Nýta ómannað loftfar til þess að telja seli Svavar Hávarðsson skrifar 29. september 2014 09:30 Stofn landsels er talinn vera um 12.000 dýr, eða þriðjungur þess sem hann var 1980. fréttablaðið/vilhelm Sérfræðingar hafa brugðið á það ráð að nota ómannað loftfar við selatalningar. Reynist þessi aðferð vel er hugmyndin að nýta hana, ásamt hefðbundnum talningum úr flugvél, við stofnstærðarmælingar á sel í framtíðinni – ekki síst til þess að freista þess að draga úr kostnaði við talningarnar. Veiðimálastofnun og Selasetur Íslands á Hvammstanga vinna nú að selatalningu úr lofti, en slíkar talningar fóru síðast fram árið 2011. Þá var talið um allt land, en ekki fékkst fjárveiting til slíkrar talningar í ár, og því ekki hægt að byggja stofnstærðarmat á þeim gögnum sem safnast nú.Sandra M. Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun.Sandra Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun, veitir verkefninu forystu. Hún segir að talningin muni þó gefa vísbendingar um fjölda landsela í helstu látrum landsins. „Fram til þessa hefur aðeins verið talið úr flugvél, en í þetta skiptið gerum við tilraun til talningar með aðstoð ómannaðs loftfars og úr þyrlu til viðbótar. Ætlunin er að bera saman þessar þrjár talningaraðferðir. Reynist þetta vel má kannski draga úr kostnaði,“ segir Sandra og nefnir að styrkurinn sem fékkst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var aðeins um fjórðungur þess sem sótt var um. Sandra viðurkennir að það sé gremjulegt að geta ekki unnið stofnstærðarmatið árlega, eins og önnur Norðurlönd gera. „Það er í raun algjört lágmark að gera þetta árlega, og fara þrisvar sinnum yfir öll svæðin ef áreiðanleg mæling á að nást. Það eru margir þættir sem skipta máli.“ Við síðustu stofnstærðarmælingu árið 2011 var landselsstofninn talinn vera tæplega 12.000 dýr, eða þriðjungur þess sem hann var árið 1980. Stofn útsels var talinn 2012 og þá áætlaður vera rúmlega 4.000 dýr, en útsel hefur farið fækkandi síðan 2005. „Talningin 2011 sýndi að landselsstofninn hafði staðið í stað frá 2003, sem er jákvætt. En með útselinn lítur þetta alls ekki vel út. Þess vegna viljum við fá fjármagn til talninga, og ekki síður til þess að geta borið okkur saman við hin Norðurlöndin fræðilega séð. Þess vegna er það leiðinlegt að geta ekki haldið betur utan um þetta, eins og þar er gert,“ segir Sandra. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Sérfræðingar hafa brugðið á það ráð að nota ómannað loftfar við selatalningar. Reynist þessi aðferð vel er hugmyndin að nýta hana, ásamt hefðbundnum talningum úr flugvél, við stofnstærðarmælingar á sel í framtíðinni – ekki síst til þess að freista þess að draga úr kostnaði við talningarnar. Veiðimálastofnun og Selasetur Íslands á Hvammstanga vinna nú að selatalningu úr lofti, en slíkar talningar fóru síðast fram árið 2011. Þá var talið um allt land, en ekki fékkst fjárveiting til slíkrar talningar í ár, og því ekki hægt að byggja stofnstærðarmat á þeim gögnum sem safnast nú.Sandra M. Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun.Sandra Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun, veitir verkefninu forystu. Hún segir að talningin muni þó gefa vísbendingar um fjölda landsela í helstu látrum landsins. „Fram til þessa hefur aðeins verið talið úr flugvél, en í þetta skiptið gerum við tilraun til talningar með aðstoð ómannaðs loftfars og úr þyrlu til viðbótar. Ætlunin er að bera saman þessar þrjár talningaraðferðir. Reynist þetta vel má kannski draga úr kostnaði,“ segir Sandra og nefnir að styrkurinn sem fékkst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var aðeins um fjórðungur þess sem sótt var um. Sandra viðurkennir að það sé gremjulegt að geta ekki unnið stofnstærðarmatið árlega, eins og önnur Norðurlönd gera. „Það er í raun algjört lágmark að gera þetta árlega, og fara þrisvar sinnum yfir öll svæðin ef áreiðanleg mæling á að nást. Það eru margir þættir sem skipta máli.“ Við síðustu stofnstærðarmælingu árið 2011 var landselsstofninn talinn vera tæplega 12.000 dýr, eða þriðjungur þess sem hann var árið 1980. Stofn útsels var talinn 2012 og þá áætlaður vera rúmlega 4.000 dýr, en útsel hefur farið fækkandi síðan 2005. „Talningin 2011 sýndi að landselsstofninn hafði staðið í stað frá 2003, sem er jákvætt. En með útselinn lítur þetta alls ekki vel út. Þess vegna viljum við fá fjármagn til talninga, og ekki síður til þess að geta borið okkur saman við hin Norðurlöndin fræðilega séð. Þess vegna er það leiðinlegt að geta ekki haldið betur utan um þetta, eins og þar er gert,“ segir Sandra.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira