið árlega, eins og önnur Norðurlönd gera. „Það er í raun algjört lágmark að gera þetta árlega, og fara þrisvar sinnum yfir öll svæðin ef áreiðanleg mæling á að nást. Það eru margir þættir sem skipta máli.“ Við síðustu stofnstærðarmælingu árið 2011 var landselsstofninn talinn vera tæplega 12.000 dýr, eða þriðjungur þess sem hann var árið 1980. Stofn útsels var talinn 2012 og þá áætlaður vera rúmlega 4.000 dýr, en útsel hefur farið fækkandi síðan 2005. „Talningin 2011 sýndi að landselsstofninn hafði staðið í stað frá 2003, sem er jákvætt. En með útselinn lítur þetta alls ekki vel út. Þess vegna viljum við fá fjármagn til talninga, og ekki síður til þess að geta borið okkur saman við hin Norðurlöndin fræðilega séð. Þess vegna er það leiðinlegt að geta ekki haldið betur utan um þetta, eins og þar er gert,“ segir Sandra.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira