Bókaði Hilmi Snæ í línudanstíma Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. apríl 2014 11:00 Helgi Björns og Reiðmenn vindanna ætla að breyta Eldborgarsalnum í hesthús í sumar. fréttablaðið/valli „Vorið er komið, grundirnar gróa og þá fara reiðmenn vindanna á stjá,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson en hann skipuleggur nú af kappi mikla tónleika sem haldnir verða í Eldborgarsalnum í Hörpu þann 16. júní. Hljómsveit Helga, Reiðmenn vindanna, hefur aldeilis slegið gegn allt frá því að fyrsta platan, Ríðum sem fjandinn, kom út árið 2008. „Ég var mikið í hestaferðum, þá voru hestalögin mjög vinsæl og þá var byrjað að tala um að gera plötu með hestalögum. Þegar ég var í Berlín hlustaði ég mikið á rhythm and blues tónlist og vildi í kjölfarið steypa saman slíkri músík og kántrítónlist,“ útskýrir Helgi. Hann kom svo til landsins sumarið 2008 og kláraði plötu á einni viku. „Í upphafi var þetta meira gert til gamans. Ég fór með plötuna á Landsmót hestamanna sama sumar og hún sló í gegn þar og út um allt land,“ bætir Helgi við. Helgi er mikill hestamaður og á meðal annars merina Hörpu. „Harpa fór fyrir skömmu undir hest að nafni Konsert og á það vel við því við erum einmitt með konsert í Hörpu,“ segir Helgi og hlær. Hann útilokar ekki að merin Harpa mæti á konsertinn í Hörpu. Á tónleikunum koma einnig fram fleiri þjóðþekktir einstaklingar eins og Hilmir Snær Guðnason, Örn Árnason, Jóhann Sigurðarson og liðsmenn hljómsveitarinnar Buffs. „Ég er búinn að bóka þá í línudanstíma þannig að það verður stiginn dans og leikið á létta strengi á tónleikunum,“ segir Helgi og bætir við: „Það er aldrei að vita nema að þeir komi ríðandi inn á sviðið.“ Miðasala á tónleikana hefst í dag á midi.is. Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
„Vorið er komið, grundirnar gróa og þá fara reiðmenn vindanna á stjá,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson en hann skipuleggur nú af kappi mikla tónleika sem haldnir verða í Eldborgarsalnum í Hörpu þann 16. júní. Hljómsveit Helga, Reiðmenn vindanna, hefur aldeilis slegið gegn allt frá því að fyrsta platan, Ríðum sem fjandinn, kom út árið 2008. „Ég var mikið í hestaferðum, þá voru hestalögin mjög vinsæl og þá var byrjað að tala um að gera plötu með hestalögum. Þegar ég var í Berlín hlustaði ég mikið á rhythm and blues tónlist og vildi í kjölfarið steypa saman slíkri músík og kántrítónlist,“ útskýrir Helgi. Hann kom svo til landsins sumarið 2008 og kláraði plötu á einni viku. „Í upphafi var þetta meira gert til gamans. Ég fór með plötuna á Landsmót hestamanna sama sumar og hún sló í gegn þar og út um allt land,“ bætir Helgi við. Helgi er mikill hestamaður og á meðal annars merina Hörpu. „Harpa fór fyrir skömmu undir hest að nafni Konsert og á það vel við því við erum einmitt með konsert í Hörpu,“ segir Helgi og hlær. Hann útilokar ekki að merin Harpa mæti á konsertinn í Hörpu. Á tónleikunum koma einnig fram fleiri þjóðþekktir einstaklingar eins og Hilmir Snær Guðnason, Örn Árnason, Jóhann Sigurðarson og liðsmenn hljómsveitarinnar Buffs. „Ég er búinn að bóka þá í línudanstíma þannig að það verður stiginn dans og leikið á létta strengi á tónleikunum,“ segir Helgi og bætir við: „Það er aldrei að vita nema að þeir komi ríðandi inn á sviðið.“ Miðasala á tónleikana hefst í dag á midi.is.
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira