Ríkið, kirkjan, mannréttindi og jarðir Valgarður Guðjónsson skrifar 9. maí 2014 07:00 Hjalti Hugason prófessor skrifar í Fréttablaðið 30. apríl og hvetur til umræðu um tengsl ríkis og kirkju, í framhaldi af ummælum Árna Páls, leiðara Ólafs í Fréttablaðinu fyrir páska og grein minni frá 23. apríl í sama blaði. Gott mál. Hjalti talar um „sýndarrök“ og „staðhæfulitlar fullyrðingar“ og nefnir tvö atriði í grein minni án þess kannski að saka mig beinum orðum um þetta. Það er rétt að ég hefði mátt að fjalla ítarlegar um fullyrðingar mínar, en greinin var orðin nokkuð löng og ég hef áður skýrt þetta ítarlega. Hjalti ræðir fullyrðingu mína um að núverandi fyrirkomulag ríkisrekinnar kirkju á Íslandi standist ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins. Hjalti segir nýlega dóma styðja núverandi fyrirkomulag. Hjalti nefnir þó, merkilegt nokk, reyndar sjálfur engin dæmi til að styðja sína fullyrðingu. Skýrasti dómurinn er væntanlega í máli Darby gegn sænska ríkinu. Þar hafnaði Mannréttindadómstóllinn vissulega kröfu Darby. En forsendur fyrir þeirri höfnun voru að Darby átti kost á því að lækka gjöld sín til sænska ríkisins með því að segja sig úr viðkomandi kirkju. Þetta er ekki hægt á Íslandi og því nokkuð augljóst að fyrirkomulagið hér stenst ekki Mannréttindasáttmálann. Það er kannski rétt að fá hreinan úrskurð frá Mannréttindadómstólnum varðandi fyrirkomulagið hér á Íslandi. En ég var nú að vonast til að þetta væri nægilega augljóst til að við getum komist að niðurstöðu án þess.Í eigu allra landsmanna Hin fullyrðing mín sem Hjalti dregur í efa er að enginn viti hvaða jarðir tilheyra samningi ríkis og kirkju frá 1997. Hjalti segir skjalfest að þetta sé til, en aftur vantar upplýsingar frá Hjalta um hvar þetta er skjalfest! Svavar Kjarval sendi fjármálaráðuneytinu fyrirspurn fyrir rúmu ári um hvaða jarðir þetta væru. Svarið frá ráðuneytinu var ekki flókið (http://www.kjarrval.is/safn/548): „Við leit í skjalasafni ráðuneytisins fannst ekki yfirlit frá þessum tíma yfir þessar kirkjujarðir sem urðu eftir hjá ríkinu. Enginn listi fannst í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins yfir þær jarðir og kirkjueignir sem íslenska ríkið fékk við samning sinn við Þjóðkirkjuna sem undirritaður var 10. janúar 1997. Ekki er því hægt að skoða tilteknar eignir eða jarðir, hvorki verðmæti þeirra né hvort útbúið hafi verið sérstakt afsal frá Þjóðkirkjunni til Ríkissjóðs Íslands.“ En ef Hjalti getur bent á lista yfir þessar jarðir þá má fara að velta fyrir sér hversu mikils virði þær eru, hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þeim og jafnvel hvernig kirkjan eignaðist þær. Það gleymist nefnilega gjarnan að kirkjan náði þessum eignum þegar ekki var trúfrelsi og því eignirnar upphaflega í eigu allra landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hjalti Hugason prófessor skrifar í Fréttablaðið 30. apríl og hvetur til umræðu um tengsl ríkis og kirkju, í framhaldi af ummælum Árna Páls, leiðara Ólafs í Fréttablaðinu fyrir páska og grein minni frá 23. apríl í sama blaði. Gott mál. Hjalti talar um „sýndarrök“ og „staðhæfulitlar fullyrðingar“ og nefnir tvö atriði í grein minni án þess kannski að saka mig beinum orðum um þetta. Það er rétt að ég hefði mátt að fjalla ítarlegar um fullyrðingar mínar, en greinin var orðin nokkuð löng og ég hef áður skýrt þetta ítarlega. Hjalti ræðir fullyrðingu mína um að núverandi fyrirkomulag ríkisrekinnar kirkju á Íslandi standist ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins. Hjalti segir nýlega dóma styðja núverandi fyrirkomulag. Hjalti nefnir þó, merkilegt nokk, reyndar sjálfur engin dæmi til að styðja sína fullyrðingu. Skýrasti dómurinn er væntanlega í máli Darby gegn sænska ríkinu. Þar hafnaði Mannréttindadómstóllinn vissulega kröfu Darby. En forsendur fyrir þeirri höfnun voru að Darby átti kost á því að lækka gjöld sín til sænska ríkisins með því að segja sig úr viðkomandi kirkju. Þetta er ekki hægt á Íslandi og því nokkuð augljóst að fyrirkomulagið hér stenst ekki Mannréttindasáttmálann. Það er kannski rétt að fá hreinan úrskurð frá Mannréttindadómstólnum varðandi fyrirkomulagið hér á Íslandi. En ég var nú að vonast til að þetta væri nægilega augljóst til að við getum komist að niðurstöðu án þess.Í eigu allra landsmanna Hin fullyrðing mín sem Hjalti dregur í efa er að enginn viti hvaða jarðir tilheyra samningi ríkis og kirkju frá 1997. Hjalti segir skjalfest að þetta sé til, en aftur vantar upplýsingar frá Hjalta um hvar þetta er skjalfest! Svavar Kjarval sendi fjármálaráðuneytinu fyrirspurn fyrir rúmu ári um hvaða jarðir þetta væru. Svarið frá ráðuneytinu var ekki flókið (http://www.kjarrval.is/safn/548): „Við leit í skjalasafni ráðuneytisins fannst ekki yfirlit frá þessum tíma yfir þessar kirkjujarðir sem urðu eftir hjá ríkinu. Enginn listi fannst í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins yfir þær jarðir og kirkjueignir sem íslenska ríkið fékk við samning sinn við Þjóðkirkjuna sem undirritaður var 10. janúar 1997. Ekki er því hægt að skoða tilteknar eignir eða jarðir, hvorki verðmæti þeirra né hvort útbúið hafi verið sérstakt afsal frá Þjóðkirkjunni til Ríkissjóðs Íslands.“ En ef Hjalti getur bent á lista yfir þessar jarðir þá má fara að velta fyrir sér hversu mikils virði þær eru, hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þeim og jafnvel hvernig kirkjan eignaðist þær. Það gleymist nefnilega gjarnan að kirkjan náði þessum eignum þegar ekki var trúfrelsi og því eignirnar upphaflega í eigu allra landsmanna.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun