Lífið

Hanna Birna spilar á Prikinu í kvöld

Baldvin Þormóðsson skrifar
Þórður Ingi Jónsson kemur fram undir nafninu Lord Pusswhip.
Þórður Ingi Jónsson kemur fram undir nafninu Lord Pusswhip. mynd/Magnús Andersen
Við vorum orðnir leiðir á tónlistarlegum grænmetisætum sem spila bara útvarpsvæna tónlist sem er safe, þægileg og formúlísk, segir Þórður Ingi Jónsson, einnig þekktur sem Lord Pusswhip en hann heldur, ásamt fleirum tónleikanna RVK Carnivore night á Prikinu í kvöld. Við viljum breyta þessu og hafa smá kjöt á beinunum.

Ásamt Lord pusswhip koma fram Davíð Þór Katrínarson, rappari undir nafninu $ardu eða Svarti Laxness, Árni Eldon, skífuskenkjari undir nafninu Vrong, Meistari Marteinn sem spilar dansvæna takta og bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Sea sem kemur fram undir hliðarsjálfinu Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Spilar helstu sumarsmelli Hönnu Birnu

Hann er góður vinur minn frá New York og mikill aðdáandi Leoncie, Silvíu Nótt, Haffa Haff og ætlar að spila helstu sumarsmelli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á borð við Sendum Negranna Heim úr Landi upp á Djókið, segir Þórður. „Hann er mikill áhugamaður um Ísland og íslensk stjórnmál.

Þórður hefur áður komið fram ásamt Chris Sea en þeir héldu tónleika í New York ásamt New Jersey hip-hop sveitinniDälek og Stuart Argabright á The Knitting Factory í Brooklyn.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 í kvöld á Prikinu og í tilefni þeirra verður svonefnt „happy hour“ á barnum frá klukkan 16:00 og til miðnættis.

„Það verður fólk af allskyns þjóðernum að dansa og súpa hveljur,“ segir Þórður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.