Nýta ómannað loftfar til þess að telja seli Svavar Hávarðsson skrifar 29. september 2014 09:30 Stofn landsels er talinn vera um 12.000 dýr, eða þriðjungur þess sem hann var 1980. fréttablaðið/vilhelm Sérfræðingar hafa brugðið á það ráð að nota ómannað loftfar við selatalningar. Reynist þessi aðferð vel er hugmyndin að nýta hana, ásamt hefðbundnum talningum úr flugvél, við stofnstærðarmælingar á sel í framtíðinni – ekki síst til þess að freista þess að draga úr kostnaði við talningarnar. Veiðimálastofnun og Selasetur Íslands á Hvammstanga vinna nú að selatalningu úr lofti, en slíkar talningar fóru síðast fram árið 2011. Þá var talið um allt land, en ekki fékkst fjárveiting til slíkrar talningar í ár, og því ekki hægt að byggja stofnstærðarmat á þeim gögnum sem safnast nú.Sandra M. Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun.Sandra Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun, veitir verkefninu forystu. Hún segir að talningin muni þó gefa vísbendingar um fjölda landsela í helstu látrum landsins. „Fram til þessa hefur aðeins verið talið úr flugvél, en í þetta skiptið gerum við tilraun til talningar með aðstoð ómannaðs loftfars og úr þyrlu til viðbótar. Ætlunin er að bera saman þessar þrjár talningaraðferðir. Reynist þetta vel má kannski draga úr kostnaði,“ segir Sandra og nefnir að styrkurinn sem fékkst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var aðeins um fjórðungur þess sem sótt var um. Sandra viðurkennir að það sé gremjulegt að geta ekki unnið stofnstærðarmatið árlega, eins og önnur Norðurlönd gera. „Það er í raun algjört lágmark að gera þetta árlega, og fara þrisvar sinnum yfir öll svæðin ef áreiðanleg mæling á að nást. Það eru margir þættir sem skipta máli.“ Við síðustu stofnstærðarmælingu árið 2011 var landselsstofninn talinn vera tæplega 12.000 dýr, eða þriðjungur þess sem hann var árið 1980. Stofn útsels var talinn 2012 og þá áætlaður vera rúmlega 4.000 dýr, en útsel hefur farið fækkandi síðan 2005. „Talningin 2011 sýndi að landselsstofninn hafði staðið í stað frá 2003, sem er jákvætt. En með útselinn lítur þetta alls ekki vel út. Þess vegna viljum við fá fjármagn til talninga, og ekki síður til þess að geta borið okkur saman við hin Norðurlöndin fræðilega séð. Þess vegna er það leiðinlegt að geta ekki haldið betur utan um þetta, eins og þar er gert,“ segir Sandra. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira
Sérfræðingar hafa brugðið á það ráð að nota ómannað loftfar við selatalningar. Reynist þessi aðferð vel er hugmyndin að nýta hana, ásamt hefðbundnum talningum úr flugvél, við stofnstærðarmælingar á sel í framtíðinni – ekki síst til þess að freista þess að draga úr kostnaði við talningarnar. Veiðimálastofnun og Selasetur Íslands á Hvammstanga vinna nú að selatalningu úr lofti, en slíkar talningar fóru síðast fram árið 2011. Þá var talið um allt land, en ekki fékkst fjárveiting til slíkrar talningar í ár, og því ekki hægt að byggja stofnstærðarmat á þeim gögnum sem safnast nú.Sandra M. Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun.Sandra Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun, veitir verkefninu forystu. Hún segir að talningin muni þó gefa vísbendingar um fjölda landsela í helstu látrum landsins. „Fram til þessa hefur aðeins verið talið úr flugvél, en í þetta skiptið gerum við tilraun til talningar með aðstoð ómannaðs loftfars og úr þyrlu til viðbótar. Ætlunin er að bera saman þessar þrjár talningaraðferðir. Reynist þetta vel má kannski draga úr kostnaði,“ segir Sandra og nefnir að styrkurinn sem fékkst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var aðeins um fjórðungur þess sem sótt var um. Sandra viðurkennir að það sé gremjulegt að geta ekki unnið stofnstærðarmatið árlega, eins og önnur Norðurlönd gera. „Það er í raun algjört lágmark að gera þetta árlega, og fara þrisvar sinnum yfir öll svæðin ef áreiðanleg mæling á að nást. Það eru margir þættir sem skipta máli.“ Við síðustu stofnstærðarmælingu árið 2011 var landselsstofninn talinn vera tæplega 12.000 dýr, eða þriðjungur þess sem hann var árið 1980. Stofn útsels var talinn 2012 og þá áætlaður vera rúmlega 4.000 dýr, en útsel hefur farið fækkandi síðan 2005. „Talningin 2011 sýndi að landselsstofninn hafði staðið í stað frá 2003, sem er jákvætt. En með útselinn lítur þetta alls ekki vel út. Þess vegna viljum við fá fjármagn til talninga, og ekki síður til þess að geta borið okkur saman við hin Norðurlöndin fræðilega séð. Þess vegna er það leiðinlegt að geta ekki haldið betur utan um þetta, eins og þar er gert,“ segir Sandra.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira