Lífið

Lungaskólinn að taka á sig mynd

Björt segir að nemendur fái smjörþefinn af hinum ýmsum listformum í Lungaskólanum á Seyðisfirði. Skólinn verður settur í september.
Björt segir að nemendur fái smjörþefinn af hinum ýmsum listformum í Lungaskólanum á Seyðisfirði. Skólinn verður settur í september.
„Við verðum mikið að fókusa á sjálfið og það hver við erum, hvernig við viljum vera og hvernig best sé að komast á þann stað,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, sem undirbýr nú opnun Lungaskólans á Seyðisfirði.

Í mars og apríl fóru fram svokallaðir prufumánuðir en þá dvöldu 17 nemendur við skólann og voru hin ýmsu námskeið prófuð.

„Nemendurnir við skólann búa á farfuglaheimilinu sem er nýuppgert og er í raun algjört lúxushótel. Lengd námskeiðsins er þrír mánuðir og er skólinn með svipuðu sniði og lýðháskólarnir úti. Við munum þó ekki vinna út frá einni ákveðinni stefnu heldur munu nemendur fá smjörþefinn af hinum ýmsu listformum,“ segir Björt.

Hugmyndin um Lungaskólann þróaðist í framhaldi af listahátíð unga fólksins, LungA, sem farið hefur fram á Seyðisfirði frá árinu 2000. Björt segir að dvöl við skólann komi til með að henta þeim sem telja sig ekki passa inn í hið hefðbundna skólakerfi hér á landi. „Þetta er alveg frábær tilbreyting fyrir þá sem vita ekki alveg enn hvað þeir vilja gera. Það er gott að eiga tækifæri á því að geta tekið sér nokkra mánuði í að kúpla sig úr sínu venjulega umhverfi.“

Skólinn hefst hinn 15. september og segir Björt að hægt sé að gera ráð fyrir 35 nemendum. Nánari umfjöllun um skólann og skráningu má finna inni á lunga.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.