Að beita fyrir sig bæn Sunna Dóra Möller og Sigurvin Jónsson skrifar 30. september 2014 00:00 Um liðna helgi blés sami hópur og fyrir ári hélt Hátíð vonar til hátíðarhalda, nú undir merkjunum Kristsdagur. Markmið þessa dags er „að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu, sameinist í bæn fyrir landi og þjóð“. Markmiðið er virðingarvert en líkt og fyrir ári ber umgjörð þess með sér valdbeitingu sem vekur ugg meðal þjóðarinnar. Í margumræddu bænaskjali hátíðarinnar er ekki einungis að finna bænir fyrir landi og þjóð heldur biblíufestu og siðferðisboðun, sem íslenska Þjóðkirkjan má ekki setja nafn sitt við. Þær bænir sem bornar eru fram af skipuleggjendum hátíðarinnar eru ekki almennt orðaðar heldur bera með sér trúarlegan og pólitískan boðskap, sem vekur upp ótal siðferðislegar spurningar. Í bænaskjalinu er meðal annars játað að við séum kristin þjóð, sem gefur til kynna að aðrir tilheyri ekki þjóð okkar, það orðað að uppgræðsla landsins og hagvöxtur séu undir trúarafstöðu okkar komin, það gefið í skyn að kennarastéttin vaði í villu og lögð blessun yfir auðlindakerfi forréttindahóps. Alvarlegust er þó sú bæn sem orðuð er svo: „Biðjum um breytt viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu.“ Sú bæn sem fordæmir fóstureyðingar er beðin á kostnað ákvörðunarrétts kvenna og á kostnað þeirra sem staðið hafa í þeim sporum.Fordómar yfirfærðir á Guð Fóstureyðingar eru veruleiki sem fátítt er að sé ræddur opinberlega. Ákvörðuninni fylgir oft skömm og konur sem standa í þeim sporum mæta fordómum á borð við að konur noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn og að hún sé tengd skorti á ábyrgðarkennd. Sá málflutningur gerir lítið úr trúverðugleika kvenna og ber keim af því þegar rætt er um að konur sem mæta kynferðisofbeldi bjóði upp á það með klæðaburði eða að heimilisofbeldi eigi sér stað af því að konur hafi reitt maka sinn til reiði. Fóstureyðing er aldrei auðveld ákvörðun. Það er ákvörðun sem fylgir konum lífið á enda og getur haft varanleg áhrif á sálarlíf þeirra. Í þeim sporum getur verið erfitt að trúa því að það sé kærleiksríkur Guð sem horfir á konu í erfiðum aðstæðum, heldur dæmi það sem hafi átt sér stað líkt og þeir sem tala gegn fóstureyðingum gera svo sterkt. Fordómar þessa hóps eru yfirfærðir á Guð. Fréttastofa RÚV hefur verið gagnrýnd fyrir að fréttaflutningar hennar beri vott um fordóma í garð kristinna og því hefur verið haldið á lofti að ekki hafi verið rætt um eða beðið fyrir fóstureyðingum á deginum sjálfum. Fyrir ári var hið sama fullyrt og bent á að Franklin Graham hefði ekki barið á hinsegin fólki á Hátíð vonar.Bæn í formi stjórntækis Það er afstaða okkar að bænamál eigi að heyrast víða í hinu opinbera rými og það má til sanns vegar færa að trúariðkun mæti fordómum í fjölmiðlum. En þegar bæn birtist í formi stjórntækis stendur okkur ógn af trúnni. Bæn sem borin er fram af nærgætni blessar þann sem við henni tekur en sú biblíufesta sem birtist í bænaskjali Kristsdagsins, er í besta falli móðgandi og í versta falli skaðleg. Þjóðkirkjan hefur nú þegar rætt mörg siðferðisleg álitamál, tekist á um þau og komið þeim heim til hafnar. Breiðfylking eins og Þjóðkirkjan er, sem segist hafa rými fyrir alla og lækkar þröskulda sína til þess að taka á móti þeim sem eiga ekki annars staðar skjól, á að hafa kjark og þor til að hafna því sem er meiðandi. Þannig starfar kirkja sem vill vinna í anda Jesú Krists í heiminum, með því að samþykkja ekki mismunum í Jesú nafni. Þegar Þjóðkirkjan tekur þátt í samkirkjulegum viðburðum þurfa leikreglur að vera skýrar og tryggt að ekki sé verið að samþykkja áherslur sem eru henni framandi. Annað árið í röð kemur íslenska Þjóðkirkjan með beinum hætti að viðburði sem beitir fyrir sig bæn til að boða útilokandi trú, biblíufestu og íhaldssöm siðferðisviðmið. Jesús var óþreytandi við að benda trúarlegum yfirvöldum síns tíma á að hafna slíkri framgöngu. Það er bæn okkar að sú Þjóðkirkja sem við þjónum reynist þjóðinni „biðjandi, boðandi og þjónandi“ án þess að gera það á kostnað þeirra sem falla utan rammans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Um liðna helgi blés sami hópur og fyrir ári hélt Hátíð vonar til hátíðarhalda, nú undir merkjunum Kristsdagur. Markmið þessa dags er „að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu, sameinist í bæn fyrir landi og þjóð“. Markmiðið er virðingarvert en líkt og fyrir ári ber umgjörð þess með sér valdbeitingu sem vekur ugg meðal þjóðarinnar. Í margumræddu bænaskjali hátíðarinnar er ekki einungis að finna bænir fyrir landi og þjóð heldur biblíufestu og siðferðisboðun, sem íslenska Þjóðkirkjan má ekki setja nafn sitt við. Þær bænir sem bornar eru fram af skipuleggjendum hátíðarinnar eru ekki almennt orðaðar heldur bera með sér trúarlegan og pólitískan boðskap, sem vekur upp ótal siðferðislegar spurningar. Í bænaskjalinu er meðal annars játað að við séum kristin þjóð, sem gefur til kynna að aðrir tilheyri ekki þjóð okkar, það orðað að uppgræðsla landsins og hagvöxtur séu undir trúarafstöðu okkar komin, það gefið í skyn að kennarastéttin vaði í villu og lögð blessun yfir auðlindakerfi forréttindahóps. Alvarlegust er þó sú bæn sem orðuð er svo: „Biðjum um breytt viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu.“ Sú bæn sem fordæmir fóstureyðingar er beðin á kostnað ákvörðunarrétts kvenna og á kostnað þeirra sem staðið hafa í þeim sporum.Fordómar yfirfærðir á Guð Fóstureyðingar eru veruleiki sem fátítt er að sé ræddur opinberlega. Ákvörðuninni fylgir oft skömm og konur sem standa í þeim sporum mæta fordómum á borð við að konur noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn og að hún sé tengd skorti á ábyrgðarkennd. Sá málflutningur gerir lítið úr trúverðugleika kvenna og ber keim af því þegar rætt er um að konur sem mæta kynferðisofbeldi bjóði upp á það með klæðaburði eða að heimilisofbeldi eigi sér stað af því að konur hafi reitt maka sinn til reiði. Fóstureyðing er aldrei auðveld ákvörðun. Það er ákvörðun sem fylgir konum lífið á enda og getur haft varanleg áhrif á sálarlíf þeirra. Í þeim sporum getur verið erfitt að trúa því að það sé kærleiksríkur Guð sem horfir á konu í erfiðum aðstæðum, heldur dæmi það sem hafi átt sér stað líkt og þeir sem tala gegn fóstureyðingum gera svo sterkt. Fordómar þessa hóps eru yfirfærðir á Guð. Fréttastofa RÚV hefur verið gagnrýnd fyrir að fréttaflutningar hennar beri vott um fordóma í garð kristinna og því hefur verið haldið á lofti að ekki hafi verið rætt um eða beðið fyrir fóstureyðingum á deginum sjálfum. Fyrir ári var hið sama fullyrt og bent á að Franklin Graham hefði ekki barið á hinsegin fólki á Hátíð vonar.Bæn í formi stjórntækis Það er afstaða okkar að bænamál eigi að heyrast víða í hinu opinbera rými og það má til sanns vegar færa að trúariðkun mæti fordómum í fjölmiðlum. En þegar bæn birtist í formi stjórntækis stendur okkur ógn af trúnni. Bæn sem borin er fram af nærgætni blessar þann sem við henni tekur en sú biblíufesta sem birtist í bænaskjali Kristsdagsins, er í besta falli móðgandi og í versta falli skaðleg. Þjóðkirkjan hefur nú þegar rætt mörg siðferðisleg álitamál, tekist á um þau og komið þeim heim til hafnar. Breiðfylking eins og Þjóðkirkjan er, sem segist hafa rými fyrir alla og lækkar þröskulda sína til þess að taka á móti þeim sem eiga ekki annars staðar skjól, á að hafa kjark og þor til að hafna því sem er meiðandi. Þannig starfar kirkja sem vill vinna í anda Jesú Krists í heiminum, með því að samþykkja ekki mismunum í Jesú nafni. Þegar Þjóðkirkjan tekur þátt í samkirkjulegum viðburðum þurfa leikreglur að vera skýrar og tryggt að ekki sé verið að samþykkja áherslur sem eru henni framandi. Annað árið í röð kemur íslenska Þjóðkirkjan með beinum hætti að viðburði sem beitir fyrir sig bæn til að boða útilokandi trú, biblíufestu og íhaldssöm siðferðisviðmið. Jesús var óþreytandi við að benda trúarlegum yfirvöldum síns tíma á að hafna slíkri framgöngu. Það er bæn okkar að sú Þjóðkirkja sem við þjónum reynist þjóðinni „biðjandi, boðandi og þjónandi“ án þess að gera það á kostnað þeirra sem falla utan rammans.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar