Ríkið, kirkjan, mannréttindi og jarðir Valgarður Guðjónsson skrifar 9. maí 2014 07:00 Hjalti Hugason prófessor skrifar í Fréttablaðið 30. apríl og hvetur til umræðu um tengsl ríkis og kirkju, í framhaldi af ummælum Árna Páls, leiðara Ólafs í Fréttablaðinu fyrir páska og grein minni frá 23. apríl í sama blaði. Gott mál. Hjalti talar um „sýndarrök“ og „staðhæfulitlar fullyrðingar“ og nefnir tvö atriði í grein minni án þess kannski að saka mig beinum orðum um þetta. Það er rétt að ég hefði mátt að fjalla ítarlegar um fullyrðingar mínar, en greinin var orðin nokkuð löng og ég hef áður skýrt þetta ítarlega. Hjalti ræðir fullyrðingu mína um að núverandi fyrirkomulag ríkisrekinnar kirkju á Íslandi standist ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins. Hjalti segir nýlega dóma styðja núverandi fyrirkomulag. Hjalti nefnir þó, merkilegt nokk, reyndar sjálfur engin dæmi til að styðja sína fullyrðingu. Skýrasti dómurinn er væntanlega í máli Darby gegn sænska ríkinu. Þar hafnaði Mannréttindadómstóllinn vissulega kröfu Darby. En forsendur fyrir þeirri höfnun voru að Darby átti kost á því að lækka gjöld sín til sænska ríkisins með því að segja sig úr viðkomandi kirkju. Þetta er ekki hægt á Íslandi og því nokkuð augljóst að fyrirkomulagið hér stenst ekki Mannréttindasáttmálann. Það er kannski rétt að fá hreinan úrskurð frá Mannréttindadómstólnum varðandi fyrirkomulagið hér á Íslandi. En ég var nú að vonast til að þetta væri nægilega augljóst til að við getum komist að niðurstöðu án þess.Í eigu allra landsmanna Hin fullyrðing mín sem Hjalti dregur í efa er að enginn viti hvaða jarðir tilheyra samningi ríkis og kirkju frá 1997. Hjalti segir skjalfest að þetta sé til, en aftur vantar upplýsingar frá Hjalta um hvar þetta er skjalfest! Svavar Kjarval sendi fjármálaráðuneytinu fyrirspurn fyrir rúmu ári um hvaða jarðir þetta væru. Svarið frá ráðuneytinu var ekki flókið (http://www.kjarrval.is/safn/548): „Við leit í skjalasafni ráðuneytisins fannst ekki yfirlit frá þessum tíma yfir þessar kirkjujarðir sem urðu eftir hjá ríkinu. Enginn listi fannst í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins yfir þær jarðir og kirkjueignir sem íslenska ríkið fékk við samning sinn við Þjóðkirkjuna sem undirritaður var 10. janúar 1997. Ekki er því hægt að skoða tilteknar eignir eða jarðir, hvorki verðmæti þeirra né hvort útbúið hafi verið sérstakt afsal frá Þjóðkirkjunni til Ríkissjóðs Íslands.“ En ef Hjalti getur bent á lista yfir þessar jarðir þá má fara að velta fyrir sér hversu mikils virði þær eru, hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þeim og jafnvel hvernig kirkjan eignaðist þær. Það gleymist nefnilega gjarnan að kirkjan náði þessum eignum þegar ekki var trúfrelsi og því eignirnar upphaflega í eigu allra landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hjalti Hugason prófessor skrifar í Fréttablaðið 30. apríl og hvetur til umræðu um tengsl ríkis og kirkju, í framhaldi af ummælum Árna Páls, leiðara Ólafs í Fréttablaðinu fyrir páska og grein minni frá 23. apríl í sama blaði. Gott mál. Hjalti talar um „sýndarrök“ og „staðhæfulitlar fullyrðingar“ og nefnir tvö atriði í grein minni án þess kannski að saka mig beinum orðum um þetta. Það er rétt að ég hefði mátt að fjalla ítarlegar um fullyrðingar mínar, en greinin var orðin nokkuð löng og ég hef áður skýrt þetta ítarlega. Hjalti ræðir fullyrðingu mína um að núverandi fyrirkomulag ríkisrekinnar kirkju á Íslandi standist ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins. Hjalti segir nýlega dóma styðja núverandi fyrirkomulag. Hjalti nefnir þó, merkilegt nokk, reyndar sjálfur engin dæmi til að styðja sína fullyrðingu. Skýrasti dómurinn er væntanlega í máli Darby gegn sænska ríkinu. Þar hafnaði Mannréttindadómstóllinn vissulega kröfu Darby. En forsendur fyrir þeirri höfnun voru að Darby átti kost á því að lækka gjöld sín til sænska ríkisins með því að segja sig úr viðkomandi kirkju. Þetta er ekki hægt á Íslandi og því nokkuð augljóst að fyrirkomulagið hér stenst ekki Mannréttindasáttmálann. Það er kannski rétt að fá hreinan úrskurð frá Mannréttindadómstólnum varðandi fyrirkomulagið hér á Íslandi. En ég var nú að vonast til að þetta væri nægilega augljóst til að við getum komist að niðurstöðu án þess.Í eigu allra landsmanna Hin fullyrðing mín sem Hjalti dregur í efa er að enginn viti hvaða jarðir tilheyra samningi ríkis og kirkju frá 1997. Hjalti segir skjalfest að þetta sé til, en aftur vantar upplýsingar frá Hjalta um hvar þetta er skjalfest! Svavar Kjarval sendi fjármálaráðuneytinu fyrirspurn fyrir rúmu ári um hvaða jarðir þetta væru. Svarið frá ráðuneytinu var ekki flókið (http://www.kjarrval.is/safn/548): „Við leit í skjalasafni ráðuneytisins fannst ekki yfirlit frá þessum tíma yfir þessar kirkjujarðir sem urðu eftir hjá ríkinu. Enginn listi fannst í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins yfir þær jarðir og kirkjueignir sem íslenska ríkið fékk við samning sinn við Þjóðkirkjuna sem undirritaður var 10. janúar 1997. Ekki er því hægt að skoða tilteknar eignir eða jarðir, hvorki verðmæti þeirra né hvort útbúið hafi verið sérstakt afsal frá Þjóðkirkjunni til Ríkissjóðs Íslands.“ En ef Hjalti getur bent á lista yfir þessar jarðir þá má fara að velta fyrir sér hversu mikils virði þær eru, hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þeim og jafnvel hvernig kirkjan eignaðist þær. Það gleymist nefnilega gjarnan að kirkjan náði þessum eignum þegar ekki var trúfrelsi og því eignirnar upphaflega í eigu allra landsmanna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar