Stjórnun norðurslóða: ekkert einkamál Kristinn Schram skrifar 27. október 2014 11:21 Kastljós fjölmiðla hefur í auknum mæli beinst að norðurslóðum. Þessi aukna athygli byggir meðal annars á almennum áhuga fólks á málefnum eins og loftslagsbreytingum, öryggi, hugsanlegum efnahagsumsvifum og umhverfisspjöllum í norðri. Umræðan um málefni norðurslóða er eins og gengur byggð á misgóðum grunni og stundum einblínt á skjótfenginn gróða eða tiltekin átök þjóða á milli. Þá vilja oft gleymast þær alvarlegu áskoranir sem ríki norðurslóða hafa, að minnsta kosti í orði, sammælst um að bregðast við. Næstu dagana munu færustu alþjóðlegu sérfræðingar, fulltrúar erlendra ríkja og einkageirans streyma til Íslands til að taka þátt í ráðstefnum á borð við Efst á heimskautsbaugi, Jafnrétti á norðurslóðum og Hringborði norðurslóða. Íslenskir kolleggar þeirra fá þar tækifæri til að skerpa á og miðla þekkingu sinni á þessum málefnum. Þau eru þó ekki einkamál sérfræðinga eða sérstakra hagsmunahópa. Því er von að viðburðir sem þessir stuðli að almennri umræðu um þessi mikilvægu mál – ekki síst þörfinni á skjótum viðbrögðum og víðtæku samstarfi.Mikilvægi alþjóðlegs samstarfs Norrænt samstarf og samskipti norðurslóðaríkja eru af ýmsum toga en ef vill fer mikilvægasta samstarfið á þessu sviði fram á vettvangi Norðurskautsráðsins. Aðra stofnun er ekki að finna sem tekið getur ákvarðanir sem leiða til beinna aðgerða allra norðurslóðaríkjanna. Stigið var stórt skref, sem fékk þó takmarkaða umfjöllun, þegar norðurslóðaríkin átta, þ.e. Rússland, Bandaríkin, Kanada og Norðurlöndin fimm, gáfu út yfirlýsingu í fyrra um að uppfylla ábyrgð sína á svæðinu. Þar yrði haldið í heiðri grunngildum eins og friðsamlegum samskiptum þjóðanna á milli, að þau fylgi alþjóðalögum, verndi umhverfið og verji rétt staðbundinna hópa. Þegar öll ríkin höfðu gert þau að sínu, eygðu margir von til þess að forðast mætti yfirgangsemi á svæðinu og raunveruleg átök sem yrðu smáríkjum, í fremstu víglinu, sérstaklega hættuleg. Þá má sjá árangur samstarfsins í samkomulagi um samstillt viðbrögð við olíumengun í hafi, samningi um leit og björgun og frekari skref í átt að samhæfingu umhverfismála og vernd lífræðilegrar fjölbreytni.Ljón (og drekar) í veginum Ýmsar erfðileikar, og ekki síst átökin í Úkraínu, hafa sýnt að norðurslóðasamstarfi muni fylgja frekari áskoranir. Norræn ríki leiddu Norðurskautsráðið í sjö ár en nú er fylgst náið með framvindunni undir stjórnarformennsku Kanada og hvers megi vænta þegar Bandaríkin taka við því hlutverki á næsta ári. Aukin þátttaka frumbyggja og ríkja utan norðurslóða er staðreynd en óljóst er enn hvaða hlutverki þau eigi að gegna í alþjóðlegri stjórnun norðurslóða. Þá er varnarmálum að stærstu leyti haldið utan norðurslóðasamstarfs og þrátt fyrir jákvæð teikn á sviði almannaöryggis er ekkert samstarf fyrir hendi um að draga úr hervæðingu norðurslóða. Helst er þó að nefna hvernig breytt loftslag, aukin umferð og auðlindanýting á norðurslóðum ógnar náttúrulegum aðstæðum, öryggi og lífvænlegu umhverfi allra íbúa í norðri og jarðarinnar í heild.Samhent viðbrögð Skynsamleg, sjálfbær og samhent viðbrögð við þessum áskorunum skipta sköpum ef njóta skal einhvers ávinnings af þessum óðfluga breytingum og lágmarka skaða. Við þurfum í auknum mæli að átta okkur á samspili og togstreitu milli viðskipta og umhverfisverndar; að kunna skil á félagasamtökum, hagsmunahópum, viðskiptalífinu og áheyrnaraðilum í Norðurskautsráðinu. Horfa verður til fjölbreyttra viðhorfa þeirra og stefnumála, spyrja hvernig skoðanamyndun á sér stað og hvaða raddir nái eyrum stefnumótunaraðila. Breiðari umræða og aðgerðarstefna á fjölbreyttum vettvangi gæti auk þess þrýst á ríki og stofnanir eins og Norðurskautsráðið til að bregðast hraðar við í sérstökum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Kastljós fjölmiðla hefur í auknum mæli beinst að norðurslóðum. Þessi aukna athygli byggir meðal annars á almennum áhuga fólks á málefnum eins og loftslagsbreytingum, öryggi, hugsanlegum efnahagsumsvifum og umhverfisspjöllum í norðri. Umræðan um málefni norðurslóða er eins og gengur byggð á misgóðum grunni og stundum einblínt á skjótfenginn gróða eða tiltekin átök þjóða á milli. Þá vilja oft gleymast þær alvarlegu áskoranir sem ríki norðurslóða hafa, að minnsta kosti í orði, sammælst um að bregðast við. Næstu dagana munu færustu alþjóðlegu sérfræðingar, fulltrúar erlendra ríkja og einkageirans streyma til Íslands til að taka þátt í ráðstefnum á borð við Efst á heimskautsbaugi, Jafnrétti á norðurslóðum og Hringborði norðurslóða. Íslenskir kolleggar þeirra fá þar tækifæri til að skerpa á og miðla þekkingu sinni á þessum málefnum. Þau eru þó ekki einkamál sérfræðinga eða sérstakra hagsmunahópa. Því er von að viðburðir sem þessir stuðli að almennri umræðu um þessi mikilvægu mál – ekki síst þörfinni á skjótum viðbrögðum og víðtæku samstarfi.Mikilvægi alþjóðlegs samstarfs Norrænt samstarf og samskipti norðurslóðaríkja eru af ýmsum toga en ef vill fer mikilvægasta samstarfið á þessu sviði fram á vettvangi Norðurskautsráðsins. Aðra stofnun er ekki að finna sem tekið getur ákvarðanir sem leiða til beinna aðgerða allra norðurslóðaríkjanna. Stigið var stórt skref, sem fékk þó takmarkaða umfjöllun, þegar norðurslóðaríkin átta, þ.e. Rússland, Bandaríkin, Kanada og Norðurlöndin fimm, gáfu út yfirlýsingu í fyrra um að uppfylla ábyrgð sína á svæðinu. Þar yrði haldið í heiðri grunngildum eins og friðsamlegum samskiptum þjóðanna á milli, að þau fylgi alþjóðalögum, verndi umhverfið og verji rétt staðbundinna hópa. Þegar öll ríkin höfðu gert þau að sínu, eygðu margir von til þess að forðast mætti yfirgangsemi á svæðinu og raunveruleg átök sem yrðu smáríkjum, í fremstu víglinu, sérstaklega hættuleg. Þá má sjá árangur samstarfsins í samkomulagi um samstillt viðbrögð við olíumengun í hafi, samningi um leit og björgun og frekari skref í átt að samhæfingu umhverfismála og vernd lífræðilegrar fjölbreytni.Ljón (og drekar) í veginum Ýmsar erfðileikar, og ekki síst átökin í Úkraínu, hafa sýnt að norðurslóðasamstarfi muni fylgja frekari áskoranir. Norræn ríki leiddu Norðurskautsráðið í sjö ár en nú er fylgst náið með framvindunni undir stjórnarformennsku Kanada og hvers megi vænta þegar Bandaríkin taka við því hlutverki á næsta ári. Aukin þátttaka frumbyggja og ríkja utan norðurslóða er staðreynd en óljóst er enn hvaða hlutverki þau eigi að gegna í alþjóðlegri stjórnun norðurslóða. Þá er varnarmálum að stærstu leyti haldið utan norðurslóðasamstarfs og þrátt fyrir jákvæð teikn á sviði almannaöryggis er ekkert samstarf fyrir hendi um að draga úr hervæðingu norðurslóða. Helst er þó að nefna hvernig breytt loftslag, aukin umferð og auðlindanýting á norðurslóðum ógnar náttúrulegum aðstæðum, öryggi og lífvænlegu umhverfi allra íbúa í norðri og jarðarinnar í heild.Samhent viðbrögð Skynsamleg, sjálfbær og samhent viðbrögð við þessum áskorunum skipta sköpum ef njóta skal einhvers ávinnings af þessum óðfluga breytingum og lágmarka skaða. Við þurfum í auknum mæli að átta okkur á samspili og togstreitu milli viðskipta og umhverfisverndar; að kunna skil á félagasamtökum, hagsmunahópum, viðskiptalífinu og áheyrnaraðilum í Norðurskautsráðinu. Horfa verður til fjölbreyttra viðhorfa þeirra og stefnumála, spyrja hvernig skoðanamyndun á sér stað og hvaða raddir nái eyrum stefnumótunaraðila. Breiðari umræða og aðgerðarstefna á fjölbreyttum vettvangi gæti auk þess þrýst á ríki og stofnanir eins og Norðurskautsráðið til að bregðast hraðar við í sérstökum málum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun