Innlent

Sigurður Kárason dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurði var gert að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur vegna fjársvikanna.
Sigurði var gert að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur vegna fjársvikanna. visir/pjetur
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Sigurð Kárason í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja á annað hundrað milljónir króna út úr 16 manneskjum en frá þessu er greint á vefsíðu mbl.is.

Sigurði var gert að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur vegna fjársvikanna en hann mun ekki hafa verið viðstaddur uppkvaðningu dómsins.

Verjandi Sigurðar gat þess við aðalmeðferð málsins að Sigurður hefði alls ekki beitt fólkið blekkingum. Þá sakaði hann lögreglu um að hafa brotið lög með að leka upplýsingum til fjölmiðla. Fjölmiðlafár hefði verið Sigurði í óhag og fjölmiðlaumfjöllunin væri hin raunverulega refsing. Dómarinn féllst ekki á þessi rök verjandans.

Til þess að hafa fé af fólkinu sagðist Sigurður ýmist ætla að nýta féð til gjaldeyrisviðskipta, til kaupa á krónubréfum, stofnbréfum og við gjaldeyriskaupasamninga.

Fólkið átti svo að njóta ávöxtunar sem yrði til vegna viðskipta Sigurðar.


Tengdar fréttir

Hverfandi líkur á að féð verði endurheimt

Fórnarlömb meints svikahrapps, sem er sakaður um að hafa á tímabilinu 2006- 2010 haft á annað hundrað milljónir af að minnsta kosti sextán manns, segja hann hafa komið fyrir sjónir sem ábyrgur og trúverðugur viðskiptamaður. Hverfandi líkur eru á að nokkur hluti fjárhæðarinnar verði endurheimtar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×