Lífið

Fótóbombuðu ferðamenn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon og leikkonan Cameron Diaz brugðu á það ráð að fótóbomba ferðamenn í New York fyrir stuttu.

Afrakstur þessa athæfis þeirra var síðan sýndur í þætti Jimmys, The Tonight Show.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá tvíeykið fara á kostum í fótóbombi og breyttu þau um stellingar fyrir hvern hóp af ferðamönnum sem þau grínuðust í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.