Lífið

Grease í beinni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fox ætlar að sýna þriggja tíma uppfærslu á söngleiknum Grease í beinni útsendingu á næsta ári. Kevin Reilly, stjórnarformaður Fox tilkynnti þetta í dag.

Ekki er búið að ráða leikara í söngleikinn en Olivia Newton-John og John Travolta eru hvað frægust fyrir að hafa túlkað Sandy og Danny í kvikmyndinni frá árinu 1978.

Uppfærsla Fox mun minna um margt á uppfærslu NBC á söngleiknum The Sound of Music sem var sýnd í beinni útsendingu á síðasta ári en áhorfstölurnar voru afar góðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.