Að beita fyrir sig bæn Sunna Dóra Möller og Sigurvin Jónsson skrifar 30. september 2014 00:00 Um liðna helgi blés sami hópur og fyrir ári hélt Hátíð vonar til hátíðarhalda, nú undir merkjunum Kristsdagur. Markmið þessa dags er „að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu, sameinist í bæn fyrir landi og þjóð“. Markmiðið er virðingarvert en líkt og fyrir ári ber umgjörð þess með sér valdbeitingu sem vekur ugg meðal þjóðarinnar. Í margumræddu bænaskjali hátíðarinnar er ekki einungis að finna bænir fyrir landi og þjóð heldur biblíufestu og siðferðisboðun, sem íslenska Þjóðkirkjan má ekki setja nafn sitt við. Þær bænir sem bornar eru fram af skipuleggjendum hátíðarinnar eru ekki almennt orðaðar heldur bera með sér trúarlegan og pólitískan boðskap, sem vekur upp ótal siðferðislegar spurningar. Í bænaskjalinu er meðal annars játað að við séum kristin þjóð, sem gefur til kynna að aðrir tilheyri ekki þjóð okkar, það orðað að uppgræðsla landsins og hagvöxtur séu undir trúarafstöðu okkar komin, það gefið í skyn að kennarastéttin vaði í villu og lögð blessun yfir auðlindakerfi forréttindahóps. Alvarlegust er þó sú bæn sem orðuð er svo: „Biðjum um breytt viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu.“ Sú bæn sem fordæmir fóstureyðingar er beðin á kostnað ákvörðunarrétts kvenna og á kostnað þeirra sem staðið hafa í þeim sporum.Fordómar yfirfærðir á Guð Fóstureyðingar eru veruleiki sem fátítt er að sé ræddur opinberlega. Ákvörðuninni fylgir oft skömm og konur sem standa í þeim sporum mæta fordómum á borð við að konur noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn og að hún sé tengd skorti á ábyrgðarkennd. Sá málflutningur gerir lítið úr trúverðugleika kvenna og ber keim af því þegar rætt er um að konur sem mæta kynferðisofbeldi bjóði upp á það með klæðaburði eða að heimilisofbeldi eigi sér stað af því að konur hafi reitt maka sinn til reiði. Fóstureyðing er aldrei auðveld ákvörðun. Það er ákvörðun sem fylgir konum lífið á enda og getur haft varanleg áhrif á sálarlíf þeirra. Í þeim sporum getur verið erfitt að trúa því að það sé kærleiksríkur Guð sem horfir á konu í erfiðum aðstæðum, heldur dæmi það sem hafi átt sér stað líkt og þeir sem tala gegn fóstureyðingum gera svo sterkt. Fordómar þessa hóps eru yfirfærðir á Guð. Fréttastofa RÚV hefur verið gagnrýnd fyrir að fréttaflutningar hennar beri vott um fordóma í garð kristinna og því hefur verið haldið á lofti að ekki hafi verið rætt um eða beðið fyrir fóstureyðingum á deginum sjálfum. Fyrir ári var hið sama fullyrt og bent á að Franklin Graham hefði ekki barið á hinsegin fólki á Hátíð vonar.Bæn í formi stjórntækis Það er afstaða okkar að bænamál eigi að heyrast víða í hinu opinbera rými og það má til sanns vegar færa að trúariðkun mæti fordómum í fjölmiðlum. En þegar bæn birtist í formi stjórntækis stendur okkur ógn af trúnni. Bæn sem borin er fram af nærgætni blessar þann sem við henni tekur en sú biblíufesta sem birtist í bænaskjali Kristsdagsins, er í besta falli móðgandi og í versta falli skaðleg. Þjóðkirkjan hefur nú þegar rætt mörg siðferðisleg álitamál, tekist á um þau og komið þeim heim til hafnar. Breiðfylking eins og Þjóðkirkjan er, sem segist hafa rými fyrir alla og lækkar þröskulda sína til þess að taka á móti þeim sem eiga ekki annars staðar skjól, á að hafa kjark og þor til að hafna því sem er meiðandi. Þannig starfar kirkja sem vill vinna í anda Jesú Krists í heiminum, með því að samþykkja ekki mismunum í Jesú nafni. Þegar Þjóðkirkjan tekur þátt í samkirkjulegum viðburðum þurfa leikreglur að vera skýrar og tryggt að ekki sé verið að samþykkja áherslur sem eru henni framandi. Annað árið í röð kemur íslenska Þjóðkirkjan með beinum hætti að viðburði sem beitir fyrir sig bæn til að boða útilokandi trú, biblíufestu og íhaldssöm siðferðisviðmið. Jesús var óþreytandi við að benda trúarlegum yfirvöldum síns tíma á að hafna slíkri framgöngu. Það er bæn okkar að sú Þjóðkirkja sem við þjónum reynist þjóðinni „biðjandi, boðandi og þjónandi“ án þess að gera það á kostnað þeirra sem falla utan rammans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um liðna helgi blés sami hópur og fyrir ári hélt Hátíð vonar til hátíðarhalda, nú undir merkjunum Kristsdagur. Markmið þessa dags er „að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu, sameinist í bæn fyrir landi og þjóð“. Markmiðið er virðingarvert en líkt og fyrir ári ber umgjörð þess með sér valdbeitingu sem vekur ugg meðal þjóðarinnar. Í margumræddu bænaskjali hátíðarinnar er ekki einungis að finna bænir fyrir landi og þjóð heldur biblíufestu og siðferðisboðun, sem íslenska Þjóðkirkjan má ekki setja nafn sitt við. Þær bænir sem bornar eru fram af skipuleggjendum hátíðarinnar eru ekki almennt orðaðar heldur bera með sér trúarlegan og pólitískan boðskap, sem vekur upp ótal siðferðislegar spurningar. Í bænaskjalinu er meðal annars játað að við séum kristin þjóð, sem gefur til kynna að aðrir tilheyri ekki þjóð okkar, það orðað að uppgræðsla landsins og hagvöxtur séu undir trúarafstöðu okkar komin, það gefið í skyn að kennarastéttin vaði í villu og lögð blessun yfir auðlindakerfi forréttindahóps. Alvarlegust er þó sú bæn sem orðuð er svo: „Biðjum um breytt viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu.“ Sú bæn sem fordæmir fóstureyðingar er beðin á kostnað ákvörðunarrétts kvenna og á kostnað þeirra sem staðið hafa í þeim sporum.Fordómar yfirfærðir á Guð Fóstureyðingar eru veruleiki sem fátítt er að sé ræddur opinberlega. Ákvörðuninni fylgir oft skömm og konur sem standa í þeim sporum mæta fordómum á borð við að konur noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn og að hún sé tengd skorti á ábyrgðarkennd. Sá málflutningur gerir lítið úr trúverðugleika kvenna og ber keim af því þegar rætt er um að konur sem mæta kynferðisofbeldi bjóði upp á það með klæðaburði eða að heimilisofbeldi eigi sér stað af því að konur hafi reitt maka sinn til reiði. Fóstureyðing er aldrei auðveld ákvörðun. Það er ákvörðun sem fylgir konum lífið á enda og getur haft varanleg áhrif á sálarlíf þeirra. Í þeim sporum getur verið erfitt að trúa því að það sé kærleiksríkur Guð sem horfir á konu í erfiðum aðstæðum, heldur dæmi það sem hafi átt sér stað líkt og þeir sem tala gegn fóstureyðingum gera svo sterkt. Fordómar þessa hóps eru yfirfærðir á Guð. Fréttastofa RÚV hefur verið gagnrýnd fyrir að fréttaflutningar hennar beri vott um fordóma í garð kristinna og því hefur verið haldið á lofti að ekki hafi verið rætt um eða beðið fyrir fóstureyðingum á deginum sjálfum. Fyrir ári var hið sama fullyrt og bent á að Franklin Graham hefði ekki barið á hinsegin fólki á Hátíð vonar.Bæn í formi stjórntækis Það er afstaða okkar að bænamál eigi að heyrast víða í hinu opinbera rými og það má til sanns vegar færa að trúariðkun mæti fordómum í fjölmiðlum. En þegar bæn birtist í formi stjórntækis stendur okkur ógn af trúnni. Bæn sem borin er fram af nærgætni blessar þann sem við henni tekur en sú biblíufesta sem birtist í bænaskjali Kristsdagsins, er í besta falli móðgandi og í versta falli skaðleg. Þjóðkirkjan hefur nú þegar rætt mörg siðferðisleg álitamál, tekist á um þau og komið þeim heim til hafnar. Breiðfylking eins og Þjóðkirkjan er, sem segist hafa rými fyrir alla og lækkar þröskulda sína til þess að taka á móti þeim sem eiga ekki annars staðar skjól, á að hafa kjark og þor til að hafna því sem er meiðandi. Þannig starfar kirkja sem vill vinna í anda Jesú Krists í heiminum, með því að samþykkja ekki mismunum í Jesú nafni. Þegar Þjóðkirkjan tekur þátt í samkirkjulegum viðburðum þurfa leikreglur að vera skýrar og tryggt að ekki sé verið að samþykkja áherslur sem eru henni framandi. Annað árið í röð kemur íslenska Þjóðkirkjan með beinum hætti að viðburði sem beitir fyrir sig bæn til að boða útilokandi trú, biblíufestu og íhaldssöm siðferðisviðmið. Jesús var óþreytandi við að benda trúarlegum yfirvöldum síns tíma á að hafna slíkri framgöngu. Það er bæn okkar að sú Þjóðkirkja sem við þjónum reynist þjóðinni „biðjandi, boðandi og þjónandi“ án þess að gera það á kostnað þeirra sem falla utan rammans.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun