Lífið

81 árs með svarta beltið

Willie Nelson við athöfnina.
Willie Nelson við athöfnina. Vísir/Getty
Lifandi kántrí-goðsögnin Wille Nelson verður 81 árs gamall í vikunni, en hann fékk enn eitt svarta beltið í bardagaíþróttinni Gong Kwon Yu Sul á mánudaginn. 

Viðstaddur athöfnina var vinur Nelsons, hjólreiðagarpurinn Lance Armstrong.



Nelson á afmæli á morgun. Hann segist nýverið hafa gengið undir læknisskoðun og að hann sé heilsuhraustur.

Söngvarinn segir bardagaíþróttir meðal ástæðna þess við hversu góða heilsu hann býr.

„Ég held að bardagaíþróttir séu einhver besta æfing sem hægt er að gera. Andlega og líkamlega. Ég er viss um að það hefur hjálpað til.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.